8.10.2007 | 18:33
Uppskriftirnar komnar...Uppskriftirnar komnar...Stjórnin!!!
Myndavélin brást mér og var batteríslaus og ég vildi einhvernvegin ekki leggja réttina í formalín til að halda þeim sem ásjálegustum...þannig að nú ríður á að nota hugmyndaflugið og láta listræna hæfileika njóta sín við framsetningu réttanna en uppskriftirnar eru hérna....öllum til hægðarauka...
Nú er svokölluðu softfruit season að ljúka þ.e. mangó, avacadó, plómur...þannig að síðasta sólargeislann er hægt að kreista út í þessum forrétt
Dressing: hægt að gera áður
10 ástríðualdin eða bara úr krukku ca. 5 mts af aldinmauki
2 mts sherry edik
1 tsk kóríanderfræ steytt úr hnefa eða mortéli
1 tsk dijon sinnep
salt pipar
ólífuolíu bætt útí þar til dressingin er hæfilega bragðmikil
gott grænt salat sett í skál og helmingur dressingar svissuð saman við
sett á diska
skreytt með mangó og avacadósneiðum og restin að dressingunni slett yfir ávextina.
ég bætti risarækjum við en þær eru í raun ónauðsynlegar...en ef vill og til að gera salatið matarmeira þá má henda rækjum á pönnu í smjör og sítrónu og henda þeim ofaná að lokum...
Aðalrétturinn var Marbella kjúklingur sem ég geri orðið eftir minni . Hann er þó byggður á uppskrift sem ég fékk fyrir mörgum árum hjá Hrefnu Haraldsdóttur snilldarkokki til að gæta þess nú að geta heimilda þegar það á við.
Kjúklingabitar á beini eins marga og þarf...ca tvo á kvenmenn... þrjá fyrir karla
ég er svo pjöttuð að ég tek húðina af hænunni! Mér finnst hann líka marinerast betur.
Kjúllinn settur í eldfast mót. Síðan er eftirfarandi bætt við:
bolli af grænni ólífuolíu
hellingur af grænum ólífum
hellingur af kapers
hellingur af steinlausum sveskjum
hellingur af hvítlauksrifjum
lúka af lárviðarlaufum
fullt af þurrkuðu oregano
salt og pipar
púðursykur að vild
Hálf þurr hvítvín og öllu blandað saman og látið marinerast eins lengi og hægt er ...hrært í af og til.
bakað í ofni á 200 í ca 50 mínútur.
Ég hef ekkert með en býð bara upp á kjúklinginn með nóg af ofangreindu meðlæti...enda hver þarf grjón brauð eða kartöflukítti þegar rétturinn er eins góður og raun ber vitni!!
Eftirrétturinn var snilldargóður og mjög einfaldur...hann er tileinkaður Gísla Rúnari sem hefur mikið dálæti á hvítu súkkulaði. Uppskriftina þ.e. efra lagið er hægt að gera í hvaða magni sem er ef hún er gerð í eftirfarandi hlutföllum:
Botn:....fersk ber eða....grahamkrackers steyttar í mixer og kanel að vild bætt út í. Smá af brædda súkkulaðinu og limesafa stolið til að bleyta upp í kexinu þar til að þetta er botnhæft og þá er kanelkexkruðeríinu komið fyrir í stórri skál eða mörgum litlum og kælt.
1 hluti hvítt súkkulaði brætt í vatnsbaði við vægan hita
1 hluti rjómaostur hreinn
1/2 hluti þeyttur rjómi
rifin limebörkur og limesafi
Rjómaosturinn er þeyttur og limesafa og smárifnum limebörk bætt út í þar til hæfilegri birtu er náð í ostinn... það þarf svolítið magn af safa og börk! Brædda súkkulaðinu bætt varlega útí og að endingu rjómanum slett saman við. þessu er síðan hellt yfir kælda botninn. Svo er rétturinn kældur í ísskáp í tvo tíma minnst til að osturinn nái að stirna!
þetta má skreyta með sigtuðum kanel.... eða glassereðum limesneiðum ef maður hefur ekkert betra að gera.
þá er þunntskornum limesneiðum velt upp úr bræddum sykri og síðan velt upp úr hvítum og látið stífast á bökunnarpappír...dálítið mikið moj og algjör óþarfi því ferskar sneiðar gera sama gagn og prýðilega fríðar beint af skepnunni.
Verði ykkur að góðu
Athugasemdir
Og hver nennir að borða þessi ósköp ?
Ég varð södd af lestri uppskrifanna, mæó mæó !!!!
Takk fyrir mig
Fríða Eyland, 8.10.2007 kl. 19:41
Nahammi namm. Hlakka til að prófa þetta.
Bryndís R (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:56
Ég nenni, get og vil. Ég á inni hjá þér matarboð SÓ, mannstu? Muhahaha.
Takk fyrir uppskriftir. Þú ert mikill eðalkokkur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 09:28
Fór í Fjarðarkaup og keypti allt í "Galinn kjúkling" hlakka til að koma heim úr vinnunni á morgun og fá mér aðeins af hvítvíninu....og skella mér í kjúllann.
ps. er hægt að nota dökkt súkkulaði í stað þess hvíta....eða mynda það bara vera til þess að móðga meistarann.?
Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:21
það er örugglega hægt að nota dökkt súkkulaði....sagt án ábyrgðar þó en um að gera að prófa
þú ættir að marinera fyglið bara núna áður en þú ferð að sofa....þá er allt til á morgun
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.