Uppskrift af rúgbrauði óskast!

Ég fann einhverja ömurlega uppskrift á netinu sem svo sem er ekki í frásögur færandi en það líktist ekki á nokkurn hátt því dökka seydda rúgbrauði sem maður á að venjast. Því óska ég eftir góðri uppskrift sem klikkar ekki og það sem fyrst því ég var að búa til lifrarkæfu og nú vantar bara brauðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hmmm. Ég skal bara hringja snöggvast í hann pabba minn og fá hjá honum uppskrift. Bíddu aðeins ;-)

Svala Erlendsdóttir, 19.10.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Pabba Rúgbrauð

300 gr. heilhveiti

250 gr. rúgmjöl

150 gr. hveiti

3 tsk. matarsódi

3 tsk. salt

6 dl. súrmjólk

2 1/2 dl. sýróp

Blandið þurrefnunum vel saman. Hellið súrmjólk og sírópi saman við og hnoðið. Setjið degið í smurt ílát með loki, t.d. meðalstóra mcintosh dós, hafið lokað allan baksturstímann. Bakið á 100-110 °c í 12 kl.st.

Ef degið er sett í lítil/venjuleg brauðform, er álpappír settur ofaná og þarf ekki nema 9 kl.st  

verði ykkur að góðu

Svala Erlendsdóttir, 19.10.2007 kl. 18:21

3 identicon

Rúgbrauð Fjósakonunnar (úr Nóatúnsbæklingi ca'95)

2 kg rúgmjöl
3bollar hveiti
2 1/2 bolli sykur
21 tsk. lyftiduft
3tsk salt
2 1/2 l nýmjólk

Þurrefnum blandað vel saman, síðan er mjólkinni blandað saman við. Uppskriftin passar í 7 mjólkurfernur. Límt fyrir fernurnar með límbandi, bakað við 100°C í 7 klst.  

Auður Herdís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 18:23

4 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

með límbandi???? bráðnar það ekki???...takk fyrir uppskriftirnar...prófa þær báðar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 19.10.2007 kl. 22:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Halló, 21 tsk af lyftidufti, ég er ekki mikill bakari en er þetta ekki fullmikið af hinu góða (lyftidufti)??

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Birgitta

Ég hef gert fyrri uppskriftina og hún er hrikalega góð. Ég notaði reyndar mjólkurfernur (1 1/2 lítra) sem ég lokaði með tréklemmum. Veit nú reyndar ekki hvort slíkst finnst í CA en mcIntosh dollur ku vera nokkuð góðar.

Birgitta, 21.10.2007 kl. 18:41

7 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Hefur prumpstuðull uppskriftanna verið reiknaður?

Gísli Ásgeirsson, 22.10.2007 kl. 22:25

8 identicon

Ég á uppskriftina af ekta rúgbrauði. En ég finn ekki hana þegar þú biður um hana núna á sxtundini. En hún hlýtur að koma í ljós. Ef ég þekki Ameríkana rétt þá ert þú búin að finna rétta smérið fyrir brauðið.

Vinur minn Eyfi (frá Blöndu) biður að heilsa Stefáni.

Kv

Davíð

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 02:16

9 Smámynd: Ibba Sig.

Ég hef bakað eitthvað í líkingu við fyrri uppskriftina. Gerði hana þrefalda, raðaði um 20 mjólkurfernum fullum af deigi í ofninn. Lokaði fernunum með þvottaklemmum.

Fékk þetta geggjaða rúgbrauð í rosa fínum umbúðum sem hægt var að stafla í frystinum.

En þetta var þegar ég var húsmóðir. Núna kaupi ég bara rúgbrauðið í næstu búð.  

Ibba Sig., 29.10.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband