Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Hildur Helga Sigurðardóttir

Skotta Schiffer-Moss í Vanity Fair

Það er fín mynd af Skottu (í fanginu á ónefndum "fishing guide") í aprílhefti Vanity Fair (USA). Eins og þú munt sjá er Skottan fögur sem forðum. Þó íhugar hún nú málssókn á hendur höf. þar sem hún er sómakær ískenskur fjárhundur, sem vill ekki láta bendla sig við allar rangfærslurnar, sem þarna koma fyrir. Kveðja, HHS

Hildur Helga Sigurðardóttir, þri. 24. mars 2009

Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk og takk !

Ég var nú alveg hætt að tékka á síðunni þinni, en sé mér til ánægju og yndisauka að spítalarómansinn er kominn aftur. Hamingju minni eru engin takmörk sett ;)

Ragnhildur Sverrisdóttir, fim. 12. júní 2008

Ragnhildur Sverrisdóttir

Blogg?

Ætlar þú að halda áfram að blogga þegar heiðarlegur borgarstjóri er fundinn? Þetta verður lööööööng bið.

Ragnhildur Sverrisdóttir, mið. 9. apr. 2008

Ía Jóhannsdóttir

Páskakveðja héðan frá Prag

Langaði bara til að senda þér páskakveðju héðan frá Stjörnusteini. Njóttu helgarinnar vel meðal fjölskyldu og vina. Kveðja inn í nóttina Ía.

Ía Jóhannsdóttir, fim. 20. mars 2008

Valgerður Halldórsdóttir

Gleðileg jól

og aftur Gleðileg jól

Valgerður Halldórsdóttir, sun. 23. des. 2007

María Kristjánsdóttir

Gleðileg jól

gleðileg jól Steina mín, Stefán og dætur.

María Kristjánsdóttir, sun. 23. des. 2007

Sólveig Hannesdóttir

Leit

Steinunn Ólína!! Vonaandi ertu ekki alveg hætt að skrifa!!!!

Sólveig Hannesdóttir, fös. 14. des. 2007

Jac Norðquist

Rúgbrauðsþakkir !

Takk fyrir frú Steinunn, að auglýsa eftir uppskriftum af Íslensku Rúgbrauði á netinu. Ég er búinn að leita sjálfur og fann eina uppskrift sem ég svo framkvæmdi...eftir 8 klukkutíma bakstur á bak við konuna mína...svona til að koma á óvart, henti ég mistökunum..ekki bara í ruslið, heldur fór alla leið út á endurvinnslustöðina. Nú sé ég að það eru nokkuð fínar uppskriftir hér á síðunni þinni og ætla mér að nappa einni og gera tilraun tvö. Vona að ég geti glatt konuna og fært henni heim sannin um að við karlmenn erum glúrnari í eldhúsinu en hún á von á ! Þakkir enn og aftur Jac G. Norðquist Danmörku

Jac Norðquist, lau. 8. des. 2007

Eva Benjamínsdóttir

Rúgbrauðið

Sæl sætust, ég á rosalega pottþétta uppskrift af rúgbrauði, sem ég hef ekkert leyfi til að gefa, ég ætla að fá leyfi, því uppskriftin er síðan fyrrihluta seinustu aldar. Hafðu samband þegar þú vilt. Kær kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, þri. 27. nóv. 2007

María Kristjánsdóttir

Hvar ertu?

24 daga fjarvistir. Það er dáldið mikið.

María Kristjánsdóttir, lau. 24. nóv. 2007

Gleði og gæfa

Sæl Steinunn, sæll Stefán, komiði sæl:-) Er sjaldan í bloggheimum en stenst stundum ekki að kíkja vestur til San Diego eða Los Angeles og það kallar alltaf fram skakkt bros og stundum skellir karlinn upp úr. Kærar þakkir fyrir gleðina sem okkur er veitt að vestan:-)já og líka þankana....

Hr. Einn Reyðfjörð (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 13. okt. 2007

Minneapolis

Ekki sammála þessu með Minneapolis. Við hjónin eigum góðar minningar þaðan, bæði fallegt umhverfi og af nógu að taka í menningu. T.d. glæsilegt myndlistarsafn og garður WALKER ART CENTER. Sáum mjög góða leiksýningu DAMN YANKEES í Chanhassen Dinner Theaters, eitthvað annað enn LA lágkúran!!! Universal Studios o.fl.

Matthías Matthíasson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 11. sept. 2007

Heppilegt

Heppilegt að ungfrúin var í brúðarkjól þegar að slörið fannst :o) kk, Hanna www.rent.is

Hanna (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. júlí 2007

Vísnavefur

Veit ekki hvort þú hefur heyrt af þessu. Held þessi vefur geti leyst þín vandamál í einhvern tíma. Slóðin er: https://barnavisur.wikispaces.com/ Kveðja, Hallgrímur P. Helgason

Hallgrímur P. Helgason (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. júní 2007

Móðir, kona, sporðdreki:)

Erna

Gat nú ekki annað en kvittað fyrir komuna, flissaði þegar ég sá lýsinguna á júllunum girða ofaní buxurnar og slíkt haha er einmitt núna að kljást við það sama á eina litla stelpu rétt að verða 3 mánaða og það getur sko verið fullt djobb að vera með þau á brjósti::) Kv frá Akureyri...EH

Móðir, kona, sporðdreki:), sun. 17. júní 2007

Fyndin fundur!

Fjandans lukka að finna þig hér og ég hlakka til að kíkja inn og sjá hvað þú ert að glíma við þessa daganna. Kveðja, Þórdís.

Þórdís (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. júní 2007

María Kristjánsdóttir

bloggari

jórunn sigurbergsdóttir

María Kristjánsdóttir, fös. 1. júní 2007

Hvar er myndin?

Við Hrólfur vorum að leita að myndinni af þremur systrum sem þú sagðir að væri á síðunni en fundum ekki þá í miðið heldur bara með elstu og yngstu. Þín Dísa

Dísa Björn (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. maí 2007

Í leit að metsölubók

Elsku Steinunn Ólína Ég er alltaf á höttunum á eftir metsölubókum og sé að það Læknaklámið er efni í stóran bálk sem við munum slá í gegn með á heimsvísu. Hryllilega erótíst. Kær kveðja frá einum á veiðum JPV

Johann Pall Valdimarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. maí 2007

fjarri en nær

Sæl elskan mín, ekki frá því þú hafir færst aðeins nær núna. Sem er gott. Ástarkveðjur á alla! Sólveig Arnars.

Sólveig Arnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. maí 2007

skemmtilegt hjá þér frænka

Alltaf gaman að hafa eitthvað meira að lesa en blessuð blöðin svona snemma á morgnana þegar barnið er súperhresst, en maður sjálfur soldið lengi í gang

Esther Talia (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. maí 2007

María Kristjánsdóttir

til hamingju, hamingju

elsku steinunn ólína, gaman að þú sért komin hingað. ég er nýkomin líka. Innilega til hamingju með litla ljósið. Hlakka til að lesa skrifin þín.Er að fara í leikhús. kær kveðja til ykkar allra Maja

María Kristjánsdóttir, fim. 24. maí 2007

Viðar Eggertsson

til hamingju....

... að gengin inní bloggheima! Það verður gaman að lesa þig... ofaní kjölinn!

Viðar Eggertsson, mán. 21. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband