26.7.2007 | 23:21
Draumráðning óskast!
Í nótt var ég á göngu með Önnu Nicole Smith. Í draumnum velti ég því fyrir mér hvernig á því stæði að hún væri lifandi en var samt ekkert að gera veður út af því.
Við gengum saman í döggvotu iðgrænu grasi í íslenskri náttúru sem mér fannst vera einhverstaðar fyrir norðan. Mér fannst þetta vera snemma morguns. Nokkrar kindur voru á beit. Allt mjög friðsælt og fagurt.
Anna var klædd í útivistarfatnað merktur 66° Norður. Ég veitti því sérstaka athygli og mundi þá að hún hafði nýverið tekið að sér að vera andlit fyrirtækisins.
Allt í einu beygir Anna sig niður og slítur upp fjögurra laufa smára og segir: Do you know that these only grow in the northern hemisphere? Og þar með var draumurinn á enda.
Við gengum saman í döggvotu iðgrænu grasi í íslenskri náttúru sem mér fannst vera einhverstaðar fyrir norðan. Mér fannst þetta vera snemma morguns. Nokkrar kindur voru á beit. Allt mjög friðsælt og fagurt.
Anna var klædd í útivistarfatnað merktur 66° Norður. Ég veitti því sérstaka athygli og mundi þá að hún hafði nýverið tekið að sér að vera andlit fyrirtækisins.
Allt í einu beygir Anna sig niður og slítur upp fjögurra laufa smára og segir: Do you know that these only grow in the northern hemisphere? Og þar með var draumurinn á enda.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
ÚTVARP ÓLÍNA
Nýjustu færslur
- www.thefuriousmindofaserialmom.wordpress.com
- www.thefuriousmindofaserialmom.wordpress.com
- Hvaða leiðtogaefni á íslenska þjóðin?
- Hvaða leiðtogaefni á íslenska þjóðin?
- Áramótaávarp Steinunnar Ólínu
- Skyldulesning! Fyrir alla listamenn þjóðarinnar! og alla aðra...
- Smá viðtal við Stefán Karl !
- Kæru bloggvinir nær og fjær
- Bara Barak!
- Bjarg-úlfarnir sýna tennurnar!
- Súpa sem sameinar!
- Athyglisverð grein um fall íslenskra billjónamæringa í Forbes
- 101 Lággjaldaflugfélag!
- Lærum rússnesku!
- Hvar eru Kóka-kóla skilti Bjarg-Úlfanna nú?
Síður
Tenglar
Svona breytum við heiminum
Íslenskir snillingar í LA
Daglegt brauð
Bloggvinir
- mariakr
- ragnhildur
- evathor
- vilborgv
- kristinast
- margretloa
- manzana
- ellyarmanns
- joninaben
- heidathord
- oskvil
- garun
- eddabjo
- andres
- eggmann
- stebbifr
- hux
- hvala
- siggisig
- gunnarfreyr
- sinfonian
- kjarvald
- leikhusid
- jullibrjans
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arna-rut
- asenunni
- baldurkr
- sjalfstaeduleikhusin
- bergdisr
- kaffi
- bergthora
- beggagudmunds
- birgitta
- birnag
- ilovemydog
- bbking
- bassontheroad
- bjb
- salkaforlag
- bryn-dis
- brandarar
- cakedecoideas
- hugrenningar
- eurovision
- draumasmidjan
- madamhex
- silfrid
- saxi
- einarlee
- elinarnar
- ellasprella
- liso
- skotta1980
- eythora
- fjarki
- fridaeyland
- frunorma
- kransi
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- vglilja
- hugs
- gullihelga
- hallkri
- hallurg
- iador
- heidistrand
- hlf
- skjolid
- hemba
- hildurhelgas
- ringarinn
- irisarna
- jenfo
- skallinn
- prakkarinn
- nonniblogg
- jorunn
- kjarrip
- hjolaferd
- kristleifur
- lauola
- lillagud
- moguleikhusid
- okurland
- poppoli
- alvaran
- olofannajohanns
- pallvil
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- raggipalli
- bullarinn
- hjolina
- sirrycoach
- zigrun
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- smida
- monsdesigns
- reykas
- svala-svala
- garibald
- sveina
- saedis
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- urkir
- valgerdurhalldorsdottir
- ver-mordingjar
- steinibriem
- tothetop
- theld
- thorasig
- thordistinna
- vitinn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er ekki góð í þessu. en nú er ég vakandi.
María Kristjánsdóttir, 26.7.2007 kl. 23:24
Þetta er dæmigerður doddludraumur. Þú verður ólétt í útreiðartúr en faðernið er óljóst. Þrír koma til greina: Presturinn, meðhjálparinn og hestasveinninn. Þú færð hjálp að handan við að ala upp barnið og fimm karlar, sem allir vildu Lilju kveðið hafa, greiða meðlagið. Barnið kann að leggja saman tvo og tvo og verður þekktur stærðfræðisnillingur. Framhaldið er augljóst.
Finnur í Fjöru (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:55
Finnur i fjöru...þu ert fyndinn!
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 27.7.2007 kl. 00:43
Ég er á því að Anna blessunin sé að segja að gæfan sé mest hér heima og benda á að þú farir þér hægt í draumasmiðjunni. Klæðnaðurinn bendir til þess að Sigurjón Sighvatsson fái kvikmyndaréttinn að æfisögu hennar.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 01:58
Annars er fer Finnur í fjöru ansi nærri með ráðninguna. Gleymdi náttúrlega að myndin um Önnu verður frumsýnd í Smárabíó...það er augljóst.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 02:00
Í undirmeðvitundinni örlar trúlega á örlítilli heimþrá, Steinunn mín. Þar eru fjögurra laufa smárarnir og þar rætast óskirnar. Að Anna Nicole Smith skuli vera á röltinu með þér er náttúrlega bara til að undirstrika hvað þú ert margslungin og óvenjulega skemmtilegur karakter. Hugsaðu þér ef það hefði verið dulan hún Mia Farrow sem var með þér þarna á enginu. Þetta er draumur sem getur ekki boðað annað en spennandi sveiflur og ævintýr.
Edda Jóhannsdóttir, 27.7.2007 kl. 11:09
Hmmm.. látum okkur nú sjá! Ef ég man rétt þá merkir Anna að það er eitthvað sem þú hefur áhyggjur af og það er verið að segja þér að allt verður í orden. Það er heillamerki þegar dreymandinn er staddur úti í náttúrunni umkringdur dýrum (kindur segja til um mikla fjármuni). Skilaboðin er skýr að mínu mati: Allt fer vel en þú mátt ekki einblína stöðugt á jörðina því þá nærðu ekki að sjá fallega litríka regnbogann sem fylgir þér hvert fótmál. - Góð kveðja til þín og takk fyrir skemmtilegar bloggfærslur.
Ellý Ármannsdóttir, 27.7.2007 kl. 11:19
Amma sagði mér alltaf að þegar ráða á í drauma, þá verður maður að vita nokkur atriði fyrst. T.d. Hvernig leið þér þegar þú vaknaðir. Varstu hissa, fannst þér þetta fyndið, eða varstu kvíðin. Annað sem er mjög mikilvægt! Dreymdi þig í lit? Er eitthvað við landslagið sem þú kannaðist við. Yfirleitt eru það smáatriðin eða samsetningar þeirra sem auðvelda ráðninguna. Ég er búin að senda ömmu drauminn þinn og mun gefa þér nákvæma ráðningu þegar hún er búin að kíkja á hann.
Garún, 27.7.2007 kl. 11:44
Mig dreymir eingöngu i lit...svarthvitir draumar! kannast ekki við það.
Minir draumar eru alltaf itrikir ... eg heyri lika gjarnan tonlist i draumum en þessi var laus vid hana
þegar eg vaknaði var eg að vonum svolitið hissa serilagi yfir navist hinnar latnu Önnu en fannst draumurinn mjög fyndin. Landslagið voru æskustöðvar norður i landi. það er klart mal.
þakka ykkur öllum fyrir aðsendar raðningar ....þetta var bara eitthvað svo furðulegur draumur og skyr...
eg er enn i vandræðum með broddstafina...þeir hverfa af og til.....sennilega poltergeistinn Anna a ferd
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 27.7.2007 kl. 15:45
Þessi draumur merkir að þú verður rík og fræg. Fræg ertu en þú átt eftir að eiga fyrir salti í grautinn. Ég leitaði í heila vinkonu minnar sem kann að ráða drauma. En þetta norður í landi útskýrir málið. Þú átt ekki að selja Höfða!! Eigðannn.....
Ann þessi Níkól er dauð og var alltaf heiladauð en þú ert andstaðan.
Auðvitað dreymir þig í lit elskan mín. Svart hvítir draumar eru fyrir asna. Nóg er af þeim.
jb
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 16:05
Þetta er deginum ljósara
Þetta er fyrir því að Saving Iceland mun fara með 66 mótmælendur norður í land til þess að mótmæla fyrirhuguðu álveri þar. Á leiðinni þangað munu þau keyra niður kind ákveða að grilla hana ofan í hópinn. Til þess að krydda kjötið munu þau týna fjallagrös. Næ ekki alveg að tengja Önnu Nicole Smith við þetta en sennilega fyrir því að hún muni taka við kindinnii við gullna hliðið.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.7.2007 kl. 16:17
Það er fyrir upphefð að dreyma frægt fólk, man það úr gamalli draumaráðningabók!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.7.2007 kl. 16:20
þetta hljómar spennandi ! kannski þýðir þetta eitthvað um hamstur !
Ljós og friður til þín frá mér
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.