Barnaþrælkun á Íslandi

 Ástæða er til að óska Breiðavíkursamtökunum til hamingju með daginn

www.breidavikursamtokin.is

hvet alla til að lesa frásagnirnar sem þar eru birtar...

það er heldur ömurlegur vitnisburður um starfsemi hins opinbera í málefnum barna á árum áður...

Hvað verður um íslensk börn í dag þegar  heimilisaðstæður leyfa ekki að þau búi hjá sínum nánustu...veit það einhver?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Arnar

Veit til þess að fólk fær rúmlega 100 000 kr á mánuði fyrir hvert barn sem það tekur að sér. Frændfólk mitt er með 5 einstaklinga í vist hjá sér.

Elín Arnar, 9.7.2007 kl. 22:36

2 identicon

Já, ég veit það. Þau eru samt látin búa heima, þar til foreldrarnir eru örugglega búnir að eyðileggja þau. Þá er þeim komið í fóstur hjá fólki sem hefði kannski getað veitt þeim almennilegt uppeldi ef það hefði fengið tækifæri til þess nógu snemma.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 08:38

3 identicon

þegar heimilisaðstæður leyfa ekki börnunum að búa heima hjá sér lengur fara barnaverndaryfirvöld oftast í málið... ef hægt er þá flytjast börnin til náskildra ættingja sem vilja taka þau að sér en ef það virkar ekki þá fara þau til einhverra fósturforeldra sem þau þekkja ekkert...

ef eitthvað vesen er á börnunum sjálfum þá er náttúrulega til stofnanir fyrir þau eins og t.d. Geldingarlækur.. minnir að það séu um 7-8 svoleiðis heimili á landinu í dag.. mismunandi hversu illa haldin börnin eru hvert þau eru send...

Kv

Anna Guðrún (félagsráðgjafanemi í HÍ)

Anna Gunna (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ég vona og veit að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra gerir það sem í hennar valdi stendur til að fórnarlömb þessara skelfilegu upptökuheimila eigi betra líf héðan af. Hún er jafnan vaskur málsvari minnimáttar.

Aumt þótti mér þegar fyrrv. félagsmálaráðherra Magnús Stefánsson var spurður hvort hann myndi fyrir hönd ríkisins biðjast afsökunar á meðferðinni sem mennirnir sættu í æsku á Breiðavík. Það hefði verið svoooo auðvelt að segja sem svo: "Ef það er einhvers virði fyrir þá sem þarna dvöldu að ég biðjist afsökunar, þá er það mér fyrir hönd ríkisins ekki nema ljúft og skylt og geri það hér með."

Hvað hefði það sakað? Allir vita að núverandi ríkisstjórn átti hvergi hlut að máli en það voru menn á launum hjá ríkinu sem frömdu þessi óhæfuverk á óhörðnuðum piltum og stúlkum. Og ef afsökunarbeiðni gerir eitthvað fyrir mennina, þá finnst mér ekki til of mikils mælst.

En nei, Magnús átti bara týpíska framsóknarlummu í handraðanum: Það er fullur vilji til að skoða það mál innan flokksins og við munum fara vel yfir það og sjá svo til. Á þessa leið var svarið.

Aumkunarvert, ekki satt? 

Sem Íslendingur bið ég þessa blessuðu menn afsökunar á framferði samlanda minna um leið og ég vona að ævin verði þeim sem allra bærilegust það sem eftir er. Það er enn tími til stefnu og vonandi eiga þeir góða daga framundan.

Jón Agnar Ólason, 10.7.2007 kl. 15:58

5 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Já ég held að hún Jóhanna sé alveg hreint fyrirtaks manneskja.

það er ekki logið á framsóknarmenn...alltaf samir við sig....

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 10.7.2007 kl. 18:09

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að minnast á þetta. Breiðavíkur mál mega ekki endurtaka sig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.7.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband