Til Helgu Línu

ÍSLENSKT VÖGGULJÓÐ Á HÖRPU

Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð,
roðar kambinn bláa,
og Harpa syngur hörpuljóð
á hörpulaufið smáa.

Stundum var í vetur leið
veðrasamt á glugga.
Var ekki eins og væri um skeið
vofa í hverjum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og vorið kemur að hugga.

Eins og hún gaf þér íslenskt blóð,
ungi draumsnillingur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þinn fingur
á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið syngur.

Texti: Halldór Laxness



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Fallegt.

Bjarndís Helena Mitchell, 16.9.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Söng þetta alltf fyrir dölluna

María Kristjánsdóttir, 16.9.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eitt af þeim ljóðum sem er svo áleitið í sinni einföldu fegurð að það seytlar inn í sálina og sest þar að ómeðvitað.

Hafið þið lesið ljóðið -Sumarnótt á Þingvöllum- eftir Jakob Jóh. Smára?

Sólskinið tindrar hægt um hamra og gjár... 

Árni Gunnarsson, 16.9.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er eitt af eftirlætisljóðum mínum, svo djúphyglislega fallegt...án væmni. Fegurð, fegurð, uhmmmm.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:36

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Og ekki er nú lagið hans Jóns Þórarinssonar við ljóðið síðra....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 17.9.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband