Ráðning starfsmanna á Útvarpi Ólínu

Í gær stóðu yfir samningaviðræður við Gísla Rúnar Jónsson með hugsanlega aðkomu hans að dagskrárgerð hjá Útvarpi Ólínu. Skemmst er frá því að segja að viðræðurnar voru langar og strangar og stóðu fram á nótt. Um margt var karpað svo sem eins og um aðbúnað starfsfólks, laun og sumarfrí en að endingu sættist Gísli á að þiggja starfið.

Er ljóst að það er mikill fengur fyrir hina ungu útvarpsstöð að fá svo hæfileikaríkan mann til samstarfs.

með kveðju

Útvarpsstýran 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki nóg með að hann Gísli gangi fram af manni.  Hann gengur mann fram af manni...

Sígildur snillingur hann Gísli þótt Karl Stefánsson sé nú ekki bara Ídol heldur Íkon líka. Þjóðin iðar öll af tilhlökkun, sem væri hún í samþættum hlandspreng án mótvægisaðgerða.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2007 kl. 19:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er þakklátur hlustandi miðað við marga asna hér í bloggheimum.  Tek fegin því sem að mér er rétt, en er voða ánægð með Glanna glæp. Lalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 19:49

3 identicon

Sæki hér með um. Er mjög reynslurík í fjölmiðlum (n).

útvarp Ólína er flott en það vantar innhringingar! 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Einar  Lee

Verð nú að viðurkenna að ég hef ekki hlustað á útvarp Ólínu en lýst vel á að Gísli se kominnn til starfa þar.  Mikill talent þar á ferð og hann er að vinna undir snillingnum heni Steinunni Ó.  Klassisk og góð blanda af talent greinilega á ferð á þessarri stöð og greinilegt að ég þarf að fara að stilla mig inn.

Einar Lee, 15.9.2007 kl. 15:58

5 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Bíddu Erlingur..hvað á ég að gera við Ólaf Ragnar?

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 15.9.2007 kl. 16:21

6 identicon

Útvarpið er snilld, til hamingju :)

voða ljúft að geta hallað aftur augunum og hlustað á undurfagra rödd Stefáns!

kv. HKH

HKH (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 18:43

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ólaf Ragnar í Latabæ! Aðeins að teygja hann til og Glanni má fara að vara sig. Vantar nokkuð hljóðmann á stöðina eða ....?......flautukall.

Halldór Egill Guðnason, 15.9.2007 kl. 22:03

8 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég vildi óska að þetta væri ný sjónvarpsstöð, ég hefi alltaf átt mér þann draum að leika hreingerningakonu með túrban í hagkaupsslopp frá árinu 1962. Ég hefi mjög typiskt útlit.  Ennfremur hefi ég gefið mig fram hjá tildæmis bróður mínum í hans auglýsingamyndir en hann hefur ekki þegið það.  Mér er það með öllu óskiljanlegt, vegna hvers hann hefur ekki þegið það.  En ég mun hlusta á útvarp St.Ó., svo sannarlega.  Það er t.d. mjög sérstakt hversu frelsisstyttan er lík mér þegar ég stend með kústinn, nema ég er öllu minni, og frelsisstyttan eldri en það sér enginn. Að vísu mundi ég að öllum líkindum styðja mig kústinn en það þyrfti ekkert að sjást, eins og Glanni veit, það má redda því.......

Sólveig Hannesdóttir, 16.9.2007 kl. 16:43

9 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Gísli getur talað, ég veit það, því við vorum saman í bakk allann barnaskólann. Hann talaði mikið þá, og hefur ekkert látið á sjá í þeirri kúnst.

í Alvöru talað!

Ólafur Þór Gunnarsson, 16.9.2007 kl. 17:45

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dásamlegt að fá Gísla Rúnar til starfa. Ég hef ekki haft meira gaman af öðrum mönnum og konum. Mun svo um fleiri. Útvarp Ólína er komið til að vera. Mikið býr hann Veigar Margeirsson til guðdómlega tónlist. Er hann úr Keflavík?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband