26.1.2008 | 00:54
Í upphlut !!!!
Fyrsta verk hins óvinsæla borgarstjóra var að kaupa húsdruslur nokkrar við Laugaveg því það er honum mikið hjartans mál að varðveita 19.aldar götumynd Laugavegsins...(hvern fjandann sem það nú þýðir)
Ég legg til að fólki verði óheimilt að ganga um Laugaveginn nema að það sé klætt í upphlut/skautbúning o.s.frv.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
ÚTVARP ÓLÍNA
Nýjustu færslur
- www.thefuriousmindofaserialmom.wordpress.com
- www.thefuriousmindofaserialmom.wordpress.com
- Hvaða leiðtogaefni á íslenska þjóðin?
- Hvaða leiðtogaefni á íslenska þjóðin?
- Áramótaávarp Steinunnar Ólínu
- Skyldulesning! Fyrir alla listamenn þjóðarinnar! og alla aðra...
- Smá viðtal við Stefán Karl !
- Kæru bloggvinir nær og fjær
- Bara Barak!
- Bjarg-úlfarnir sýna tennurnar!
- Súpa sem sameinar!
- Athyglisverð grein um fall íslenskra billjónamæringa í Forbes
- 101 Lággjaldaflugfélag!
- Lærum rússnesku!
- Hvar eru Kóka-kóla skilti Bjarg-Úlfanna nú?
Síður
Tenglar
Svona breytum við heiminum
Íslenskir snillingar í LA
Daglegt brauð
Bloggvinir
- mariakr
- ragnhildur
- evathor
- vilborgv
- kristinast
- margretloa
- manzana
- ellyarmanns
- joninaben
- heidathord
- oskvil
- garun
- eddabjo
- andres
- eggmann
- stebbifr
- hux
- hvala
- siggisig
- gunnarfreyr
- sinfonian
- kjarvald
- leikhusid
- jullibrjans
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arna-rut
- asenunni
- baldurkr
- sjalfstaeduleikhusin
- bergdisr
- kaffi
- bergthora
- beggagudmunds
- birgitta
- birnag
- ilovemydog
- bbking
- bassontheroad
- bjb
- salkaforlag
- bryn-dis
- brandarar
- cakedecoideas
- hugrenningar
- eurovision
- draumasmidjan
- madamhex
- silfrid
- saxi
- einarlee
- elinarnar
- ellasprella
- liso
- skotta1980
- eythora
- fjarki
- fridaeyland
- frunorma
- kransi
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- vglilja
- hugs
- gullihelga
- hallkri
- hallurg
- iador
- heidistrand
- hlf
- skjolid
- hemba
- hildurhelgas
- ringarinn
- irisarna
- jenfo
- skallinn
- prakkarinn
- nonniblogg
- jorunn
- kjarrip
- hjolaferd
- kristleifur
- lauola
- lillagud
- moguleikhusid
- okurland
- poppoli
- alvaran
- olofannajohanns
- pallvil
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- raggipalli
- bullarinn
- hjolina
- sirrycoach
- zigrun
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- smida
- monsdesigns
- reykas
- svala-svala
- garibald
- sveina
- saedis
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- urkir
- valgerdurhalldorsdottir
- ver-mordingjar
- steinibriem
- tothetop
- theld
- thorasig
- thordistinna
- vitinn
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjarndís Helena Mitchell, 26.1.2008 kl. 00:55
Ég fer aldrei um Laugaveginn öðruvísi, gott kontrast við allt krotið
Hólmdís Hjartardóttir, 26.1.2008 kl. 01:06
ooH ég vinn við Laugaveginn og ætti kannski að vera bara í gömlum búningum, í vinnunni Húsið sem ég vinn í er friðað, það er svo ofboðslega gamalt. Frá 18 hundruð og eitthvað, það gæti sennilega hrunið vegna fúa eða gæti brunnið til kaldra kola á fáeinum mínútum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:09
já þessi 2 hús kostuðu litlar 580 milljónir víst og síðan segja sérfræðingar að það muni kosta 500 milljónir að gera kofana upp og koma þeim ísitt upprunalega horf.
sem sagt yfir 1000 milljónir fyrir þessa 2 kofa...mætti ekki verja þessum milljariði í eitthvað þarflegra...bara spyr?
hvað um öll brýnu verkefnin í öldrunarmálum? samgöngumálum? skólamálum og svona mætti lengi telja...spyr sá sem ekki veit!
steiner (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:47
Ég held að það sé bezt að þú verðir sem lengst húsmóðir í L.A. ef þú veist ekki hvað 19. aldar götumynd þýðir.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 02:04
Ágæta Guðrún...hvað á að gera við laugaveg 77...Intrum höllina og svo mætti lengi telja...tyrfa? Bendi þér á að það eru námskeið í þjóðbúningasaum hjá námsflokkunum.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 26.1.2008 kl. 02:14
Bryndís R (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 08:43
Dagur gat ekki tekið ákvörðun í litlu máli sem þessu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2008 kl. 09:20
Fólk sem býr í LA má klárlega ekki hafa skoðun á íslenskum strætum og torgum. Afsakið meðan ég hendi mér fyir björg.
Hvað á að gera við hús verslunarinnar 17? Rífa og byggja torfkofaþyrpingu fyrir öryrkja. F'olk á að búa í stíl við tekjur sínar. Setja upp gamla 19. aldar kamarinn á mótum Klappastígs og Laugavegar og hugmyndirnar eru óteljandi. Ég er farin í framboð fyrir einhverja örvita.
Steinunn Ólína velkomin á bloggið. Ég saknaði þín sárt (ok smá mikið)
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.1.2008 kl. 09:25
Bendi þér og öðrum sem hugsa svipað á þetta. En kannski breytir það engu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 11:10
Já, svo held ég að þú mundir taka þig alveg einstaklega vel út í upphlut. Ég tala nú ekki um í skautbúnigi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.1.2008 kl. 11:12
Steina mín, þér sem fer svo vel skautbúningur!
María Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 12:17
Steinunn þú ættir nú að vera á heimavelli þarna, síðast þegar ég sá þig í Séð og Heyrt þá bjóst þú í svona kofa við Suðurgötuna, eflaust hefur þú verið í upphlut þar innandyra. Og þetta með óvinsældirnar þar ert þú á heimavelli, varst óvinsælasta sjónvarpskona landsinns á sínum tíma og ekki fláðirðu feitann gölt á leiksviðinu.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 13:55
Gaman að Ómar Sigurðs, það ríkur úr eyrunum á honum, annars eru þið leikararnir alltaf til í búninga við öll tækifæri. Ég sé ekki að götumynd laugavegarins sé í molum og hefur verið heillengi, alveg síðan ég man eftir mér og er ég eldri en þú hehe
En ég er hrifin af gömlum húsum því neita ég ekki.
Góða helgi
Fríða Eyland, 26.1.2008 kl. 14:16
Laugavegurinn er þvílíkt samansafn af sýnishornum að það skiptir engu máli hvort þarna verði byggðar "fornminjar" frá landnámsöld, haughúsasamstæða frá 19.öld eða nýtískuleg glerhöll. Laugavegurinn er einhver ljótasta gata norðan Alpafjalla og væri engin eftirsjá þó allt þetta drasl væri rifið á einu bretti. Í guðanna bænum takið hausana uppúr súrmatstrogunum og horfið til framtíðar.
Áhorfandinn (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 16:08
Ég skrifaði á bloggi Stefáns Friðriks Stefánssonar :
"Ég tel að þetta sé hið eina rétta hjá borgarstjórninni. Laugavegurinn í núverandi mynd er ekki að gera sig sem verslunargata. Best væri bara ef borgin ,með kannski fjárveitingu frá ríkinu, keypti upp flestar húseignir á neðanverðum Laugavegi með það í huga að rífa þau hús sem ekki falla inn í þá heildarmynd sem ákveðin yrði, bjóða svo út verkin út frá fyrirfram ákveðnum teikningum.
Held að Laugavegurinn eigi sér ekki viðreisnar von nema með þannig aðgerðum. Laugavegurinn verður aldrei Kringlan 2, best að byggja upp gamaldags götumynd með fjöldan allan af sérverslunum í bland við veitingastaði og kaffihús.
Akureyri er ágætt dæmi um fallega götumynd. Þegar maður ekur Drottningarbraut blasa við gömul og falleg hús í röðum, og trjónir Leikfélag Akureyrar þar hæst (þó er kirkjan alltaf áberandi líka). Alger skyldu ökutúr þegar maður heimsækir Akureyri að mínu áliti :)"
Ívar Jón Arnarson, 26.1.2008 kl. 16:46
Eg er sammala morgum skrifurum her ad ofan ad tad er tilgangslaust ad aetla ad fara ad vardveita eitthverja 19 aldar gotumynd a laugarvegi vegna tess ad tad er allt of seint. Tarna blandast saman margar gerdir af arkitektur og frekar fa hus sem hafa eitthvad fagurfraedilegt honnunargildi.
Tad er stundum eins og islendingar gleymi ad fyrir nokkrum aratugum bjuggum vid i torfkofum og ekkert serstakt held eg ad aetla ad fara ad vardveita tad nema ta bara a einstokum stodum og sofnum en eg held ad tad se agaett ad leifa bara laugarveginum ad troast eins og hann hefur verid ad gera, baeta vid bilastaedum en stjorna ekki uppbyggingu eda breitingu husa med tvi ad kaupa tau upp.
Tad er ekki eins og vid turfum tarna ad vardveita gamla byggingarhefd eins og midbaer i morgum odrum nagrannaborgum vegna tess ad tarna er engin heilstaed byggingarhefd heldur ad mestu leiti samansafn husa borgar sem hefur byggst um mun hradar en flestar adrar nagrannaborgir sem vid berum okkur oft saman vid.
Tad er haegt ad setja serststakar skordur vid leifisveitingar hvad ma byggja og i hvada stil vid laugarveg ef borginni synist svo en fjarmunum er mun betur varid i marga adra hluti en ad kaupa upp halfonyt hus i midbaenum enda a borgin eda rikid flestar af merkari byggingum a tessu svaedi hvort sem er.
Einnig er haegt ad setja fastari skordur um starfsemi sem fram a ad fara vid laugarveg en eg held ad laugarvegur muni aldrei verda meiri verslunargata en hun er nuna. Tad er einfaldlega audveldara ad fara i verslunarkjarna enda er tetta ekkert odruvisi troun heldur en i odrum borgum. Og ekki bera laugarveg saman vid strikid eda adrar storar erlendar verslunargotur, taer eru tekktar semm slikar er tad mynnist engin a ad hann aetli serstaklega ad fara ad versla a laugarvegi sem kemur ad heimsaekja landid;)
Frekar maetti studla betur ad veitingarstada og kaffihusarextri vid laugarveg og reyndar gaman ad sja groskuna sem nu tegar er ordin i teim geira a tessu svaedi ef borid er saman vid fyrir ca 10 arum.
Og tessi nuverandi borgarstjori? Hverjum datt tetta i hug????
Elís Pétur Elísson, 26.1.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.