Færsluflokkur: Bloggar

Hollur matur í Haustlitunum!

haustmáltíð

 Sætar kartöflur, yam, rófur, og golden beets  skornar í litla bita og settar í eldfast form.

Olía , steytt kóríanderfræ, anisfræ, fennelfræ, salt og pipar. Helt yfir og inn í ofn í 50 mín á ca. 180 gráðum.

Lífræn hýðisgrjón soðin eftir leiðbeiningum.

Grísk jógúrtsósa: afhýdd agúrka, rifin niður á rifjárni og safinn kreistur úr henni. Blandað saman við hreina jógúrt, hvítlaukur, salt og pipar að vild.

Baneitrað baunamauk: Kjúklingabaunir lífrænar úr dós. hellið safanum og gyllið þær á pönnu og kryddið með papriku, ofurlítið af cayenne pipar og cumin, salt og svartur pipar. Allt sett í mixer með sítrónusafa og grænni jómfrúarolíu.  


Björn Ingi og Stefán Karl... kennari óskast

Í morgun biðu mín 14 tölvubréf með sendingunni Björn breytist í Glanna. Takk fyrir það öll sömul!

Ég hló mikið þegar ég opnaði fyrsta viðhengið en svo fór það aðeins minnkandi með hverju bréfi, sem er nú kannski skiljanlegt.

Ég hef mikinn áhuga á að læra að morfa/morph myndir...er ekki einhver snillingur hér í bloggheimum sem getur kennt mér það? 


Íslendingar losa meira af gróðurhúsalofttegundum en meðalþjóð í Evrópu!

Margur er knár þótt hann sé smár!

 

Hreint Land!  Fagurt Land! 


mbl.is Íslendingar losa meira af gróðurhúsalofttegundum en meðalþjóð í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Reykvíkingar!

og með nýjan borgarstjóra Dag B. Eggertsson.

Þrjár spurningar: Hvað á að gera við Vilhjálm? Er hægt að enduvinna hann í eitthvað? Hvað?

 


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein friðarsúla nægir Yoko Ono

ekki mér!

mbl.is Ein friðarsúla nægir Yoko Ono
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppskriftirnar komnar...Uppskriftirnar komnar...Stjórnin!!!

Myndavélin brást mér og var batteríslaus og ég vildi einhvernvegin ekki leggja réttina í formalín til að halda þeim sem ásjálegustum...þannig að nú ríður á að nota hugmyndaflugið og láta listræna hæfileika njóta sín við framsetningu réttanna en uppskriftirnar eru hérna....öllum til hægðarauka...

 

Nú er svokölluðu softfruit season að ljúka þ.e. mangó, avacadó, plómur...þannig að síðasta sólargeislann er hægt að kreista út í þessum forrétt 

Dressing: hægt að gera áður 

10 ástríðualdin eða bara úr krukku ca. 5 mts af aldinmauki 

2 mts sherry edik

1 tsk kóríanderfræ steytt úr hnefa eða mortéli 

1 tsk dijon sinnep

salt pipar

ólífuolíu bætt útí þar til dressingin er  hæfilega bragðmikil 

gott grænt salat sett í skál og helmingur dressingar svissuð saman við 

sett á diska

skreytt með mangó og avacadósneiðum og restin að dressingunni slett yfir ávextina.

ég bætti risarækjum við en þær eru í raun ónauðsynlegar...en ef vill og til að gera salatið matarmeira þá má henda rækjum á pönnu í smjör og sítrónu og henda þeim ofaná að lokum...

Aðalrétturinn var Marbella kjúklingur sem ég geri orðið eftir minni . Hann er þó byggður á  uppskrift sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá Hrefnu Haraldsdóttur snilldarkokki til að gæta þess nú að geta heimilda þegar það á við.

Kjúklingabitar á beini eins marga og þarf...ca tvo á kvenmenn... þrjá fyrir karla 

ég er svo pjöttuð að ég tek húðina af hænunni! Mér finnst hann líka marinerast betur. 

 

Kjúllinn settur í eldfast mót. Síðan er eftirfarandi bætt við:

 bolli af grænni ólífuolíu

hellingur af grænum ólífum

hellingur af kapers

hellingur af steinlausum sveskjum

hellingur af hvítlauksrifjum 

lúka af lárviðarlaufum

fullt af þurrkuðu oregano 

salt og pipar 

púðursykur að vild 

Hálf þurr hvítvín og öllu blandað saman og látið marinerast eins lengi og hægt er ...hrært í af og til.

bakað í ofni á 200 í ca 50 mínútur.

Ég hef ekkert með en býð bara upp á kjúklinginn með nóg af ofangreindu meðlæti...enda hver þarf grjón  brauð eða kartöflukítti þegar rétturinn er eins góður og raun ber vitni!!

 

Eftirrétturinn var snilldargóður og mjög einfaldur...hann er tileinkaður Gísla Rúnari sem hefur mikið dálæti á hvítu súkkulaði. Uppskriftina þ.e. efra lagið er hægt að gera í hvaða magni sem er ef hún er gerð í eftirfarandi hlutföllum:

 Botn:....fersk ber eða....grahamkrackers steyttar í mixer og kanel að vild bætt út í. Smá af brædda súkkulaðinu og limesafa stolið til að bleyta upp í kexinu þar til að þetta er botnhæft og þá er kanelkexkruðeríinu komið fyrir í stórri skál eða mörgum litlum og kælt.

1 hluti hvítt súkkulaði brætt í vatnsbaði við vægan hita

1 hluti rjómaostur hreinn

1/2 hluti þeyttur rjómi

rifin limebörkur og limesafi 

Rjómaosturinn er þeyttur og limesafa og smárifnum limebörk bætt út í þar til hæfilegri birtu er náð í ostinn... það þarf svolítið magn af safa og börk! Brædda súkkulaðinu bætt varlega útí og að endingu rjómanum slett saman við. þessu er síðan hellt yfir kælda botninn. Svo er rétturinn kældur í ísskáp í tvo tíma minnst til að osturinn nái að stirna!

þetta má skreyta með sigtuðum kanel.... eða glassereðum limesneiðum ef maður hefur ekkert betra að gera.

þá er þunntskornum limesneiðum velt upp úr bræddum sykri og síðan velt upp úr hvítum og látið stífast á bökunnarpappír...dálítið mikið moj og algjör óþarfi því ferskar sneiðar gera sama gagn og prýðilega fríðar beint af skepnunni.

 

Verði ykkur að góðu 

 


Matarboð á laugardegi!

Ég er að undirbúa matarboð...fyrir starfsfólk útvarps Ólínu og börn barnabörn og maka.

þetta er í raun aðalfundur og verður framtíð Ólínu rædd ítarlega...því nú mun vetrardagskráin fara í loftið innan tíðar... 

 

Forréttur: Mangó avacadosallat með ástríðualdin sósu og ferskum rækjum

Aðalréttur: Galinn Kjúklingur með sveskjum/ólífum/kapers/hvítlauk

Eftirréttur: Æsandi Lime ostakaka á kanelkruðeríi

 

myndir og uppskriftir síðar 


Hvað er þetta?

IMG_3964

Góðan daginn!

IMG_3960

Gott kvöld!

IMG_3942

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband