Afi Amarettó!

Hér kemur uppskrift af eftirrétt þar sem aðalatriðið er hinn dísæti líkjör Amarettó. Mér finnst líkjörinn reyndar ódrekkandi en hann er frábær til að flikka upp á annars hversdagslegan vanilluís. Eftirrétturinn fékk nafnið ,,Afi Amarettó" eftir að tengdapabbi reyndi að slökkva þorstann í brennandi hita á miðri hraðbraut og teygði sig eftir vatnsflösku í skottinu sem reyndist innihalda líkjörsskrattann.  En tengdapabba finnst eftirrétturinn góður svo nafnið er kannski bara viðeigandi.

 AFI AMARETTÓ 

2 lítrar vanilluís

1 bolli Amarettó

2 mtsk kanill

1 mtsk nutmeg/múskat

1 mtsk mace/ held það sé brúnkökukrydd á íslensku.

Öllu þeytt saman og fryst á nýjan leik. Reyndar gegnfrís ekki ísinn vegna áfengisins en þetta er tilbúið eftir ca. 4 tíma í frysti.

 

Gott að bera fram með flamberuðum banönum. 

p.s

ef ég hef ekki tíma til að hræra og frysta má ná svipuðum árangri með því að flambera banana í smjöri og Amarettó. Skella ís í skál og krydda ríkulega með ofangreindum kryddum. Næstum eins gott! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Amaretto! Þurfti ekki meira. Copy og paste in í word skjal. Takk fyrir mig. Verður prófað við fyrsta tækifæri.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 18:14

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þótti amaretto einu sinni góður- þá fékkst hann ekki á íslandi - svo maður bragðaði hann ekki oft- kemst kannski aftur upp á bragðið svona.

María Kristjánsdóttir, 24.6.2007 kl. 19:59

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Mikið ógeðslega hlýtur það að hafa verið nastý að vera að drepast úr þorsta og gúlpað í sig líkjör í stað vatns....uugh

Vona að kallanginn hafi svo fengið vatnið sitt!

Eva Þorsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Namm namm takk fyrir uppskriftina

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 26.6.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband