Aðdáandabréf til Glanna Glæps skrifað með aðstoð þýðingarvélar!

Glanna Glæp berast fjölmörg aðdáendabréf...frá börnum og barnalegum einstaklingum
þetta er með þeim fyndnari.
 
 
hæ stefan minn
 
nafn er sean elri og ég lifandi í England , ég var réttlátur furða ef þú had julieanna rós mauriello's the stúlka þú vinna hvert á lazytown stephanie email heimilisfang.
ef þú gera þú þóknast senda það til mig því im a stór aðdáandi af hennar og ég raunverulega vilja til tala til hana.
ég einnig þunnur þú ert artist á the sýning lazytown. ég vilja útlit áfram til heyrn frá þú
 
frá sean elri
 
( þýða á a þýðing website - origonally skrifa í Englendingar )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

"This is very good program"! Ég þoli ekki svona þýðingarvélar og finnst þær alveg ferlega lélegar og alveg óþolandi að reyna að eiga samskipti við fólk með þeirra hjálp. Það er vægast sagt erfitt að reyna að skilja það sem viðkomandi er að reyna að segja. LOL

Bjarndís Helena Mitchell, 9.9.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Ásgerður

Hahaha,,,það er þó verið að reyna að skrifa á íslensku,,en þú ætti kannski að láta þennan vita að Stefán skilur nú alveg ensku hehe.

Ásgerður , 9.9.2007 kl. 10:35

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

þær stuðla augsjáanlega að miklum skilningi milli manna!

Níundinn kaflinn afbragðs góður - og skemmtilegt að fá kaflann í gegnum eyrun. Salvör Gissurar er að blogga um eitthvað sem hún kallar Wikipedi-prógram mjög áhugavert fyrir tækniáhugasama bloggara.

og vegna skemmtilega kaflans um þrengslin á ganginum :einu sinni fylgdi ég vini mínum á spítala, hann var þar kominn til að láta taka úr sér saum eftir nokkuð stóra aðgerð -það fannst ekki staður á 2. hæð þarsem hann mætti- til að framkvæma saumatöku þeir enduðu upp á fjórðu hæð þarsem læknirinn fann afdrep á klósettinu.

María Kristjánsdóttir, 9.9.2007 kl. 10:48

4 identicon

Þetta er stórkostlegt!

Ragga (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 11:55

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æi krúttlegt samt!!

Huld S. Ringsted, 9.9.2007 kl. 15:33

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm,krúttlegt og vel meint. Ég skrifaði einu sinni bréf til frænku minnar í ameríku og var búinn að bisast og brjótast við það heillengi þar til ég varð endanlega strand og fór til föður míns um ráð.  Þá sagði hann mér að þar sem hún væri systir hans og íslensk, þá væri mér óhætt að skrifa henni á Íslensku.

Ég hef hinsvegar hlustað á háskólamenntað fólk tímunum saman, sem var ekki eins skilmerkilegt og þetta bréf ykkar.  Er jafnvel enn að reyna að fá botn í það sem það var að segja...mörgum árum síðar.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.9.2007 kl. 02:45

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

P.s. Ég myndi setja Júlíönnu í samband við hann hér og nú.  Þetta eru 11 fyrir viðleitni.  Dúx.

Þakka gríðarleg skemmtilega hljóðbók, sem minnir mann á árin fyrir sjónvarp.  Hefði sennilega tæmt göturnar þá.  Hljóðvinnslan er Emmy-kandídat. Óskar?Nóbel? Jafnvel Ópel?

Jón Steinar Ragnarsson, 10.9.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband