Súkkulaðimús fyrir fólk með minnimáttarkennd!

 IMG_3871

Það hefur löngum verið reynt að telja fólki trú um að það að laga súkkulaðimús sé vandaverk.

Það hef ég fyrir löngu sannað að er rugl og ég hef sannreynt á eigin skinni að hvaða bjáni sem er getur galdrað fram eðalsúkkulaðimús. Ég geri þetta bara eftir hendinni, aldrei í neinum ákveðnum hlutföllum og þetta virðist aldrei klikka:

Gott súkkulaði er auðvitað nauðsynlegt...Valrhona...Lindt...síríus ef ekki vill betur...

ca. 200 grömm brætt í vatnsbaði við vægan hita.

Á meðan er ráð að aðskilja 3-4 egg og stífþeyta eggjarauðurnar. Finna helst einhvern á heimilinu til að gera það og þykjast þurfa að skreppa í símann. þeyta líka saman rauðurnar og slatta af rjóma. 

þegar súkkulaðið er bráðnað er eggjarauðunum blandað saman við. Síðan er stífþeyttum eggjahvítunum varlega slegið saman við súkkulaðið. Að endingu er þeyttum rjóma blandað saman við.

Ef mikill rjómi er notaður verður músin mildari og meira elegant en meira svona ,,trukkabílstjóraleg" ef minni rjómi er notaður og þar með töluvert saðsamari. Hella músinni í expressóbolla eða litlar skálar og eftir klukkutíma er músin til...ef þið eruð að flýta ykkur má henda músinni inn í frysti í hálftíma og taka hana svo út ca.10 mínútum áður en hún er borin fram.

Stundum set ég ber í músina til að gera réttinn ekki alveg eins heilsuspillandi og held því fram að þetta sé antioxiderandi eftirréttur og þar af leiðir meinhollur. Súkkulaði og ber!

Ég hef stungið henni inn í 200gr heitan ofn í ca. 12 mínútur og þá bakast hún í köntunum en er lungamjúk að innan ...upplagt ef gestum er kalt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það endar með að maður verður að fara út að hlaupa eða oftar í sund, það er alveg ljóst

Halldór Egill Guðnason, 18.9.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Dásamleg uppskrift fæ vatn í munninn.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.9.2007 kl. 17:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert snillingur.  Búin að copí/peista þessu sem og hinum uppskriftunum þínum.  Namminamm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2007 kl. 17:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bókmenntir fyrir hinn sveltandi heim. Hér getur maður lesið sig saddann. Eða því sem næst. Kostaði mig ferð í 11/11 að ná í súkkulaði-ukka þig um það næst þegar ég sé þig í smóknum hjá Latabæ.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég VERÐ að redda mér súkkulaði og rjóma núna!!!

Hef ég sagt þér nýlega að ég elska þig?

Ég elska þig.

Farin!

....mun án efa nota frystiaðferðina.  

Laufey Ólafsdóttir, 18.9.2007 kl. 21:53

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

(rukka þig) átti það að vera...súkkulaði-ukka er víst ekki til hér ennþá...smámál var það sem ég keypti.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2007 kl. 21:54

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hélt ég væri búin að gera athugasemd hefur ekki farið inn- nema þú hafir eytt henni. Bjó til risarækjusalatið þitt í kvöld- algjört afbragð. Þessi súkkulaði mús verður þá með sama hraða á borðum á jólunum.

María Kristjánsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Mmmm, ég gerði oft þessa mús hér á árum áður, en þar sem þetta er kólesteról bomba dauðans hef ég ekki gert það lengi....en vá, mun örugglega endurnýja kynnin við þessa mús á jólunum og tyllidögum, namm, takk fyrir mig...

Bjarndís Helena Mitchell, 19.9.2007 kl. 00:48

9 identicon

Á að þeyta rauður sér og hvítur sér?  Er soldið uppvask eftir þetta ævintýri?  Þarf maður að baka músina í ofni....eða er það bara ef gestum er kalt?

Já ég veit að ég get verið mjög treg þegar kemur að svona bakstri.  Þarf að fá þetta allt saman í teskeið.!

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 16:34

10 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

hvítur og rauður sér......má baka eða bara kæla í nokkra tíma í ískáp í stórri skál eða skemmri tíma ef þú setur hana í serveringsskálar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 1.10.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband