Hollur matur í Haustlitunum!

haustmáltíð

 Sætar kartöflur, yam, rófur, og golden beets  skornar í litla bita og settar í eldfast form.

Olía , steytt kóríanderfræ, anisfræ, fennelfræ, salt og pipar. Helt yfir og inn í ofn í 50 mín á ca. 180 gráðum.

Lífræn hýðisgrjón soðin eftir leiðbeiningum.

Grísk jógúrtsósa: afhýdd agúrka, rifin niður á rifjárni og safinn kreistur úr henni. Blandað saman við hreina jógúrt, hvítlaukur, salt og pipar að vild.

Baneitrað baunamauk: Kjúklingabaunir lífrænar úr dós. hellið safanum og gyllið þær á pönnu og kryddið með papriku, ofurlítið af cayenne pipar og cumin, salt og svartur pipar. Allt sett í mixer með sítrónusafa og grænni jómfrúarolíu.  


Björn Ingi og Stefán Karl... kennari óskast

Í morgun biðu mín 14 tölvubréf með sendingunni Björn breytist í Glanna. Takk fyrir það öll sömul!

Ég hló mikið þegar ég opnaði fyrsta viðhengið en svo fór það aðeins minnkandi með hverju bréfi, sem er nú kannski skiljanlegt.

Ég hef mikinn áhuga á að læra að morfa/morph myndir...er ekki einhver snillingur hér í bloggheimum sem getur kennt mér það? 


Íslendingar losa meira af gróðurhúsalofttegundum en meðalþjóð í Evrópu!

Margur er knár þótt hann sé smár!

 

Hreint Land!  Fagurt Land! 


mbl.is Íslendingar losa meira af gróðurhúsalofttegundum en meðalþjóð í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Reykvíkingar!

og með nýjan borgarstjóra Dag B. Eggertsson.

Þrjár spurningar: Hvað á að gera við Vilhjálm? Er hægt að enduvinna hann í eitthvað? Hvað?

 


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein friðarsúla nægir Yoko Ono

ekki mér!

mbl.is Ein friðarsúla nægir Yoko Ono
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskriftirnar komnar...Uppskriftirnar komnar...Stjórnin!!!

Myndavélin brást mér og var batteríslaus og ég vildi einhvernvegin ekki leggja réttina í formalín til að halda þeim sem ásjálegustum...þannig að nú ríður á að nota hugmyndaflugið og láta listræna hæfileika njóta sín við framsetningu réttanna en uppskriftirnar eru hérna....öllum til hægðarauka...

 

Nú er svokölluðu softfruit season að ljúka þ.e. mangó, avacadó, plómur...þannig að síðasta sólargeislann er hægt að kreista út í þessum forrétt 

Dressing: hægt að gera áður 

10 ástríðualdin eða bara úr krukku ca. 5 mts af aldinmauki 

2 mts sherry edik

1 tsk kóríanderfræ steytt úr hnefa eða mortéli 

1 tsk dijon sinnep

salt pipar

ólífuolíu bætt útí þar til dressingin er  hæfilega bragðmikil 

gott grænt salat sett í skál og helmingur dressingar svissuð saman við 

sett á diska

skreytt með mangó og avacadósneiðum og restin að dressingunni slett yfir ávextina.

ég bætti risarækjum við en þær eru í raun ónauðsynlegar...en ef vill og til að gera salatið matarmeira þá má henda rækjum á pönnu í smjör og sítrónu og henda þeim ofaná að lokum...

Aðalrétturinn var Marbella kjúklingur sem ég geri orðið eftir minni . Hann er þó byggður á  uppskrift sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá Hrefnu Haraldsdóttur snilldarkokki til að gæta þess nú að geta heimilda þegar það á við.

Kjúklingabitar á beini eins marga og þarf...ca tvo á kvenmenn... þrjá fyrir karla 

ég er svo pjöttuð að ég tek húðina af hænunni! Mér finnst hann líka marinerast betur. 

 

Kjúllinn settur í eldfast mót. Síðan er eftirfarandi bætt við:

 bolli af grænni ólífuolíu

hellingur af grænum ólífum

hellingur af kapers

hellingur af steinlausum sveskjum

hellingur af hvítlauksrifjum 

lúka af lárviðarlaufum

fullt af þurrkuðu oregano 

salt og pipar 

púðursykur að vild 

Hálf þurr hvítvín og öllu blandað saman og látið marinerast eins lengi og hægt er ...hrært í af og til.

bakað í ofni á 200 í ca 50 mínútur.

Ég hef ekkert með en býð bara upp á kjúklinginn með nóg af ofangreindu meðlæti...enda hver þarf grjón  brauð eða kartöflukítti þegar rétturinn er eins góður og raun ber vitni!!

 

Eftirrétturinn var snilldargóður og mjög einfaldur...hann er tileinkaður Gísla Rúnari sem hefur mikið dálæti á hvítu súkkulaði. Uppskriftina þ.e. efra lagið er hægt að gera í hvaða magni sem er ef hún er gerð í eftirfarandi hlutföllum:

 Botn:....fersk ber eða....grahamkrackers steyttar í mixer og kanel að vild bætt út í. Smá af brædda súkkulaðinu og limesafa stolið til að bleyta upp í kexinu þar til að þetta er botnhæft og þá er kanelkexkruðeríinu komið fyrir í stórri skál eða mörgum litlum og kælt.

1 hluti hvítt súkkulaði brætt í vatnsbaði við vægan hita

1 hluti rjómaostur hreinn

1/2 hluti þeyttur rjómi

rifin limebörkur og limesafi 

Rjómaosturinn er þeyttur og limesafa og smárifnum limebörk bætt út í þar til hæfilegri birtu er náð í ostinn... það þarf svolítið magn af safa og börk! Brædda súkkulaðinu bætt varlega útí og að endingu rjómanum slett saman við. þessu er síðan hellt yfir kælda botninn. Svo er rétturinn kældur í ísskáp í tvo tíma minnst til að osturinn nái að stirna!

þetta má skreyta með sigtuðum kanel.... eða glassereðum limesneiðum ef maður hefur ekkert betra að gera.

þá er þunntskornum limesneiðum velt upp úr bræddum sykri og síðan velt upp úr hvítum og látið stífast á bökunnarpappír...dálítið mikið moj og algjör óþarfi því ferskar sneiðar gera sama gagn og prýðilega fríðar beint af skepnunni.

 

Verði ykkur að góðu 

 


Matarboð á laugardegi!

Ég er að undirbúa matarboð...fyrir starfsfólk útvarps Ólínu og börn barnabörn og maka.

þetta er í raun aðalfundur og verður framtíð Ólínu rædd ítarlega...því nú mun vetrardagskráin fara í loftið innan tíðar... 

 

Forréttur: Mangó avacadosallat með ástríðualdin sósu og ferskum rækjum

Aðalréttur: Galinn Kjúklingur með sveskjum/ólífum/kapers/hvítlauk

Eftirréttur: Æsandi Lime ostakaka á kanelkruðeríi

 

myndir og uppskriftir síðar 


Hvað er þetta?

IMG_3964

Góðan daginn!

IMG_3960

Gott kvöld!

IMG_3942

Chiles Rellenos fullbúin

IMG_3920

Chiles Rellenos! það er að kvikna í!

chili2 Elna húshjálpin okkar og matargerðarmeistari er að undirbúa mexíkanskan rétt Chiles Rellenos. það eru ostafyllt risa chili sem síðan eru létt djúpsteikt. Algjört hnossgæti ! En húsið er í bráðri eldhættu.chili1

Doktor 90210

Ég hitti sérlega áhugaverða stúlku um daginn. Hún er 37 ára gamall fasteignasali og tveggja barna einstæð móðir. Einhvern veginn barst það í tal að hún yrði gestur í sjónvarpsþætti hérlendis innan tíðar. Ég varð að vonum forvitin og gekk eftir því hvaða þáttur þetta væri. Hún var nú heldur treg til að segja mér frá því en féllst þó á endanum á að segja mér það. Það var þá þátturinn Doktor 90201,
lýtalæknaþátturinn frægi sem skartar helstu stjörnum lýtalækna í Beverly Hills.

Í þeim þætti er fylgst með konum og mönnum sem eru í þann mund að leggjast undir hnífinn vegna ýmissa annmarka sem þeir kunna að finna á útliti sínu. Síðan fáum við að sjá aðgerðirnar í nærmynd og svo að lokum að sjá sjúklingana vakna úr svæfingu og samgleðjast þeim að því búnu með sitt endurnýjaða sjálf.

Stúlkan sagði mér að þegar hún hefði leitað til læknisins hefði hann boðið henni að verða gestur í þættinum og hún fengi í staðinn að sjálfsögðu aðgerðina fría en í ofanálag gæti hún fengið hvaða  viðbótar viðgerð sem hún vildi endurgjaldslaust og að um þær yrði ekki rætt í þættinum frekar en hún vildi.

þegar hér var komið í samtalinu var ég náttúrlega búin að missa heyrn og starði bara á manneskjuna til þess að reyna að koma auga á verksummerkin. Í fljótu bragði var svo sem ekki neitt sem truflaði augað. 

Hún talaði svo lengi um það að henni væri nú ekki sama að allir vissu af þessu, en auðvitað kæmist hún ekkert hjá því að kunningjar hennar myndu vita um aðgerðina sem yrði rætt um í þættinum.

Ég varð að spyrja hana hvað hún hefði látið gera við sig og þá sagðist hún hafa látið sjúga fitu úr, lærum,handakrikum, af bakinu og bringunni og af upphandleggjunum. Fitunni var síðan komið fyrir undir rassvöðvunum og svo sýndi hún mér til staðfestingar kúlurass nokkuð snotran sem minnti helst á bakhluta svartra spretthlaupara.

það má því segja að hún hafi gengist undir svokallaða tilfærsluaðgerð...ekki beinlínis brottnám heldur frekar endurskipulag.

Hún var mjög glöð með árangurinn og sagði að vinnufélagarnir hefðu ekkert fattað og aðeins haft það á orði hvað hún væri i góðu formi og var hún því fegin.

Ég var orðin mjög forvitin að vita út af hverju hún hafði upphaflega heimsótt lækninn og hvaða aðgerð maður mætti eiga von á að fá að sjá í þættinum sem ég ætla sjálfsögðu að horfa á.

Við vorum þegar hér var komið sögu í miðju borðhaldi. Þá sagði hún mér það að hún hefði verið að láta gera upp á sér píkuna. Svo lýsti hún aðgerðinni í grafískum smáatriðum yfir aðalréttinum og var hvergi bangin.

Mér fannst eiginlega merkilegast að henni var slétt sama þó vinnufélagarnir myndu komast á snoðir um að hún hefði farið í svokallaða Vaginal Restoration aðgerð  en vildi ekki fyrir nokkurn mun að fólk kæmist að því að hún hefði látið sjúga fitu úr handakrikunum.

Hún var eiginlega bara hæstánægð með að það yrði heill sjónvarpsþáttur tileinkaður píkunni á henni. Og talaði í löngu máli um það hversu snotur hún væri á sér eftir slippinn. Ég spurði hvort hún væri búin að sofa hjá eftir aðgerðina og játti hún því geislandi glöð.

Ég  held ég ljúki þessu  á hennar eigin orðum sem segja allt sem segja þarf .

"It was great! It was just like the first time!"

Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun vilja missa af þessu óvanalega og upplýsandi borðhaldi.

  

Ég skrifaði pistil um endurreisnarsköp fyrir einhverju síðan sem heitir Móðir, Kona, Meyja og er hægt að finna hann hér til vinstri á blogginu mínu. 

 


Það gerir Útvarp Ólína líka!

Allir starfsmenn Útvarps Ólínu hafa samþykkt að Randver verði ráðinn til starfa á útvarpsstöðinni.

Að því gefnu að hann kæri sig um það. 

Er í bígerð að bjóða honum að sjá um þáttinn  ,,Hvað getum við gert" þar sem talað verður við undirgefna verktaka á persónulegum nótum.


mbl.is Styðja Randver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súkkulaðimús fyrir fólk með minnimáttarkennd!

 IMG_3871

Það hefur löngum verið reynt að telja fólki trú um að það að laga súkkulaðimús sé vandaverk.

Það hef ég fyrir löngu sannað að er rugl og ég hef sannreynt á eigin skinni að hvaða bjáni sem er getur galdrað fram eðalsúkkulaðimús. Ég geri þetta bara eftir hendinni, aldrei í neinum ákveðnum hlutföllum og þetta virðist aldrei klikka:

Gott súkkulaði er auðvitað nauðsynlegt...Valrhona...Lindt...síríus ef ekki vill betur...

ca. 200 grömm brætt í vatnsbaði við vægan hita.

Á meðan er ráð að aðskilja 3-4 egg og stífþeyta eggjarauðurnar. Finna helst einhvern á heimilinu til að gera það og þykjast þurfa að skreppa í símann. þeyta líka saman rauðurnar og slatta af rjóma. 

þegar súkkulaðið er bráðnað er eggjarauðunum blandað saman við. Síðan er stífþeyttum eggjahvítunum varlega slegið saman við súkkulaðið. Að endingu er þeyttum rjóma blandað saman við.

Ef mikill rjómi er notaður verður músin mildari og meira elegant en meira svona ,,trukkabílstjóraleg" ef minni rjómi er notaður og þar með töluvert saðsamari. Hella músinni í expressóbolla eða litlar skálar og eftir klukkutíma er músin til...ef þið eruð að flýta ykkur má henda músinni inn í frysti í hálftíma og taka hana svo út ca.10 mínútum áður en hún er borin fram.

Stundum set ég ber í músina til að gera réttinn ekki alveg eins heilsuspillandi og held því fram að þetta sé antioxiderandi eftirréttur og þar af leiðir meinhollur. Súkkulaði og ber!

Ég hef stungið henni inn í 200gr heitan ofn í ca. 12 mínútur og þá bakast hún í köntunum en er lungamjúk að innan ...upplagt ef gestum er kalt!


Hörpudiskur í hvítu smjöri með ilmandi Kartöflum og Fennelfroðu

Ég eldaði frábæran rétt í gær. Því miður var ég of sein að taka mynd því ég var svo svöng en læt samt uppskriftina koma. Þetta var algerlega truflað þó ég segi sjálf frá, reyndar svo gott að ég klappaði fyrir sjálfri mér stutta stund að máltíð lokinni.

 

Risa Hörpudiskur ca. 3 á mann

Nýjar kartöflur soðnar í litlu vatni svo rétt fljóti yfir, vænni smjörklípu og slatta af ferskum estragongreinum. Gróft sjávarsalt. Þær draga í sig estragonið og verða alveg frábærar.

Hvítt smjör:

2 bollar hvítvín / eða hvítvínsedik og vatn til helminga / og væn lúka af smáttskornum skallottulauk soðið niður við vægan hita ca. 15 mínútur. 1/2 bolli af rjóma bætt út í. Hitinn lækkaður. 100 gr af smjöri bætt út í í smá klípum þar til að allt smjörið er bráðnað saman við grunninn. Sósan er sigtuð og lauknum fleygt frá. Sósan látin standa í pottinum á hlýjum stað eða í heitu vatnsbaði.

Fennelfroða:

1 vænn fennel með rót og öllu skorin smátt. Einn stór hvítur laukur skorinn smátt.

Sett í pott með litlu vatni, smjörklípu og grófu salti og pipar.

soðið í ca. 40 mínútur

vatninu er hellt af og fennelinn og laukurinn sett í tætarann of þeytt þar til að froðan er orðin létt og fjaðrandi.

Hörpudiskurinn er saltaður lítillega og vellt upp úr hveiti. Steiktur stutta stund eða þar til rétt brúnast á sjóðheitri pönnu. Settur inn í 400 gráðu heitan ofn í 3-4 mínútur. Alls ekki lengur.

Hörpudiskurinn er færður upp á disk ásamt kartöflunum. Fennelfroðan borin fram í lítilli skál eða bolla á diskinum og teskeið með. Hvíta smjörinu hellt varlega yfir hörpudiskinn og skreytt með graslauk.

 

 


Til Helgu Línu

ÍSLENSKT VÖGGULJÓÐ Á HÖRPU

Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa,
og Harpa syngur hörpuljóð
á hörpulaufið smáa.

Stundum var í vetur leið
veðrasamt á glugga.
Var ekki eins og væri um skeið
vofa í hverjum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og vorið kemur að hugga.

Eins og hún gaf þér íslenskt blóð,
ungi draumsnillingur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þinn fingur
á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið syngur.

Texti: Halldór Laxness



Ráðning starfsmanna á Útvarpi Ólínu

Í gær stóðu yfir samningaviðræður við Gísla Rúnar Jónsson með hugsanlega aðkomu hans að dagskrárgerð hjá Útvarpi Ólínu. Skemmst er frá því að segja að viðræðurnar voru langar og strangar og stóðu fram á nótt. Um margt var karpað svo sem eins og um aðbúnað starfsfólks, laun og sumarfrí en að endingu sættist Gísli á að þiggja starfið.

Er ljóst að það er mikill fengur fyrir hina ungu útvarpsstöð að fá svo hæfileikaríkan mann til samstarfs.

með kveðju

Útvarpsstýran 


"Auðvitað erum við leiðir yfir þessu. En hvað getum við gert“?

segir Örn Árnason í Fréttablaðinu í dag um óvænta uppsögn Randvers Þorlákssonar starfsbróður hans í Spaugstofunni sem hefur starfað með stuttum hléum síðan 1985.

Örn segir ennfremur:

"Þetta kom okkur óvart og við erum frekar miður okkar yfir þessu,"

Örn heldur áfram: 

"Þórhallur (Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri) vildi breytingar," segir Örn. "Auðvitað erum við ekki sáttir, en hvað eigum við að gera? Við erum fimm verktakar sem erum að vinna fyrir Sjónvarpið og ef dagskrárstjórinn vill breytingar þá verður svo að vera,"

Slík er samstaða þeirra spaugstofumanna eftir ríflega 20 ára samstarf.  Og tilsvar Arnar Árnasonar „En hvað getum við gert“? bergmálar um gervallt landið... 

Hvað getum við gert?...Hvað getum við gert?...Hvað getum við gert?....

 

 


Góðir hlustendur...tilkynning!

IMG_3849Nú fyrir stuttu hóf göngu sína Útvarpsstöðin Ólína.

Mér finnst undirtektir hafa verið með afbrigðum dræmar og kenni því um að fáir viti enn sem komið af þessari óháðu útvarpsstöð frekar en þeirri hugsanlegu orsök að fólki þyki efni stöðvarinnar lélegt.

Sú skýring þykir mér afar ólíkleg því ekkert er svo lélegt að því megi ekki venjast, ef maður leggur sig fram, samanber...og svo mætti lengi telja.

Dagskrá septembermánaðar verður sem hér segir: 

Flutningur útvarpssögunnar Læknaklám. Höfundur: Ólína Þorsteinsdóttur.

Tilfinningaþrungin örlagasaga um starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. 

Lesari: Karl Stefánsson

 

Söguna er hægt að hlýða á í tónlistarspilaranum hér á vinstri hönd sem heitir hér ,,Útvarp Ólína"

Kaflarnir munu birtast eftir hentugleikum. Góðar stundir.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband