Hörpudiskur í hvítu smjöri með ilmandi Kartöflum og Fennelfroðu

Ég eldaði frábæran rétt í gær. Því miður var ég of sein að taka mynd því ég var svo svöng en læt samt uppskriftina koma. Þetta var algerlega truflað þó ég segi sjálf frá, reyndar svo gott að ég klappaði fyrir sjálfri mér stutta stund að máltíð lokinni.

 

Risa Hörpudiskur ca. 3 á mann

Nýjar kartöflur soðnar í litlu vatni svo rétt fljóti yfir, vænni smjörklípu og slatta af ferskum estragongreinum. Gróft sjávarsalt. Þær draga í sig estragonið og verða alveg frábærar.

Hvítt smjör:

2 bollar hvítvín / eða hvítvínsedik og vatn til helminga / og væn lúka af smáttskornum skallottulauk soðið niður við vægan hita ca. 15 mínútur. 1/2 bolli af rjóma bætt út í. Hitinn lækkaður. 100 gr af smjöri bætt út í í smá klípum þar til að allt smjörið er bráðnað saman við grunninn. Sósan er sigtuð og lauknum fleygt frá. Sósan látin standa í pottinum á hlýjum stað eða í heitu vatnsbaði.

Fennelfroða:

1 vænn fennel með rót og öllu skorin smátt. Einn stór hvítur laukur skorinn smátt.

Sett í pott með litlu vatni, smjörklípu og grófu salti og pipar.

soðið í ca. 40 mínútur

vatninu er hellt af og fennelinn og laukurinn sett í tætarann of þeytt þar til að froðan er orðin létt og fjaðrandi.

Hörpudiskurinn er saltaður lítillega og vellt upp úr hveiti. Steiktur stutta stund eða þar til rétt brúnast á sjóðheitri pönnu. Settur inn í 400 gráðu heitan ofn í 3-4 mínútur. Alls ekki lengur.

Hörpudiskurinn er færður upp á disk ásamt kartöflunum. Fennelfroðan borin fram í lítilli skál eða bolla á diskinum og teskeið með. Hvíta smjörinu hellt varlega yfir hörpudiskinn og skreytt með graslauk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Auðvitað er verra að hafa ekki mynd af réttinum, en hins vegar finnst mér inngangurinn að uppskriftinni svo myndrænn að ég get ekki stillt mig um pínku ponsu djók:

Útbjó  rétt með léttri lund,
lagði á borð og teygði sig,
át og klappaði stutta stund;
stóð svo upp og hneigði sig!

(Á maður kannski að skrifa pýnku ponzu?)

Hallmundur Kristinsson, 16.9.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

skemmtileg vísa Hallmundur...

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:20

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Slurp, slurp,  maður bara slefar út allan smekkinn eftir þessa lesningu. Búin að kópíera og peista, með þínu góðfúslega leyfi (þú varst bara ekki búin að fá hugskeytið...), og ætla mér að elda við fyrsta tækifæri. Gott hjá þér að klappa fyrir þér, ég geri það hér með líka.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Á senunni,félag

ja hérna steina kleina.. það er greinilegt að þú hefur EKKERT að gera!  maður þarf að fara að drífa sig til usa.. ég er að koma, ó ég er að koma, ég er að koma um loftin blá... treysti á að fá einn eða tvo hörpudiska þegar ég lendi.  er ekki enn byrjaður á kúrnum sem þú sendir mér.  finnst þetta svo hrikalega flókið  sorry, er bara ekki greindari en það..  annars verð ég ekki á svæðinu á næstunni.  er að fara að spila "futbol" í argentínu..  verð kominn aftur um miðjan okt.  xx stor koss, f

ps. utvarp olina er ekkert nema gargandi snilld!  þessi karl stefánsson.. kannast eitthvað við hann..

Á senunni,félag, 16.9.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Estragon, eru það ekki einhverjir hormónar? Svona er maður vitlaus, en þetta verður prófað við fyrsta hentugleika. Klapp fyrir þér. Þetta getur ekki verið annað en gott. 

Halldór Egill Guðnason, 17.9.2007 kl. 00:43

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rétturinn örugglega góður, en held að vísa Hallmundar sé betri!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.9.2007 kl. 10:56

7 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Verður næsta bók ekki bara matreiðslubók?

Nú er Eva að slefa .....

Eva Þorsteinsdóttir, 17.9.2007 kl. 12:22

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hljómar vel !

ég elda nú aldrei, er svo heppinn að maðurinn minn er kokkur sem elskar að elda, líka þegar hann er heima !

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:13

9 identicon

Namm namm namm. Hljómar vel!

Ragga (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 18:43

10 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

mmmmmmmmm, girnó

Bergdís Rósantsdóttir, 17.9.2007 kl. 21:04

11 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Rosalega spennandi, prófa þetta flótlega. kv. sh.

Sólveig Hannesdóttir, 17.9.2007 kl. 21:26

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Gefa út bók. Mataruppskriftir, skreyttar með myndum af undarlegum trjám, þar sem dúfur og kólibrífuglar sveima um loftin blá, eða liggja á hreiðrum, fjarri öllum papparössum.

Halldór Egill Guðnason, 17.9.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband