Fréttir af fæðingardeildinni

Sorgardúfan 25 ágúst 2007Ég vaknaði með einhverja ónotatilfinningu. Ég hafði af einhverjum ástæðum áhyggjur af Sorgardúfunni minni sem liggur á eggjum utan við baðherbergisgluggann. Hvað er hún eiginlega búin að liggja á þeim lengi? Hvað er eðlilegur klaktími? Er hún kannski með fúlegg og situr sturluð af sorg á eggjum sem aldrei verða ungar? Ég bað Bríeti mína að fletta Mourning Dove upp á Wikipedia meðan ég hafði endaskipti á yngstu stúlkunni sem fékk nafnið HaleJúlía í dag. Elín miðstúlkan mín syngur nefnilega jafnan halejúlía...halejúlía...sem auðvitað er mjög við hæfi á okkar heimili.

Bríet komst að því að Sorgardúfur liggja á eggjum í um það bil tvær vikur....en nú eru liðnir 17 dagar síðan ég varð hennar vör og vissi hversu ástatt var. 

Við erum eiginlega í rusli mæðgurnar af ótta við að ekki sé allt með felldu.

Elín teiknaði eftirfarandi útskýringarmyndir til að dúfan gæti áttað sig á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig ef allt er eðlilegt. Ég hafði töluvert gagn af þessum útskýringarmyndum sjálf og dreg því þá ályktun að fleiri geti orðið einhvers vísari um klak og vaxtar og þroskaferli fugla.

Klak      vöxtur og þroski


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir hjá stelpunni þinni

Bryndís R (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Reynið fyrir alla muni að halda ró ykkar. Ég gekk 14 daga framyfir á minni fyrstu meðgöngu og fékk tíðar martraðir um úldnaðan frumburð. En svo var ekkert farið að slá í hann eftir allt saman.

Leyfðu okkur samt að fylgjast með... svo nagandi martraðir fari ekki aftur að gera vart við sig 

Aðalheiður Ámundadóttir, 25.8.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Flottar myndir hjá stelpunni. Þetta kemur, eða ekki, en mun örugglega fara eins og það mun fara. Vonandi burstar þú tennurnar í fyrramálið við ungatíst og fulglasöng. 

Bjarndís Helena Mitchell, 25.8.2007 kl. 20:05

4 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

voðalega unga þær seint út þarna... í henni Ameríku en þetta á eftir að vera langt og skemmtilegt tímabil hjá ykkur í fjölskyldunni því dúfuungar eru svo hreiðurkærir og eru því lengur en flestir aðrir fuglar í fæði hjá foreldrum sínum

Þóra Sigurðardóttir, 25.8.2007 kl. 23:30

5 identicon

Haltu ró þinni og andaðu með nefinu.

Eftir því að ég best veit, tekur það þrjár vikur fyrir fugla að unga út eggjunum frá því að þau komu í hreiðrin ! Ég hélt nú að það gengi jafnt yfir alla fugla.

Bestu kveðjur í Ameríkuna.

Æðarbóndi.

Æðarbóndi. (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 03:10

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ en leiðinlegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.8.2007 kl. 13:32

7 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Elín á greinilega framtíðna fyrir sér í náttúrulífsmyndum. Ég vissi t.d. ekki að dúfur væru syndar. Svona er maður nú fáfróður. HaleJúlía! 

Laufey Ólafsdóttir, 30.8.2007 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband