Dularfulla Hótelherbergið!

  Við gistum á sveitahóteli s.l. laugardagsnótt. Við komum á hótelið rétt eftir miðnætti og á móti okkur tók heldur svona utan við sig næturvakt. Hún bauð okkur velkomin og rétti okkur lykilinn að herberginu okkar. Herbergi 340. Þegar þangað var komið blasti við okkur heldur sérkennileg sjón. 

IMG_3104_1Á gólfinu lágu rósablöð og leiddu í einhverskonar sveig að rúminu sem var skreytt með blómahjarta á miðri sæng úr lifandi afskornum blómaknúppum.

 

 

 

 

 

 

Við ákváðum að það væri tilvalið kodakmóment.Júlía í brúðkaupsleik

 

 

 

 

 

 

 

Ég er nú svo órómantísk eitthvað að mér fannst þetta nú heldur óþrifalegt og safnaði saman blómaskrautinu og setti í ruslafötuna.

dularfulla brúðarslöriðÞá rak ég augun í brúðarslör sem hafði verið lagt yfir sófann og þá fóru að renna á mig tvær grímur.

 

 

 

 

 

 

Ég ákvað samt að prófa slörið og ræddi við bóndann að þetta væri nú með allra sérkennilegustu hótelum sem við hefðum gist á. Rómantíska Þemað var nú svona alveg á mörkunum fannst okkur.gervibrúður
Það tók síðan steininn úr þegar við rákum augun í miða á náttborðinu sem stóð á Congratulations!

 

 

Ég fór því niður í lobby og utangátta afgreiðslustúlkan spurði hvort ekki væri allt í lagi og ég sagði henni að það væri ekki yfir neinu að kvarta en okkur hefði fundist skreytingarnar svona heldur óvenjulegar en hefðum svo sem ekkert við það að athuga. Lobbykonan fraus og sagði síðan stundarhátt: ,,Room 340? Jesus, do you mind if I move you guys” Ég sagði henni að það væri allt í lagi en þurfti að viðurkenna að ég hefði safnað blómunum saman og hent í ruslið. Þá sagði örvæntingarfulla lobbykonan:
,,No, you did not!. Oh my god! Do you think I can arrange them again?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skítalykt af þessu máli. Ég hefði heimtað endurgreiðslu og háar skaðabætur vegna andlegra hremminga, sem gætu leitt til hjónaskilnaðar og viðvarandi sálarkreppu.

Rósmundur rakari (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hehehehehehe....... ég er að pissa á mig!!!!!!!!

Þú náðir þó nokkrum góðum kodak momentum út úr þessari Honeymoon martröð..... ég hefði gert það sama við blómaruslið!

Eva Þorsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Júlíubarnið er a.m.k. krútt.  Sumir hefðu nú notað tækifærið og tekið brúðkaupsæfingu, að því gefnu að þeir væru ekki þegar gifir.  Þú ert atvinnumannsleg með slörið, svei mér þá!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2007 kl. 20:34

4 identicon

Híhí, ég hefði bara slegið þessu uppí kæruleysi og pantað kampavín..

Maja Solla (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 21:53

5 Smámynd: Garún

Hugsaðu þér ef brúðarhjónin hefðu komið og haldið að þau hefðu fengið Íslensk hjón og barn í brúðkaupsgjöf.  Svona aupair family.   En gaman.

Garún, 24.7.2007 kl. 13:06

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert gullfalleg með slörið, ég hefði líka hent þessu blómarusli.

Marta B Helgadóttir, 6.8.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband