Fastar síður

Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?

Yngri dóttir mín er ástfangin upp fyrir haus. Hún er fimm ára og hefur augastað á miklum flagara sem heitir Christian. Dökkhærður súkkulaðisætur strákur sem er í bekknum hennar. Ástin er þó ekki alveg að fullu endurgoldin því hún er ekki viss um...

Gamalt og gott

Nú styttist óðum í að ég verði léttari. Það eru orð að sönnu því ég minni helst á ofalda kind um þessar mundir. Það er í raun hreint furðulegt að ég skuli halda jafnvægi. Næturnar eru að mestu svefnlausar. Ég sef í sitjandi stellingu, er sífellt...

Breiðgata hinna brostnu drauma

Fyrrum nágrannakona mín bankaði upp á hér seint í gærkveldi. Hún var grátbólgin og átti erfitt með að halda aftur af tárunum sem runnu niður kinnarnar. Mér brá heldur við því ég hef nú ekki haft mikið af henni að segja annað en að spjalla...

Orðuleikur um áramót

Um áramót finnst mörgum gaman að líta um öxl og rifja upp nýliðið ár. Þetta er tilefni í margt spjallið á mannamótum eitthvað fram eftir janúar. Dægrastytting á þeim árstíma sem dagurinn má vart styttri vera. Á orðið dægrastytting kannski...

Dagdraumar

Ég bað dætur mínar, ellefu og fimm ára, fyrir nokkru að skrifa drauma sína og væntingar niður á blað. Sú fimm ára skrifar reyndar ekki mikið enn, finnst hún ekkert hafa við bókstafi að gera. Þannig að við sættumst á að hún skyldi teikna allt það...

Þjóð drepur börn

Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu hinn 9. nóvember sl. var barnaverndarnefnd tilkynnt um fimm hundruð börn á síðasta ári vegna fíkniefnaneyslu, sjálfsvígstilrauna og annarrar sjálfskaðandi hegðunar. Þar af voru þrjátíu og þrjú börn undir tólf...

Ísland gamla Ísland

Það var undurfagurt að fljúga frá Íslandi. Grænland í allri sinni dýrð. Hvít hrikaleg og stórskorin skella í bláu hafinu. Úr sætinu mínu sáust örfá rafmagnsljós innst í stórum firði. Allt og sumt sem benti til þess að þarna byggju...

Óhreinu börnin hennar Evu

Þar sem ég er komin af allra léttasta skeiði og barnshafandi bauðst mér á dögunum að láta hnakkaþykktarmæla barnið sem ég geng með. Vökvinn í hnakkagrófinni er mældur með sónarskoðunartæki og ef hann er óeðlilega mikill bendir það til að...

Fimm ára íslenskur hryðjuverkamaður

Fyrir rétt um fimm árum féllu Tvíburaturnarnir í hryðjuverkaárásunum í New York. Þá um morguninn sat ég í makindum í sjónvarpsholinu heima og var að gefa yngri dóttur minni brjóst þegar ég fékk símtal frá vinkonu minni sem sagði mér að kveikja...

Opal-Tópas-kynslóðin

Ég átti kost á því að fara sem grúpppía til Vestmannaeyja á nýafstaðinni þjóðhátíð. Ég stóðst ekki mátið því að mér var alltaf bannað að fara á útihátíðir þegar ég var barn og hlaut af því nokkurn skaða, því alltaf þegar ég sé myndir af unglingum...

Ísland - Endastöð sem kemur á óvart!

Það hefur reynt á þolrifin í mér að vera bundin við Íslandsstrendur nú um nokkurt skeið. Ósköp sem mér finnst tilveran snautleg í þessu samfélagi sem talar vart um annað en veðrið. Daglega eru viðtöl við fólk um veðrið í blöðum. Ein manngerðin...

Halló Akureyri

Í mannþrönginni sé ég Álftagerðisbróður ganga hjá. Það er ekki um að villast, ég er komin norður. Stoppa í vegasjoppu og kaupi kaffi handa mér og bóndanum. Velgjuvolgt fokdýrt Bragaskólp í pappamáli. Það er ekkert grín að vera ferðalangur á...

Englar alheimsins ...

Ég þurfti að nýta mér þjónustu bráðamóttöku Landspítalans seint um kvöld vegna slæmsku í hálsi. Ég hef einu sinni þurft að fara á slíka móttöku í Suður-Evrópu og þar var allt ósköp svipað og hér, nema að þar völsuðu hænur út og inn um...

Til þeirra sem reykja ...

Ég er hætt að reykja. Og ég skal segja ykkur hvernig ég fór að því og deila með ykkur aðferðinni. Hún er einföld. Ég hætti bara. En ákvörðunin var ekki tekin fyrr en ég var búin að vera í rúmlega 20 ára reykingaráþján. Ég veit ekki hvað varð...

Af vandræðalegum uppákomum

Ég er stundum spurð hvort ég hafi ekki rekist á einhvern frægan hér í Hollywood. Og jú, það kemur fyrir. Ég var við hliðina á Jack Nicholson á rauðu ljósi fyrir stuttu. Hann var að vanda með svört sólgleraugu og virtist við hestaheilsu. Að...

Móðir ... kona ... meyja

Í höfuðborg lýtalækninganna, Los Angeles, njóta nýjar tegundir fegrunaraðgerða sívaxandi vinsælda. Lýtalæknar kunna sannarlega að skapa sér ný sóknarfæri því hvað á að gera þegar búið er að fitusjúga, andlitsstrekkja og

Skóli, kirkja og knattspyrna

Ég horfði í gær á merkilegan þátt frá þeirri frábæru sjónvarpsstöð HBO um skírlífi. Ég er grasekkja þessa dagana og því efnið hugstætt. En þátturinn fjallaði ekki um grasekkjur heldur skírlífi innan kaþólsku kirkjunnar. Og umræðan fjallaði að...

Úti að aka

Ég er að læra á bíl. Á gamals aldri. Nokkuð sem ég hélt að ég myndi komast hjá að gera. Ég var búin að sjá fyrir mér grafskriftina "Hún fór í gegnum lífið á fæti, blessuð sé minning hennar" og þar fyrir neðan skrautritað Umferðarráð. Ég er að læra...

Af furðufuglum og flensu ...

Við lögðum land undir fót fyrir skemmstu og flugum til Kansas City í Missouri. Ég stóð í þeirri meiningu hálfa leiðina að við værum á leið til Minnesota. Landafræði hefur alltaf heldur vafist fyrir mér og ég er reyndar svo áttavillt að ef ég stæði...

Aðventukokkteill

Það er kostulegt að fylgjast með skreytingum nágrannanna í sólskininu. Hér nokkrum húsum neðar eru hjónin búin að alsetja húsið sitt jólaljósum, ekki ósvipað því sem persónan sem leikarinn Chevvy Chase lék með eftirminnilegum hætti í...

Af draugum og drykkfelldum konum

Í októbermánuði fer fram skipulagður undirbúningur fyrir hina svokölluðu Halloween eða Hrekkjavökuhátíð. Það kom mér á óvart hvað fólk hér virðist leggja mikið upp úr þessari heiðnu hátíð sem á uppruna sinn á Írlandi á fimmtu öld fyrir krist....

Morðinginn og heilög Anna

Hér er komið haust. Og býsna ólíkt því hausti sem ég á að venjast. Heitir árstíðabundnir eyðimerkurvindar. Vindurinn sem ber hið virðulega nafn vindur heilagrar Önnu geisar um í Kaliforníu. En það er ekki næðingur sem fylgir henni Önnu...

Svartir íkornar

Íkornarnir í Toronto eru svartir. Ég gerði þessa merkilegu uppgötvun þegar ég gekk út af hótelinu mínu í gærmorgun. Í Los Angeles eru þeir íkornar sem búa í trjánum brúnir. Þetta vakti ekki bara athygli mína því eldri hjón sem voru þarna að...

Walt Disney og uppeldið

Einhverju áður en frumkvöðullinn Walt Disney lagðist í frysti, var hann spurður hvaðan hugmyndin um Disneyland hefði sprottið. Hann svaraði því svo til að honum hefði fundist brýnt að byggja skemmtigarð þar sem börn og foreldrar gætu skemmt...

Af kúlurössum í Kaliforníu...

Við keyrðum ströndina frá Los Angeles upp til San Francisco um daginn. Gríðarleg fegurð hvert sem litið er. Svignandi appelsínutré, vínviður, allt sem ber ávöxt vex hér eins og arfi. Fjallshlíðarnar á hægri hönd og Kyrrahafið á þá vinstri,...

Ef ég væri fiskur

Að fæða í vatni er kostur sem mörgum konum þykir ákjósanlegur. Ætla sumir að það lini þær þjáningar sem því fylgja að eiga barn. Er þá konum boðið í þar til gerðar fæðingarkerlaugar sem jafnvel má fá heimsendar ef pláss og einbeittur vilji er...

Dr. Dan og dópið

Við hlið mér situr kírópraktorinn Dr. Dan með ljóst hár og sterklega andlitsdrætti. Hann er í fótlaga skóm, klæddur í ljósgrænar kakíbuxur og stuttermaskyrtu. Dr. Dan er eins og persóna úr rauðu ástarsögunum og þar gæti honum verið lýst...

Allir þurfa að vinna heimavinnuna sína

Ég gerðist nýverið húsmóðir í Los Angeles. Þar sem ég á litla stúlku á leikskólaaldri var ég búin að hlakka mikið til að geta verið heima hjá henni öllum stundum og sinnt barninu, en hún hefur eins og flest börn verið á leikskóla á Íslandi síðan...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband