Hitabylgja á Íslandi 2

Hér kemur uppskriftin af Mintulímonaðinu sem margir hafa beðið eftir í ofvæni.

Rífa niður sítrónubörk af 1 sítrónu

Safi úr 4 sítrónum

1 expressóbolli sykur

væn grein af mintu

Sett í pott og soðið niður í semí-sýróp 4-6 mínútur ca.

sigtað í könnu sem er fyllt með klökum að einum þriðja og fyllt með vatni.

skreytt með sítrónusneiðum og mintulaufum.

Skál!

Ég vona að þetta slái á mesta þorstann! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Mikið var að beljan bar..... búin að bíða eftir þessu sárþyrst!

Eva Þorsteinsdóttir, 18.7.2007 kl. 18:45

2 identicon

Mmmm girnó. Hlakka til að prófa.

Bryndís R (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:31

3 identicon

Vá, skál fyrir því... til að kóróna pakkann þá ætla ég að bjóða þér í heimsókn á morgun og þú færð að búa þetta til fyrir mig.

Sigriður Ragna Jónasdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 22:32

4 identicon

Ha ha og í því dró fyrir sólu ! En ég er spá í að bookmarka þessa síðu þína og nýta mér þetta í næstu hitabylgju.

Skál 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband