"Auðvitað erum við leiðir yfir þessu. En hvað getum við gert“?

segir Örn Árnason í Fréttablaðinu í dag um óvænta uppsögn Randvers Þorlákssonar starfsbróður hans í Spaugstofunni sem hefur starfað með stuttum hléum síðan 1985.

Örn segir ennfremur:

"Þetta kom okkur óvart og við erum frekar miður okkar yfir þessu,"

Örn heldur áfram: 

"Þórhallur (Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri) vildi breytingar," segir Örn. "Auðvitað erum við ekki sáttir, en hvað eigum við að gera? Við erum fimm verktakar sem erum að vinna fyrir Sjónvarpið og ef dagskrárstjórinn vill breytingar þá verður svo að vera,"

Slík er samstaða þeirra spaugstofumanna eftir ríflega 20 ára samstarf.  Og tilsvar Arnar Árnasonar „En hvað getum við gert“? bergmálar um gervallt landið... 

Hvað getum við gert?...Hvað getum við gert?...Hvað getum við gert?....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Furðulegt mál þessi uppsögn  og enn furðulegri "samstaða".

Marta B Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hætt að vera Spaugstofan.........? Bara spyr. Lélegur Örn. Frekar meira svona  eins og  mávur á haug.....altso....öskuhaug.

Halldór Egill Guðnason, 13.9.2007 kl. 19:49

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þeir vildu bara sjálfir losna við Randver! Annars hefðu þeir allir hótað að hætta og þá hefði ekki orðið nein Spaugstofa. Og þá hefði Þórhallur lúffað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.9.2007 kl. 19:52

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Við vitum ekkert um hvernig þetta er allt til komið en mér finnst ákveðinn sjónarsviptir að Randveri. Hann er svo mikill hluti af þessum hópi.

Markús frá Djúpalæk, 13.9.2007 kl. 19:59

5 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Mér finnst nú sennilegast að einhver ástæða sé fyrir þessu sem ekki þyki eiga erindi í fjölmiðla. Mönnum er nú ekki alltaf greiði gerður með því að býsnast yfir hlutum án þess að þekkja málavöxtu.

Hallmundur Kristinsson, 13.9.2007 kl. 20:14

6 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

satt er það Hallmundur....þakka ábendinguna.... ef þetta hefur verið „vamm“ hjá mér samanber...

vinur er sá er til vamms segir ....

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 13.9.2007 kl. 20:25

7 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Nú kom upp í mér rímáráttan:

Vinur er sá er til vamms segir.
Vitur er sá er þegir.
Frakkur er sá er framsegir.
Frægðar oft þröngir vegir.

Hallmundur Kristinsson, 13.9.2007 kl. 20:55

8 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þetta gæti verið mótvægisaðgerð hjá RÚV.

Gísli Ásgeirsson, 13.9.2007 kl. 20:55

9 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Eða kolefnisjöfnun....... nei, bara spaug.

Hallmundur Kristinsson, 13.9.2007 kl. 21:13

10 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

 veskú Hallmundur!


Vinur góður víst þú ert
og viturlega segir:
Varast skaltu hnjóðsorð hvert,
hér eftir þú þegir!


Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 13.9.2007 kl. 21:39

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Spaugstofan verður ekki söm án Randvers. kanski verður hún bara ekkert skemmtileg.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.9.2007 kl. 22:05

12 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ég kem ekki að tómum kofunum.
Kunngert er spursmál göfugt;
hvort það að ríða klofunum
kosti raft -  eða öfugt!

Hallmundur Kristinsson, 13.9.2007 kl. 22:37

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Öfugt!!!

Halldór Egill Guðnason, 13.9.2007 kl. 23:27

14 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hvað er þetta Steina ætlarðu ekki að svara Hallmundi?

María Kristjánsdóttir, 13.9.2007 kl. 23:40

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Enginn þeirra Randver ver,

víst mun grínið kárna.

Hver og einn að baki ber

Bræður Arnar Árna

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2007 kl. 02:57

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kom mér verulega á óvart!... svona prívat og pers.

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 10:55

17 identicon

Getur þetta tengst eitthvað inn í bíl Páls og eða laun hans, þeir verða náttlega að spara eitthvað.. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 12:34

18 Smámynd: Bergur Thorberg

Randver er búinn að vera

við því er ekkert að gera.

Ránfugl er Örninn og étur

álíka mikið og Pétur

Bergur Thorberg, 14.9.2007 kl. 14:02

19 identicon

Þetta er bara typískt íslenskt: Ég redda bara mér og er sama um hina. Hér hugsar hver um sjálfan sig númer eitt og það er aldrei nein samstaða. Fólki er slétt sama um vini sína - ef það bara græðir sjálft, þá verður bara að hafa það þótt einn og einn vinur liggi "í valnum". Þetta svar Arnar var honum til skammar og í einhverju blaðanna svaraði hann spurningu ... og hló.

Anna (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 18:18

20 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

 Jú Maja, nú svara ég Hallmundi.

Þú um yður frá þér til yðar

Að klæmast er karlanna siður
sem kvenfólki finnst heldur miður.
Ef þú ekki hættir
og handsalar sættir
þá hunsa ég framvegis yður.


Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 14.9.2007 kl. 18:21

21 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Hér er mín framrétta sáttarhönd:

Illt er að vera utangátta.
Ætla mér því að leita sátta;
hegðunar vil ég hefja námið
hlusta því mun á læknaklámið!

Hallmundur Kristinsson, 14.9.2007 kl. 19:18

22 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég man ekki hvað ég ætlaði að segja.

Laufey Ólafsdóttir, 14.9.2007 kl. 22:58

23 identicon

Já þetta er orðin frekar þreyttur þáttur hjá þeim félögum.  Er ekki löngu komin tími til að eithvað að þessum yngri grínurum fái að spreyta sig með vikulega þætti í sjónvarpi allra landsmanna.  Má þar nefna nögn einsog sigurjón og Jón Gnarr og Þorstein Guðmundsson grínara.  Það mætti kannski hafa tvo grínþætti í viku og færa þá spaugstofuna yfir á Sunnudagskvöld.   Ég er sammála því að ef rétt reynist að Randver er farinn þá er þetta ekki lengur spaugstofan.

Ég á gamla videospolu með Spaugstofunni þar sem þeir voru að gera grín Leiðtogafundinum á Höfða.  Frekar fyndið að horfa á þetta í dag. 

Arnar (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband