Færsluflokkur: Bloggar

Meiri útskurður eftir Stefán 32 ára

IMG_4092

Meiri útskurður....eftir Elínu 6ára

IMG_4093

Kalífornískur haukur í golfi!

IMG_4172Í gær fór ég í golf með manninum mínum. Ekki til að spila þó því ég kann ekkert í golfi en maður verður víst að sýna viðleitni ekki satt.

þar hittum við næst elsta kvenkyns golfspilara í bandaríkjunum 96 ára gamla hörkukellu.

Þar var líka á sveimi þessi glæsilegi fugl.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hér er hún Esther 96 ára og næstelsta atvinnumanneskja kvenkyns í golfi í BNA. Sú elsta er 104 ára og vann sér það til frægðar 2005 að  gera holu í höggi. það er sumsé líf eftir fertugt. IMG_4147


Uppskrift af rúgbrauði óskast!

Ég fann einhverja ömurlega uppskrift á netinu sem svo sem er ekki í frásögur færandi en það líktist ekki á nokkurn hátt því dökka seydda rúgbrauði sem maður á að venjast. Því óska ég eftir góðri uppskrift sem klikkar ekki og það sem fyrst því ég var að búa til lifrarkæfu og nú vantar bara brauðið.

Pínlegt Kastljós...

 Er ekki hægt að senda víkingsveitina heim til hans Villa til að leita að minnismiðanum?

Sorglegur er hann fyrrum borgarstjóri. 

 

 


Mona Lisa...pís of keik!

Fjölskyldan skar út í grasker um helgina í góðra vina hópi. Ég ákvað að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og afréð því að endurskapa Monu Lisu. það var létt verk og löðurmannlegt. En best að láta verkin tala. 

IMG_4079

 

 

 

IMG_4094


Læknaklám 10. kapítuli

 

Nú víkur sögunni að afdrifum gangastúlkunnar ungu Beidi-lyng. Í færslunni hér fyrir neðan er hægt að hlýða á lestur sögunnar í flutningi hins frábæra lesara Karls Stefánssonar eða þá að leita eftir kafla 10. í Útvarpi Ólínu hér til vinstri á síðunni.

,,Á vaktinni" 

Beidi-lyng hafði sloppið við illan leik undan Aðalbjörgu deildarstýru og sat nú og kastaði mæðinni á strætisvagnastöðinni. Nýfallinn snjór var yfir öllu og þó vissulega væri fallegt um að litast þá var ekki laust við að hrollur færi um hið viðkvæma austurlandablóm.

Ekkert í þessu framandi umhverfi minnti á heimahaga hennar þar sem lótusblómin spruttu í hverjum haga og á hverjum hól. Og þar sem pandabirnir voru jafn algeng sjón og flækingskettir hér um slóðir.

Hún var örþreytt enda búin að hafa endaskipti á átján einstaklingum á öldrunardeild. Sífelldar háðsglósur og klípur þeirra öldruðu voru þreytandi til lengdar þó Beidi-lyng hefði eðlislægt langlundargeð.

Henni fannst eins og eitthvað innra með henni væri að bresta og hún kastaði sér í götuna og grét sáran. Hvað var hún að gera á þessu hroðalega landi?

Við því var einfalt svar. Hér bjó velgjörðarmaður hennar Benedikt Skúlason gröfubílstjóri. Hann einn skildi hana og þó að þau gætu ekki talað saman á nokkru tungumáli þá virtist táknmál ástarinnar nægja þeim. Með augngotum og handapati tjáðu þau hvort öðru tilfinningar sínar. Í þessu höfðu þau náð mikilli leikni og gátu núorðið komið hvort öðru í skilning um allflesta hluti.

Hvar var Benedikt Skúlason gröfubílstjóri nú þegar hún þurfti mest á honum að halda?

Beidi-lyng lá á grúfu og óskaði þess að jörðin gleypti sig. Snjónum kyngdi niður og huldi nú líkama þessarar smávöxnu gangastúlku utan einn rauðan vettling sem stóð upp úr skaflinum sem hafði myndast utan um hana. Engan hefði getað grunað að þar lægi stúlka frá fjarlægu landi í slíkri örvinglan sem raun bar vitni. Enda ók strætisvagnabílstjórinn framhjá grunlaus um að þar leyndist manneskja sem hafði augnabliki áður ætlað sér að ferðast með vagninum á fullu fargjaldi.

Mikil mildi var því að Svanhvít hafði óvart læst bíllyklana sína inni í litla Subarunum sínum og hafði af þeim sökum ákveðið að taka strætisvagninn heim. Ef Svanhvíti hefði ekki borið að garði þá skal látið ósagt hver örlög Beidi-lyng hefðu getað orðið. Þótt hríðarkófið blekkti sýn þá rak Svanhvít augun í rauða vettlinginn sem stakk verulega í stúf við alhvíta jörðina. Svanhvít var mikil áhugamanneskja um hannyrðir og gat því ekki stillt sig um að seilast eftir prjónlesinu.

Henni brá heldur en ekki í brún þegar í ljós kom smágerð hönd og þekkti Svanhvít strax þar hendi Beidi-lyng því hún bar á vísifingri baug sem hafði lengi vakið athygli Svanhvítar. Hringurinn var með því sniði að þar tókust á fornaldardreki mikilúðlegur og sjaldgæf skjalbökutegund og mynduðu þau nokkurskonar hringekju á fingri Beidi-lyng.

Svanhvít tók til við að grafa ofan af Beidi-lyng því hér gat hver mínúta skipt sköpum. Skaflinn var nú orðinn mannhæðarhár og því þurfti Svanhvít að hafa sig alla við. Hún varð blóðrissa á höndunum en hún lét það ekki aftra sér og ruddi snjónum ofan af samstarfsstúlku sinni. Loks glitti í svart hárið og náfölt andlitið. Þarna lá hún þessi ofurfínlega og ástúðlega stúlka eins og lágmynd og ógerningur að vita hvort hún var lífs eða liðin.

Augu Svanhvítar fylltust af tárum og hún renndi í bað fyrir hana í huganum. En hér gafst enginn tími fyrir dagdrauma og því vatt Svanhvít sér í að blása lífi í Beidi-lyng. Hún lagði þóttafullar varirnar að þunnum bláleitum vörum Beidi-lyng og blés og blés. Eftir þó nokkurn tíma færðist loks roði í kinnar Beidi-lyng og Svanhvít klappaði saman lófunum og hrópaði af gleði.

þetta vakti athygli þó nokkurra vegfarenda sem áttu leið hjá en Svanhvít lét sér fátt um finnast.

Hvað varðaði hana um almenningsálitið þegar mannslíf voru annars vegar?


Útvarp Ólína Læknaklám 10.kapítuli kominn í loftið!

Góðir hlustendur. Njótið vel.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Athyglisvert viðtal við Sigurrós!

það jaðrar nú við landslög að fíla ekki hljómsveitina Sigurrós en ég ætla nú samt að gerast svo djörf að játa það að ég kemst í sjálfsmorðsham þegar ég heyri tónlistina þeirra. Langar að deila með ykkur viðtali við hljómsveitarmeðlimi sem var tekið á dögunum.  sjá link hér að neðan.

 

http://www.npr.org/blogs/bryantpark/2007/10/when_good_interviews_go_bad.html

 


Sannir karlmenn!

Engir taðskegglingar á ferð hér.

 


mbl.is Stálu rakvélarblöðum fyrir 900 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband