Hollywood Bowl og Keflavík mætti!

10m Vinur okkar og Maestro Veigar Margeirsson bauð okkur í Hollywood Bowl í kvöld.

Cool Britannia! var yfirskrift tónleikanna.

Tónskáldið/ Stjórnandinn/Útsetjarinn/Músíkkantinn Veigar er lítillætið uppmálað og lét sér fátt um finnast að mér fyndist stórmerkilegt að LA Philharmonic væri að spila útsetningar eftir hann. Enda hefur hann oft gert útsetningar fyrir sveitina áður án þess að hafa hátt um það í íslenskum fjölmiðlum.

En tónleikarnir byrjuðu á Bond syrpu...Goldfinger...Diamonds are forever....o.s.frv.

Stjórnandinn Bramwell Tovey var ferlega skemmtilegur og fyndinn,enda Breti, eiginlega skemmtilegri en prógrammið fyrir hlé...spes. Hann þakkaði Ameríkönum meðal annars fyrir að hafa tekið þau David og Viktoríu Beckham að sér, enda breska þjóðin dauðfegin að vera laus við þau skötuhjú að því er virðist. Síðan var syrpa tileinkuð Noel Coward sem var nú svona og svona...kannski ekki alveg minn tebolli.

Eftir hlé byrjuðu tónleikarnir fyrir alvöru og séníið Jamie Cullum kom á svið. Hann er pínu lítill ca. 1.50. Margur er knár þó hann sé smár. Hann alveg hreint ævintýralega sjarmerandi og skemmtilegur listamaður .

imagesHann spilaði útsetningar eftir Veigar og einhverja fleiri sem ég nenni ekki að muna hvað heita. Enda útsetningar Veigars flottastar... sérstaklega á lagi Cullums  "All at Sea" Alveg sérlega fágað og fallegt.

imagesJamie er flottur píanisti, eiginlega alveg frábær og ég var að reyna að fatta alla tónleikana á hvað tónlistin hans minnir mig á ...smá Billy Joel...smá Elton John ...smá Pat Metheny ...smá Elvis Costello...fullt af jasstöktum og svo bara alveg fullt af orginal bragði.

 Án þess að ég sé nokkuð að halla á hlut Veigars var hápunktur tónleikanna flutningur (söngur/ píanó) Jamie Cullum á Cole Porter laginu  "Ive got you under my skin" sem Sinatra gerði frægt....Töfrandi! Og þessi gamla ,,lumma" varð eins og ný í meðförum hans. Vel  gert.

Þegar við gengum út var skilti sem tiltók áhorfendafjölda þetta kvöldið í Hollywood Bowl....8772.....

Veigar hafði á orði: Keflavík Mætti!....ekki fjarri lagi ...þó að undirrituð sé nú ekki með höfðatölu í Keflavík svona á hraðbergi....

p.s

Veigar er Keflvíkingur.

nesti kvöldsins:

Sutter Home Pinot Noir, Sutter Home Gewurztraminer, og Fat Tire bjór.

Pitabrauð fyllt með heimagerðu Hummus, grilluðum paprikkum,rucula, rauðlauk og svörtum ólífum

Snittubrauð með sýrðum/grófu sinnepi/sólþurrkuðum tómötum og avacado/bacon/tómötum.

Íslenskt Síríus súkkulaði...Jarðaber og bláber!





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir að deila upplifuninni.   Rosalega verð ég alltaf svöng þegar þú byrjar að "matlýsa".  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

jebb, sama vandamál hérna... ég verð svöng.

Heiða Þórðar, 22.7.2007 kl. 00:22

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta hefur verið upplifun !

sisius súkkulaði nammi

Alheimsljós til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 13:53

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Skilaðu kveðju til Veigars frá mér.....hann er snillingur

Einar Bragi Bragason., 22.7.2007 kl. 21:23

6 Smámynd: Garún

Áttu uppskrift af einhverjum heilsudrykk sem ég get komið Eddu Bjö á óvart með, er á leiðinni á Bifröst til hennar og vil koma henni á óvart.  Eina sem mig dettur í hug er grasrótarsafi en það er svo fyrirsjáanlegt...

Garún, 22.7.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Kauptu handa henni ekta lakkriste....hja natturuleysingjunum

e-a buðu til shake handa henni ur frosnum berjum t.d bla/ jarðarberjum/bromberjum og hreinni jogurt . það ætti að hressa hana við þo eg hugsi að það se nu sist þorf a þvi!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband