Ég ætla upp í sveit og ligga ligga lá!

1-ojai Ég er búin að plata Stefán í sveitaferð...ferðinni er heitið í lítið þorp sem heitir Ojai ...borið fram Oh-Hi.

Nokkur þúsund manna bær fullur af gömlum hippum, hílerum, steinanuddurum, grænmetisstöðum,spákerlingum...þangað langar mig að flytja og leiða börnin mín jóðlandi í tröppugangi í fjallshlíðunum. Lítil geitahjörð myndi fylgja okkur við hvert fótmál...

Í Ojai talar fólk víst ekki saman heldur notast aðeins við telepatískt samband því þar eru allir svo andlega sinnaðir. Og fólk nærist eingöngu á því sem fellur til jarðar til að raska ekki andlegri ró ávaxtanna sem vaxa á trjánum. Þar situr fólk undir trjánum og bíður kannski tímunum saman eftir því að trjánum þóknist gefa þeim að borða.

það leggja margir leið sína til Ojai í leit að sjálfum sér.

Ég hef hinsvegar fyrir löngu fundið sjálfa mig og varð við það fyrir töluverðum vonbrigðum þannig að nú leitast ég sífellt við að að finna eitthvað allt annað...eitthvað undarlegt, öðruvísi og framandi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Kannast við það.......

Eva Þorsteinsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fann sjálfa mig, því miður og síðan hef ég ekkert geta leitað.  Dead end street.

Án gamans þá langar mig að fara í þennan bæ.  Geturðu tékkað á því fyrir mig hvort þar sé leyfilegt að reykja þarna í heilagleikanum?  Er svo höll undir hippisma.  Plís sendu info á jennyerhalviti.is

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Góða ferð! Við fáum kannski ferðasögu þegar þið komið til baka?

Vilborg Valgarðsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:26

4 identicon

Má ekki kaupa þennan heilsubæ Steina mín? Við og Björgólfur?  Við gætum boðið upp á einkadans! Er það ekki óþolandi þegar lög lama  listdansinn í sinni fallegustu mynd? Nakin kona og heildingull sem lætur plata sig upp úr skónum. Þær eru nú klókari en svo að taka þetta brölt inn á sig þessar konur. Þær þurfa bara peninga til þess að borga leiguna.

Veit ekki á hvaða vonlausu vegleið þessi þjóð okkar er elskan mín. Annars er ég hætt að blogga en mér líkar illa þegar konum er settur stóllinn fyrir dyrnar eða þá að þær neyðist til þess að dansa í skúmaskotum neðanjarðar í stað þess að dans og draga aur af ösnum á annari hæðinni í húsi við Austurstræti. Þetta er aum póllitík og hvað þá aum kvenréttindi! Ef við viljum dansa fyrir aur, naktar þá vil ég fá leyfi til þess. Takk!

En varðandi þenna heilsustað. I am on!! Kaupum fjandans þorpið Steina. Við Íslendingar erum jú svo lífræn. Allir eiga að vera eins, hugsa eins, r...eins allir eiga að lúta lögmálum álitsgjafa andleysunnar. Án gríns ég er til í að reka þarna stólpípumeðferð nema Vinstri grænir þarna banni stólpípur.

Góða helgi elskan mín.

I love you og takk fyrir dansinn!!! Hér um árið!

þín Jónína, hætt að blogga!!!

Jafnréttið getur ekki snúist um forræðishyggju. Konur geta selt sig vilji þær það! Þær gera það líka ofanjarðar eða neðan., 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 18:28

5 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Jónína mín....hvað ertu ekki hætt að blogga?   Ertu með fráhvarfseinkenni?  


Hvað þorpið varðar þá held ég að það sé ekki til sölu...þarna er nefnilega staðið vörð um það að versla aðeins við smákaupmanninn á horninu. Og hana Daisy sem bakar brauðið í bænum. Þarna fær peningafólk enga fyrirgreiðslu! Það er nefnilega ekki allt falt fyrir peninga til allrar hamingju. 

Hvað dansinn varðar...anytime Jónína mín þú flýgur mér bara yfir á einkaþotunni þinni...mér fer nefnilega fram ekki aftur...í dansinum! 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:41

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þyrfti einhver góð kona að skipuleggja flotta "konuferð" til Ojai, héðan frá litla Fróni.  Fengjum sjálfsagt lélegar undirtektir frá körlum okkar þó við byðum þeim með.  Þeir trúa svo sárafáir á svona "óhefðbundna hluti"!  Eða vilja ekki viðurkenna að þeir trúi á svona eða hafi áhuga.  En er viss um að við fengjum einhvern heilan haug af konum í ferðina, sem myndu fíla það myljandi vel að ganga jóðlandi um fjallshlíðarnar eftir góða heilun og steinanudd.  Þó svo að nokkrar illa lyktandi geitur slægjust með í för.  Hmmmm, eru sæmilegir gististaðir þarna, með nothæfum salernum, eða eru aðeins boðið upp á náttúruvæn, "andleg" tjaldstæði með útikömrum?

Sigríður Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 18:43

7 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Eitt skildi ég ekki Jónína....er hóruhús á himnum?  Nei ég spyr af því að þú talar um það að konur geti selt sig neðanjarðar? Þetta vissi ég ekki ...en þetta gæti auðveldað mörgum tilhugsunina um dauðann!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:45

8 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Ekki spurning...ég skal taka á móti nokkrum kellum í einu og leiða ykkur um bæinn...

fyrst ætla ég nú að skoða þetta mál ofan í kjölinn....segi ykkur allt um þetta síðar! 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:46

9 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Kæra Jenný....grasið er gefins!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 27.6.2007 kl. 18:50

10 identicon

Þú ert kast!

blogg hvað?

Ég tek J'ohönnu Sig með mér í næsta partý!

Þetta fólk....pakk!

Ástin mín ekki missa mjólkina úr brjóstunum! Við getum, ég og Stebbi sogið nægilega fast, eða? 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 19:00

11 identicon

Guð minn góður hvað ég er fegin að vera hætt að blogga. Jóhanna Sig er mín kona og hún er sú eina sem ég nenni að hlusta á. Við kommarnir!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 19:02

12 identicon

Jóhanna Sig er í kvöld að tala um börn sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi og þeim sem eiga ekki neitt. Nú er komi að stuðningi almennings. Jóahanna Sig þú hefur okkur öll.

Steina mín frákvarf..................hvað? Nei en ég er jú svo brilljant! eða? Ég fæ kast. 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 19:04

13 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Datt ég inn á playboy spjallrás.......?????

Eva Þorsteinsdóttir, 27.6.2007 kl. 19:04

14 identicon

Fer á Domo, með Guðfinnu Sig kennara hjá mér tl 20 ára. I loveher too. Hún býr í Dubæ. bæ

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 19:04

15 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Jónína...Ykkar tími mun koma!

Hvað brjóstagjöfina varðar..þá afþakka ég aðstoðina þótt vel sé boðið. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 27.6.2007 kl. 19:07

16 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

það er von þú spyrjir eva mín...

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 27.6.2007 kl. 19:11

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hví gras þegar aðrir hér eru á spítti?

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 19:26

18 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ég skrái mig í reisu til þín um leið og ég fæ nánari upplýsingar um aðstöðuna.  En hvað er að gerast?  Var ekk Jónína STEINHÆTT að blogga?  Fimm færslur á einu og hálfum tíma, og segist EKKI í fráhvarfi!  Hún tapaði mér reyndar eftir kommentið um brjóstagjöfina.  Hef ekki "clue" um restina.  Er sjálfsagt svolítitð treg, hún ég!  Eða "óvart" verslað spítt í staðinn fyrir grænmeti í Hagkaup í kvöldmatinn!

Sigríður Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 19:55

19 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég fann einu sinni sjálfa mig og losna nú ekki við mig. Reyni ákaft að týna mér aftur en það gengur illa. Sýnist næsta skref vera að sættast við sjálfa mig. Það mun reynast erfiðara en fundurinn. Takk fyrir að hughreysta mig í sambandi við að "pissa í vaska". Það hjálpaði heilmikið

Er þessi ágæti staður á þessari plánetu? Er þar nettenging eða var þetta snyrtileg leið til að láta okkur vita að þú ert að fara í bloggfrí?

Ef svo er... þá góða skemmtun Mín biður að heilsa þinni! (Er að tala um gelgjurnar okkar að sjálfsögðu)

Laufey Ólafsdóttir, 27.6.2007 kl. 23:12

20 identicon

Bærinn er spennandi.

Fólk þarf nú að hafa húmor.

Heyrðu annars getur þú athugað hvort að þarna sé stundað Esselen nudd? Ég held að þessi bær sé þekktur fyrir þessa tegund af nuddi. Þú verður að prófa það, það fer að vísu fram í lokuðu rými.

Góða skemmtun og vonandi fer fröken Júlía vel með ykkur þarna og þið getið hvílst!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 03:10

21 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæl Steinunn ég fann svona bæ í mai í Arkansas og heitir hann Plesure nafn með réttu allir að dásama Jesú og lifa meira og minna á eigin handverki og ganga um göturnar í Hippamenningu og kærleika að þetta var hrein unun.Takk fyrir þitt blogg alltaf gaman að lesa af ykkur Stefáni þarna í sælunni.Kv.Úlli

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.6.2007 kl. 09:38

22 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman væri að sjá þennan bæ.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.6.2007 kl. 12:21

23 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Passaðu þig bara að "Afsjálfast" ekki þarna. Ert eflaust bara bara ágæt eins og þú ert. Taktu samt með þér nesti. Það getur tekið tíma að bíða eftir eplunum að ofan og ekki víst að þau lendi akkúrat hjá þér.

Halldór Egill Guðnason, 28.6.2007 kl. 16:47

24 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Svo verðuru bara að taka þig til og sauma föt úr gömlum gardínum...og voila! heildarmyndin er fullkomin

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 28.6.2007 kl. 18:15

25 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæra Steina

Gleðilegt sumar, megir þú eiga fallegasta og besta sumarið !

Ljós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband