2.7.2007 | 18:31
Maðurinn minn veit ekki að ég á afmæli!
Krabbi: Næstu 24 stundirnar tekurðu ákvarðanir sem verða skrifaðar í stjörnurnar. Ef þú veist ekki hvað gera skal, reyndu þá að hjálpa öðrum með því að hjálpa sjálfum þér.
Svona hljómar stjörnuspáin mín 2.júlí í Morgunblaðinu.
Hafiði einhverjar hugmyndir handa mér? Mér finnst ég nefnilega ekki vera neitt sérlega hjálparþurfi.
Kannski að ég hjálpi sjálfri mér með því að hjálpa Stefáni út með ruslið!
Annars man hann ekki eftir því að ég á afmæli í dag þannig að kannski ætti ég að hjálpa honum við það að rifja upp afmælisdaginn minn. Mér yrði kannski einhver hjálp í því.
Stefán er hinsvegar búin að skeggræða við mig sinn eigin afmælisdag sem er ekki langt undan.
Einnig fengum við símtal þar sem honum var óskað til hamingju með frúna og hann var samt sem áður engu nær.
Annars á þessi stjörnuspá við okkur bæði þannig að þetta er sennilega pattstaða.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
ÚTVARP ÓLÍNA
Nýjustu færslur
- www.thefuriousmindofaserialmom.wordpress.com
- www.thefuriousmindofaserialmom.wordpress.com
- Hvaða leiðtogaefni á íslenska þjóðin?
- Hvaða leiðtogaefni á íslenska þjóðin?
- Áramótaávarp Steinunnar Ólínu
- Skyldulesning! Fyrir alla listamenn þjóðarinnar! og alla aðra...
- Smá viðtal við Stefán Karl !
- Kæru bloggvinir nær og fjær
- Bara Barak!
- Bjarg-úlfarnir sýna tennurnar!
- Súpa sem sameinar!
- Athyglisverð grein um fall íslenskra billjónamæringa í Forbes
- 101 Lággjaldaflugfélag!
- Lærum rússnesku!
- Hvar eru Kóka-kóla skilti Bjarg-Úlfanna nú?
Síður
Tenglar
Svona breytum við heiminum
Íslenskir snillingar í LA
Daglegt brauð
Bloggvinir
- mariakr
- ragnhildur
- evathor
- vilborgv
- kristinast
- margretloa
- manzana
- ellyarmanns
- joninaben
- heidathord
- oskvil
- garun
- eddabjo
- andres
- eggmann
- stebbifr
- hux
- hvala
- siggisig
- gunnarfreyr
- sinfonian
- kjarvald
- leikhusid
- jullibrjans
- alla
- malacai
- almaogfreyja
- kruttina
- arna-rut
- asenunni
- baldurkr
- sjalfstaeduleikhusin
- bergdisr
- kaffi
- bergthora
- beggagudmunds
- birgitta
- birnag
- ilovemydog
- bbking
- bassontheroad
- bjb
- salkaforlag
- bryn-dis
- brandarar
- cakedecoideas
- hugrenningar
- eurovision
- draumasmidjan
- madamhex
- silfrid
- saxi
- einarlee
- elinarnar
- ellasprella
- liso
- skotta1980
- eythora
- fjarki
- fridaeyland
- frunorma
- kransi
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- vglilja
- hugs
- gullihelga
- hallkri
- hallurg
- iador
- heidistrand
- hlf
- skjolid
- hemba
- hildurhelgas
- ringarinn
- irisarna
- jenfo
- skallinn
- prakkarinn
- nonniblogg
- jorunn
- kjarrip
- hjolaferd
- kristleifur
- lauola
- lillagud
- moguleikhusid
- okurland
- poppoli
- alvaran
- olofannajohanns
- pallvil
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- raggipalli
- bullarinn
- hjolina
- sirrycoach
- zigrun
- siggikaiser
- sigurjonsigurdsson
- smida
- monsdesigns
- reykas
- svala-svala
- garibald
- sveina
- saedis
- saethorhelgi
- thelmaasdisar
- urkir
- valgerdurhalldorsdottir
- ver-mordingjar
- steinibriem
- tothetop
- theld
- thorasig
- thordistinna
- vitinn
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á í svona vandræðum með afmælisdaga, þ.e. að muna eftir þeim. Ég man eftir þeim svona 2 dögum áður en þeir bresta á og svo kannski aftur 2 dögum eftir að þeim er lokið. Voða neyðarlegt stundum. Svo fékk ég gsmsíma þarna um árið og setti alla afmælisdaga sem skynsamlegt er að muna eftir (og alla hina líka) í dagbókina með áminningu kl. 12:00 á hádegi. Hefur ekki verið vandamál síðan.
Þú getur kannski hjálpað ykkur hjónum báðum með því að nefna að þú hafir verið að fá þá snilldarhugmynd að setja "vakningar"-herferð í gang á afmælisdaga í dagbókinni í símanum. Það kemur að því hjá þínum ekta að setja inn þinn dag - Uppljómun! Hey það er í dag!
krossgata, 2.7.2007 kl. 18:38
Þú kannski gefur honum síma með afmælisdagaáminningum í afmælisgjöf þegar hann á afmæli? Getur jafnvel verið klók og verið búin að setja þinn afmælisdag inn.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.7.2007 kl. 18:47
Til hamingju með daginn.
Ragga (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 18:48
Áttu afmæli í dag?
Til hamingju!
Eva Þorsteinsdóttir, 2.7.2007 kl. 18:49
Æi það er voða lítið við þessu að gera. Í mínu tilfelli er samt líklega auðveldara að skilja, fyrirgefa og allt það - maðurinn man nefnilega ekki einu sinni eiginn afmælisdag. Júlí er minn afmælismánuður líka en ég gerði mínum ektamaka þann greiða að ég verð sjálf að heiman, í útlöndum næstu vikurnar, sem sagt fram yfir afmælisdag - ein! Sem þýðir ... að hann mun ekki þjást af kvíða þessi elska, vitandi að afmælisdagurinn er að bresta á? ... rétt bráðum? ... á morgun? ... eða ... er hann búinn? (skelfingulostinn kall - [ekki til í emotions])
Til hamingju með afmælið og takk fyrir skemmtilega pistla! Sérstaklega var gaman að lesa um Palm Springs ferðina. Fór þangað á ráðstefnu í júlí, fyrir tíu árum, - mjög nærandi fyrir ALLT sem byrjar á hégóma.. eitthvað, sérstaklega þegar maður gistir á Hyatt Grand Champions í Palm Springs. Pistillinn þinn rifjaði ferðina rækilega upp. Aldrei að vita nema ég bloggi einhvern tímann um þessa ferð
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 19:13
Til hamingju með daginn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.7.2007 kl. 19:52
Til hamingju með daginn!!!
Arna Rut Sveinsdóttir, 2.7.2007 kl. 20:47
Ég er komin á þann aldur að ég er hamingjusöm eins og krúttmoli ef viðkomandi húsband gleymir degi. Man því miður alltaf eftir honum sjálf. Þann 20. jan. sko. Bara svo þið munið það næst. Hm.. elska líka pistlana því SÓ.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 20:56
Innilega til hamingju með daginn!
Hulda Dís (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:10
Innilega til hamingju með daginn !!!
Melanie Rose (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:24
Hamingjuóskir í tilefni dagsins af Álfaskeiðinu!
Og neinei, þetta er ekkert svo dæmigerður Stefán
Kveðja,
Gunni, Hófí og Márus
Gunnar Freyr Steinsson, 2.7.2007 kl. 21:30
Til hamingju.
Georg Eiður Arnarson, 2.7.2007 kl. 23:54
Ég þakka ykkur öllum fyrir afmæliskveðjurnar...þær voru mikil sárabót.
Loksins rann upp fyrir bóndanum ljós og þá kom líka þessi glimrandi afsökun...
Ég hélt að það væri 1.júlí!
....einmitt....smart ha?....þetta er geymt en ekki gleymt!
bestu þakkir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 3.7.2007 kl. 00:01
Steina mín, innilega til hamingju með afmælið í dag. Ég er að nota síðustu mínútur hér fyrir miðnætti til að óska þér til hamingju fyrst þú vildir ekki tala við mig í dag....haha. Vonandi var dagurinn góður. Við förum bara í dinner við tækifæri bara við tvær og þá færðu pakkann sem ég ætlaði að færa þér í dag.
kv. Sirrý og co.
sirrý Jónasar (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 06:44
Til hamingju með afmælin krabbadýrin ykkar.....Ég er víst sjálf svona dýr og tveir synir mínir..ég er 5 en þeir 4 og 7 ...þannig að það er sko alveg yfirdrifið nóg af "skeldýrum" á mínu heimili.... en þessi dýr eru einstaklega tilfinningarík...svona þegar loks er komist inn úr skelinni.. Varð bara að kommenta á þig þar sem þú ert Krabbi eins og ég...
Agný, 4.7.2007 kl. 02:41
Stefán sver sig í karlkynið. Er þetta með að..."ég hélt það væri dagurinn á undan" orðið "out of date" og ekki nothæft lengur? Dugað vel fram að þessu, en blikur á lofti.
Halldór Egill Guðnason, 7.7.2007 kl. 02:32
Já og síðbúnar afmæliskveðjur, hvernig læt ég. Náttúrlega allt of seint að sjálfsögðu, enda bara karl.
Halldór Egill Guðnason, 7.7.2007 kl. 02:34
Ég veit aldrei hvaða dagur er eða hvað klukkan er en man þó oftast afmælisdaga. Síðbúnar afmæliskveðjur til þín elsku Steina .
Laufey Ólafsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.