5.9.2007 | 17:58
Hér með opna ég ferðaskrifstofu...veriði velkomin!
Familían er nýkomin úr sex daga reisu upp eftir Kalíforníu. Og Santa Ynez dalurinn verður hér eftir draumastaðurinn minn. Dásamlega fallegt.
Ég er að hugsa um að búa til NY og kalíforníuferðir fyrir fullorðna íslendinga. Svona myndi ferðin líta út.
Helgi í New York....leikhús...djass....klikkaður matur...gista í Meatpacking District og borða brunch á Pastis
fljúga til LA.....skoða það helsta...fljótgert.... borða kvöldmat á Nobu Malibu og horfa út á kyrrahafið.
keyra í rólegheitum upp þjóðveg eitt á kyrrahafsströndinni....heimsækja bæinn Ojai...og gista á Ojai Valley Inn and Spa.... spila golf og tjatta við Jennifer Aniston sem er sífellt að jafna sig á einhverju þar.
grandskoða Santa Ynez valley...yfir tuttugu vínbúgarðar á litlu svæði....fullt af klikkuðum veitingastöðum....
fara á matreiðslunámskeið...fara í endalausar vínsmakkanir og láta heila sig inn á milli með allskonar alternative aðferðum.
Skoða Big Sur...Stórkostlega fallegt ....eða eins og ferðahandbókin segir..."leaves visitors grasping for adjectives"
San Fransisco.....Golden Gate....Fishermans wharf.... búðir og búllur.
Ég myndi pína Stefán Karl til að koma með og sjá um kvöldvökurnar....gamanmál...lófalestur....eftirhermur....
Ég verð meira með heimatilbúið og aðlært næringarofbeldi sem og að vera í hróplegri mótsögn við sjálfa mig og stuðla að hóflegri en stöðugri eðalvíndrykkju.
Nú er bara að sjá hvort einhver hefur áhuga.
Og nú þarf að finna á ferðaskrifstofuna nafn.
Nokkrar tillögur eru komnar en þó er enn verið að taka á móti tillögum.
1. Ferðaskrifstofan Vestferðir
2. Ferðaskrifstofan Út um græna grundu, gakktu hjörðin mín
3. Ferðaskrifstofan Landflótti
4. Ferðaskrifstofan Erlendis
5. Ferðaskrifstofan Vorvindar Glaðir
6. Ferðaskrifstofan Vínsýn
Svo auglýsi ég eftir fjársterkum fjárfestum...verða að vera fjársterkir...mættu vera skemmtilegir. Hundar engin fyrirstaða.
Athugasemdir
Já, nú þarf ég að vinna víkíngalottóið með ofurpottinum góða!! Sniðugt.
Bjarndís Helena Mitchell, 5.9.2007 kl. 19:10
sniðugt !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 19:29
Þetta er ein áhugaverðasta ferðalýsing sem ég hef lesið...og ekki er ég þó pakkaferðamanneskja, svona almennt.
Mæti pottþétt
kv.
Anna
ps. ferðaskrifstofan Vorvindar fær mitt atkvæði:).
Anna (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 22:35
"Landflótti" heillar mig mest. Ég myndi stökkva í þann bát
Laufey Ólafsdóttir, 6.9.2007 kl. 01:30
Kem með..... ekki spurning. En þar sem ég á bara grátlega lítið a peningum, var mér að detta í hug hvort þú hafir haft samband við Jón Ásgeir eða Björgúlf yngri?
Heillandi viðskiptatækifæri fyrir þá og Steinunni Ólímu okkar og ekki má gleyma Stefáni, ekki síður skemmtun fyrir okkur hin, sem komumst varla út úr húsi vegna þessara láglaunastarfa.
Allavega mjög góð hugmynd.... Færð örugglega fullt af góðum bissness
Bíð bara eftir að kaupa miða, á temmilegu verði og langar smá til að hitta soninn í Florida
Gangi þér allt sem best Ólína mín
Fishandchips, 6.9.2007 kl. 02:46
Landflótti! Ekki spurning. Segi eins og ein hér að ofan, er lítil pakkaferðamanneskja, en verð að játa að þessi ferð hljómar spennandi
Inga Rós Antoníusdóttir, 6.9.2007 kl. 09:44
Vá, mér finnst ég bara vera stödd þarna með ykkur.
Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 11:31
Hljómar vel hvað sem ferðaskrifstofan myndi heita.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.9.2007 kl. 12:56
Myndir frá þessum dýrðardal???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.9.2007 kl. 13:09
Flott leið þjóðvegur 1, mjög gaman að keyra þetta
Arnbjörn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:36
"Ferðaskrifstofan ÚTI AÐ JAFNA OKKUR EFTIR EITTHVAÐ" hljómar líka vinalega. Fá fjölskyldur með börn ekki afslátt?? Er brilliant hugmynd, Steinunn Ólína.
Sigríður Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 14:05
Vááá... engin spurning.. ég kem! Peningar vaxa á trjánum... Money comes easily and freuqently.. money comes easily and freuqently.. money comes easily and freuqently.. money comes easily and freuqently .. hafa ekki annars allir séð The Secret? En svo langar mig óskaplega til Nepals í flúðasiglingu.. væri ekki hægt að hafa það svo næst?
Björg F (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:57
Ég mæti en ekki ef fjölskyldur með börn fá afslátt. Og mæti kannski á kvöldvökurnar ef þið lofið að syngja ekki María María.
En vínsýn fær mitt atkvæði.
Rósa Harðardóttir, 6.9.2007 kl. 17:15
þetta verða einungis fullorðinsferðir! Myndir eru á leiðinni.
María María...ertu frá þér!
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 6.9.2007 kl. 18:14
Mæli með nr. 2 "Út um græna grundu" mundi jafnvel bæta við það, hafa þetta soldið myndarlegt og þjóðernislegt, sé einhvernveginn fyrir mér myndarlegan. hóp einstaklinga komna yfir miðjan aldur, það er erfitt að gefa þér dæmi um sjúklinga á blogginu....., vona að ekki verði "söngtextamappa", ég vil helst vita það áður.
Sólveig Hannesdóttir, 6.9.2007 kl. 22:32
Ég lofa að það verður engin söngtextamappa og heldur engir leikir....það er fátt sem ég þoli verr en þegar það er verið að pína fullorðið fólk til að leika sér undir þeim forrmerkjum að það sé að,,skemmta sér". Mér finnst reyndar að það eigi að setja viðurlög við því þegar það er verið að pína mann til að syngja rútubílalög ....jafnvel fangelsun
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 7.9.2007 kl. 18:20
Ég mæti með Ibba minn og ómegðina. Er samt ekki hægt að sleppa öllu flandrinu og taka bara þátt í hóflegu víndrykkjunni?
Ferðaskrifstofan Erlendis er algerlega brilljant!
Ibba Sig., 11.9.2007 kl. 10:11
ég er tilbúinn að fórna mér í verkefnið...strax!
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:51
Ertu til í að fórna þér í hvað Axel Jæon...ég er mjög forvitin
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 16.9.2007 kl. 16:55
Jón auðvitað...sorrý
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 16.9.2007 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.