Ferskeytlur

 Ég vil þakka þeim sem hafa sent mér ábendingar um það hvað ég gæti sungið fyrir litla stýrið.

Fjölmargar bárust og nú mun sennilega fara fyrir mér eins og hjónum nokkrum sem voru afar iðin að syngja fyrir litla barnið sitt. Munu fyrstu orðin sem það barn mælti hafa verið....Ekki syngja! 

En pabbi minn Þorsteinn Þorsteinsson sendi mér skemmtilega vísu sem hann átti í fórum sínum. það  skal tekið fram að höfundur er ókunnur.

Steinunn heitir kjaftakind,
kvalin af vondum anda.
Ei ég veit í mennskri mynd
meiri grimmdarfjanda.

og ein til...

Margt hefur drottinn misjafnt skapt,
mjög til verka hraður.
Þarna sérðu Þorstein kjaft,
það er ljótur maður.

Þessar ferskeytlur er upplagt að syngja við lagið sem  vísan Fljúga hvítu fiðrildin er sungin við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó kæru hjón í Ameríkunni og til hamingju aftur með fröken Júlíu það fríleiksbarn.. ekkert eins og foreldrarnir. vildi bara láta ykkur vita að ég hef loksins uppgötvað heim bloggsins og get nú  fengið fréttir af ykkur án þess að verða gjaldþrota símleiðis. bloggið mitt er bjork.blog.is. ég væri búin að senda beiðni um að gerast blogg vinur ef ég kynni það.... ég lærði  að skrá mig og skrifa inn í gær.  Það voru ekki til fleiri heilasellur til að læra meira en það á einum degi.... en ég er búin að læra að gera athugasemd JIBBÝ!!! 

ég efast nú um að maður verði mjög duglegur á blogginu í sumarfríinu en ætla að koma sterk inn í haust í leikstjóraeinverunni í Helsinki. En ægilega er huggulegt að geta skroppið í heimsókn til ykkar síðla kvölds og fengið fréttir og kannski einhverntíman eignast ég jafn flotta heimasíðu og húsmóðirin í LA

kær kveðja Björk og Gunni... sem er nú að leistýra söngleik í Rússlandi og glímir við alvarlegt þunglyndi og rússa ofnæmi

björk (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband