Doktor 90210

Ég hitti sérlega áhugaverða stúlku um daginn. Hún er 37 ára gamall fasteignasali og tveggja barna einstæð móðir. Einhvern veginn barst það í tal að hún yrði gestur í sjónvarpsþætti hérlendis innan tíðar. Ég varð að vonum forvitin og gekk eftir því hvaða þáttur þetta væri. Hún var nú heldur treg til að segja mér frá því en féllst þó á endanum á að segja mér það. Það var þá þátturinn Doktor 90201,
lýtalæknaþátturinn frægi sem skartar helstu stjörnum lýtalækna í Beverly Hills.

Í þeim þætti er fylgst með konum og mönnum sem eru í þann mund að leggjast undir hnífinn vegna ýmissa annmarka sem þeir kunna að finna á útliti sínu. Síðan fáum við að sjá aðgerðirnar í nærmynd og svo að lokum að sjá sjúklingana vakna úr svæfingu og samgleðjast þeim að því búnu með sitt endurnýjaða sjálf.

Stúlkan sagði mér að þegar hún hefði leitað til læknisins hefði hann boðið henni að verða gestur í þættinum og hún fengi í staðinn að sjálfsögðu aðgerðina fría en í ofanálag gæti hún fengið hvaða  viðbótar viðgerð sem hún vildi endurgjaldslaust og að um þær yrði ekki rætt í þættinum frekar en hún vildi.

þegar hér var komið í samtalinu var ég náttúrlega búin að missa heyrn og starði bara á manneskjuna til þess að reyna að koma auga á verksummerkin. Í fljótu bragði var svo sem ekki neitt sem truflaði augað. 

Hún talaði svo lengi um það að henni væri nú ekki sama að allir vissu af þessu, en auðvitað kæmist hún ekkert hjá því að kunningjar hennar myndu vita um aðgerðina sem yrði rætt um í þættinum.

Ég varð að spyrja hana hvað hún hefði látið gera við sig og þá sagðist hún hafa látið sjúga fitu úr, lærum,handakrikum, af bakinu og bringunni og af upphandleggjunum. Fitunni var síðan komið fyrir undir rassvöðvunum og svo sýndi hún mér til staðfestingar kúlurass nokkuð snotran sem minnti helst á bakhluta svartra spretthlaupara.

það má því segja að hún hafi gengist undir svokallaða tilfærsluaðgerð...ekki beinlínis brottnám heldur frekar endurskipulag.

Hún var mjög glöð með árangurinn og sagði að vinnufélagarnir hefðu ekkert fattað og aðeins haft það á orði hvað hún væri i góðu formi og var hún því fegin.

Ég var orðin mjög forvitin að vita út af hverju hún hafði upphaflega heimsótt lækninn og hvaða aðgerð maður mætti eiga von á að fá að sjá í þættinum sem ég ætla sjálfsögðu að horfa á.

Við vorum þegar hér var komið sögu í miðju borðhaldi. Þá sagði hún mér það að hún hefði verið að láta gera upp á sér píkuna. Svo lýsti hún aðgerðinni í grafískum smáatriðum yfir aðalréttinum og var hvergi bangin.

Mér fannst eiginlega merkilegast að henni var slétt sama þó vinnufélagarnir myndu komast á snoðir um að hún hefði farið í svokallaða Vaginal Restoration aðgerð  en vildi ekki fyrir nokkurn mun að fólk kæmist að því að hún hefði látið sjúga fitu úr handakrikunum.

Hún var eiginlega bara hæstánægð með að það yrði heill sjónvarpsþáttur tileinkaður píkunni á henni. Og talaði í löngu máli um það hversu snotur hún væri á sér eftir slippinn. Ég spurði hvort hún væri búin að sofa hjá eftir aðgerðina og játti hún því geislandi glöð.

Ég  held ég ljúki þessu  á hennar eigin orðum sem segja allt sem segja þarf .

"It was great! It was just like the first time!"

Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun vilja missa af þessu óvanalega og upplýsandi borðhaldi.

  

Ég skrifaði pistil um endurreisnarsköp fyrir einhverju síðan sem heitir Móðir, Kona, Meyja og er hægt að finna hann hér til vinstri á blogginu mínu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Vaginal Restoration" ? Ja hérna. Ætli hún 

Halldór Egill Guðnason, 20.9.2007 kl. 17:17

2 Smámynd: Kolgrima

Þú ert að grínast!  

Kolgrima, 20.9.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: halkatla

þetta er bilaður pistill, en algerlega LA

halkatla, 20.9.2007 kl. 18:34

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Afskaplega er ég nú fegin því að vera fullkomin í alla staði.

Laufey Ólafsdóttir, 20.9.2007 kl. 20:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég rakst á þennan þátt um daginn og þá var verið að hvítta svæðið í kringum endaþarm á konu, sem sagt gera svæðið það boðlegt gestum og gangandi.  Það var ákfalega fallegt og hrærandi á að horfa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2007 kl. 21:39

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ja, nú skyldi´ég hlæja ef ég væri ekki samasem dauð. Alveg er þetta óborganlegt og svona eins og Anna Karen segir, algerlega lei (LA). Ég er svo dásamlega hugmyndasnauð, sveitaleg og heimóttaleg að mér kemur á óvart að fólk láti sjúga fitu úr handakrikum og af bringu. Halló, er allt í lagi? Skil upphandleggi, læri og mallakút, en ekki hitt. Og helgasta apparatið, OMG; ég skil bara ekki með nokkru móti hvað þarf að laga þar og af hverju? Er verið að planta trjágöngum þarna, eða lita svæðið eða hvað er eiginlega málið? Það er svoldið kíkk í því að blöskrast svona, eða verða svona blöskraður, ellegar hvað segir maður? Sennilega bara pass.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.9.2007 kl. 22:47

7 identicon

Sæl Steinunn Ólína. Mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt en hef ekki gefið komment fyrr en nú. Ætli eftirfarandi brandari hafi verið skrifaður af vini lýtalæknis fasteignasalans?

Einn vinur minn er lýtalæknir og er að sjálfsögðu bundinn trúnaði við sjúklingana alveg fram á 10da glas.....

Kona kom í viðtal til hans og vildi fá hann til að minnka skapabarmana því þeir voru orðnir stórir og slappir.

En hann mátti alls ekki segja neinum frá þessu . Það var nú minnsta málið, enda væri hann bundinn trúnaði og aðgerðin fer fram.

Þegar konan vaknar eru þrjár rauðar rósir í vasa við rúmið.

Hún reiddist og spurði vininn hvort hún hefði ekki tekið fram að enginn mætti vita?

Jú segir læknirinn en ein rósin er frá mér. Mér fannst þú vera svo dugleg að standa í þessu ein.

Önnur er frá hjúkkunni sem hefur líka gengið í gegn um þetta.

Og þessi síðasta er frá manni uppi á brunadeild

til að þakka þér fyrir nýju eyrun.............

Hjólína (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:13

8 Smámynd: Sigrún

Tek undir með síðasta ræðumanni, hef ekki kvittað fyrir innlit fyrr en nú. En mikið agalega er þetta frábær pistill og algjör snilld þetta komment hér að framan! Ég hló mig máttlausa...takk fyrir eyrun hahahahhhah.

En já ég hef séð þessa umræddu sjónvarpsþætti hér á klakanum gegnum breiðbandið og ég verð að taka undir að stundum er maður í kasti yfir því hvað fólk er að láta gera við sig. Spurning um að vera sáttur við sjálfan sig eins og maður er! Hvernig væri það nú?

Sigrún, 28.9.2007 kl. 14:12

9 identicon

Ha ha ha, bara snilld!

Díta (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband