Fugl dagsins er...

fugldagsinsÍ fréttum hér fyrir skemmstu sagði fréttamaður nokkur að vetri væri formlega lokið. Ekki slæmt.

Því set ég inn þessa fugla sem heimsækja mig dag hvern.

Ef einhver veit hvaða fygli þetta eru þá eru allar upplýsingar vel þegnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

´Hef ekki hugmynd. En ansi er hann líkur skógarþresti nema bara of rauður á höfði og bringu.

María Kristjánsdóttir, 18.1.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hef ekki hugmynd heldur en öfunda ykkur af sumrinu

Hér er snjór

Laufey Ólafsdóttir, 18.1.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hér er allt í kaf í snjó og mikið um dýrðir hjá börnunum en hvað fuglinn varðar,þá er ég ekki viss en myndin er falleg

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.1.2008 kl. 18:54

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vorboðaspyrðilsgnúa. Algeng tegund í bryggjuhverfinu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:34

5 identicon

Þetta er hann Smátækur. Hann er í Framsóknarflokknum og á ekki spjarirnar utan á sig.

Steini Briem (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 02:05

6 identicon

fugl dagsins er ... eini pólitíski flóttamaður íslendinga.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 17:20

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Er þetta rauðbyrstingur? Robin á ensku?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.1.2008 kl. 20:42

8 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Veit ekki nafnið en við getum bara kallað hann Rúnna Rauða  Yndislegt að fá fuglana svona snemma árs

Svala Erlendsdóttir, 22.1.2008 kl. 21:45

9 Smámynd: Fríða Eyland

Þetta er finka sömu ættar og auðnutittlingarnir garðinum mínum.(frændfuglar)

Gleðilegt ár til útlandsins megi gæfan fylgja þér og þínum.

Það væri gott ef þú gætir lýst hljóðunum í þeim, þá væri betra að átta sig nákvæmlega, en þetta er finka enginn rauðbrystingur 

Kveðja  

Fríða Eyland, 23.1.2008 kl. 22:01

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Mér sýnist þetta vera rauðbyrstingur, eða Robin, en ég er ekki sérfræðingur. Til hamingju með vorið, hér snjóar mann inni bara og kemst ekki lönd né leið. Úff, langt síðan að ég hef upplifað svona snjóþungan vetur. Hafið það sem best

Bjarndís Helena Mitchell, 26.1.2008 kl. 00:42

11 identicon

Komdu sæl Steinunn Ólína,

Rakst hérna inn af algjörri tilviljun. Fuglarnir á myndinni sýnist mér vera tveir karlkyns House Finch.  sjá google leit/ images.  Ef þú ert annars að vinna upp áhuga á magnaðar fuglalífinu þarna í kringum þig mæli ég með því að þú verðir þér úti um "The Sibley Guide to Birds" sjá hér: http://cgi.ebay.com/Birding-ornithology-Sibley-Guide-to-Birds-Audubon_W0QQitemZ180210613564QQihZ008QQcategoryZ378QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem

kveðja,

Hrafn

Hrafn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 10:00

12 identicon

(aðrir fuglar sem kæmu til greina eru Purple Finch og Cassin's Finch en karlfuglar þeirra eru ekki rákaðir á bringunni. Karlfuglar House Finch er það hins vegar líkt og þessir fuglar virðast vera) og nei ég er ekki nörd..

Hrafn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 10:19

13 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Hrafn...þarf einmitt að verða mér út um þennan fuglagæd...þó fyrr hefði verið.

takk fyrir ábendinguna 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 29.1.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband