Auglýst eftir Barnagælum...

IMG_2839Ég vissi að það væri hætta á ferðum þegar ég stóð sjálfa mig að verki við syngja gömul íslensk auglýsingastef fyrir Fröken Júlíu...

...veistu hvað Ljóminn er ljómandi góður...Ljóminn er betr´en ég hugsaði mér...

Frúin hlær í betri bíl frá Bílasölu Guðfinns ...

Ég var orðin uppiskroppa með barnagælur.

því bið ég bloggara sem kynnu að eiga í fórum sínum skemmtilegar barnagælur að senda mér þær svo ég missi ekki vitið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha kannastvið þetta hvimleiða vandamál að vera farin að tralla auglysingartexta fyrir krílið mitt:) Fór svo að rifja upp gamlar barnavísur sem ég mundi eins og t.d. Fljúga hvítu fiðrildin, Sigga litla systir mín og fleiri góð:) Smelli nokkrum á maili til þín:)

Kv Erna á Akureyrinni:) 

Erna (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:23

2 identicon

http://frontpage.simnet.is/bjarkih/leikskolalog.html

Þessi síða lofar góðu er með nokkuð góð lög:)

Kv Erna H

Erna (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:36

3 identicon

Þetta gæti nýst ykkur mæðgum:  barnung.khi.is/kennari/leikskoli/vogguvisur.doc

Tek það fram að ég þekki ekkert til þeirra sem eiga heiðurinn af þessari samantekt heldur rakst á þetta á einhverju vafri á netinu - svo má finna ýmislegt á heimasíðum hinna fjölmörgu íslensku leikskóla.

Vona að ykkur gangi og syngist vel. 

IMG-ókunnug sem hefur gaman af að líta hérna inn (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 23:03

4 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Alltaf klassískt að syngja Bí  bí og blaka og nota svo lagið við alls konar bull sem manni dettur í hug að barnið hafi gott af að heyra, raula það án orða o.s.frv.

Man eftir einu bulli á heitum degi:

Bí bí og blaka

má ég fá klaka?

Ekki er gott að drepast úr 

þessum fjárans hita.

Og svo framvegis! Gangi þér vel með litlu manneskjuna

Vilborg Valgarðsdóttir, 19.6.2007 kl. 23:04

5 Smámynd: Garún

Ég söng alltaf sama lagið fyrir systkyni mín og þau fengu aldrei leið á því.  Nú er það yngsta um tvítugt og enn er ég beðin stundum um að syngja, ekki afþví ég syng svo vel.  Það lag er 

Það var eitt sinn kona sem gleypti mí, ég skil ekkert í því að gleypa mí, hún deyr kannski af því...það var eitt sinn kona sem gleypti fló mér varð um og ó er hún gleypti fló, hún gleypti fló til að ná í mí, ég skil ekkert í því að gleypa mí, hún deyr kannski af því...      Og svona heldur lagið áfram með kött, geit, hest og ég veit ekki hvað.  Hafðu samband ef þú vilt heyra restina. 

kveðja Garún  

Garún, 19.6.2007 kl. 23:25

6 identicon

Hvað með þulur, eins og"Þumalfingur er mamma, sem er sko vænst og best"... því miður man ég ekki allan textann en það má eflaust gúgla (google-a) hann.

Vísnabókin inniheldur líka fullt af góðum lögum. t.d. "Ég á lítinn skrýtinn skugga", "Heyrðu snöggvast Snati minn" o.s.fr.v. 

Andrea (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 09:41

7 identicon

Sæl Steinunn

Stóðst ekki mátið að svara þessari spurningu þinni. Þegar ég var með stelpurnar mínar í ungbarnasundi þá var lokalagið sem sungið var þar, Dvel ég í draumahöll úr Dýrunum í Hálsaskógi, og það finnst mér afskaplega falleg vögguvísa og mjög róandi. Svo voru sungin hressari lög eins og t.d. litlu andarungarnir og Hjólin á strætó. Læt það fylgja með hér

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,hring, hring, hring,hring, hring, hringHjólin á strætó snúast hring, hring, hring,út um allan bæinn.

Svo breytast erindin og verða Krakkarnir í strætó segja híhíhí, og konurnar í strætó segja bla bla bla og karlarnir segja...(hmmm...man það ekki alveg ) og bílstjórinn í strætó segir uss uss uss. Allavega, þá segi ég bara gangi þér vel með þetta

Bestu kveðjur af klakanum.

Sjöfn.

Sjöfn Elísa Albertsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 11:47

8 Smámynd: Hófí

Márus fékk á sínum tíma að heyra endalaust af Sofðu unga ástin mín, Hjá lygnri móðu, Blástjarnan og Smávinir fagrir - í öllum mögulegum blöndum af sópran / alt / tenór og skiptumst á með raddirnar :0) . 

Svo eru auðvitað stafrófið , daga-og mánaðavísurnar og Hani, krummi, hundur, svín  - það aldrei of snemmt að byrja kennsluna! 

Bið að heilsa í bæinn!

Hófí

Hófí, 20.6.2007 kl. 11:49

9 identicon

DVEL ÉG Í DRAUMAHÖLL

Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.

Lag: Thorbjörn Egner
Texti: Kristján frá Djúpalæk

Erna (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:43

10 identicon

Þau lög og vísur sem ég söngla aðallega fyrir mína litlu og þá helst þegar hún fer að sofa (veit að vísu ekki alla titlanna þannig að ég læt duga fyrsta línan) eru:

Hann Ari er lítill
Bíum bíum bamba ló
Bí bí og blaka
Fann ég á fjalli fallega steina
Ó hve létt er þitt skóhljóð (ekki beint barnagæla en hljómar vel)
Afi minn og amma mín (Sigga litla systir mín og öll þessi)
Sofðu unga ástin mín
Ég á litla mús, hún heitir Heiða
Þytur í laufi bálið brennur
Það búa litlir álfar í björtum dal

Man ekki fleiri í bili...vonandi færðu einhverjar hugmyndir

Ingunn (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 13:48

11 identicon

Sæl Steina mín og til hamingju með Fröken Júlíu. Fagurt barn eins og hún á ættir til.

Þegar ég var búin að syngja Ljósið kemur langt og mjótt og Ofan gefur snjó á snjó og Bí bí og blaka og Sofðu unga ástin mín og Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey og og og og og … fyrir dóttur mína og hún strækaði á að sofna þá söng ég:

Sofðu nú svínið þitt,

svartur í augum.

Farðu í fúlan pytt,

fullan af draugum.

Þá sofnaði hún umsvifalaust og var fegurri og sælli á svip en nokkru sinni.

Nú á hún ungan og íðilfagran dreng, tæpra fjögurra mánaða, og ég er farin að nota sömu tækni á hann og hún snarvirkar þar líka ;-)

Bestu kveðjur,

Ingunn Ásdísar

Ingunn (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 13:53

12 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir


Ég man þessar ekki alveg en börnin mín höfðu gaman af þeim  

Það á að strýkja stelpuna

steyp´enni ofan í mykjuna 

lok´ana úti og lemja´na

og láta bola ét´ana 

Það á að strýkja strákaling

sting´onum ofan í kolabing 

lok´ann út í landsynning

og lát´ann hlaupa allt um kring 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.6.2007 kl. 14:50

13 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Hér er ein ef þú vilt hrella Júlíu, ég hrelli stundum mína Júlíu .

Fagur fiskur í sjó,

brettist upp á halanum

með rauða kúlu á maganum.

Vanda, banda,

gættu þinna handa.

Vingur, slingur,

vara þína fingur.

Fetta, bretta,

svo skal högg á hendi detta.

Þessi var í miklu uppáhaldi hjá syni mínum:

Ofan gefur snjó á snjó,

snjó um vefur flóa tó,

tóa grefur móa mjó,

mjóan hefur skó á kló.

       Bólu-Hjálmar

Og að lokum tvær Júlíu uppáhalds:

Litla Stína

með súpuna sína

sat í friði og næði.

þá kom þar ein könguló

og ruggaði sér í ró

en Stína fékk algert æði.

-------------------------

Og svo var það hann Óli,hann situr á stóli

með köku frá jólum og köttinn hjá sér

og plómu hann smeygir

á puttann og segir:

,,Svo þægur, svo góður og þægur ég er!"

              Böðvar Guðmundsson

   Góða skemmtun...   kveðja...

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.6.2007 kl. 15:00

14 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

bestu þakkir allar saman....

hvaða lag er sungið við....ofan gefur snjó á snjó  

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 20.6.2007 kl. 16:23

15 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Oftast var það Bí bí og blaka, fljúg hvítu fiðrildin. stígur hann eða hún við stokkinn sem ég söng og svo bara hvað sem manni dettur í hug. Líka um ljómann. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.6.2007 kl. 17:36

16 identicon

Elsku Steina mín. Nú gat ég ekki stillt mig lengur um að kommenta hjá þér. Ég er búin að vera að fylgjast með þér í nokkra daga. Manstu þegar Pétur frændi þinn var að segja okkur þessa vísu Farðu að sofa svínið þitt. Ég allavega sprakk úr hlátri þegar ég sá hana í kommentunum. Ég óska þér innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem og allt sem á daga þína hefur drifið síðan í sveitinni í gamla daga. eheh mætti halda að við værum ellihrukkudýr. Gaman að lesa bloggið þitt og vona að þið bráðnið ekki í eyðimörkinni eins og súkkulaðið. Kveðja Arna Ósk (Arnarhólsprinsessa)

Arna Ósk (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 18:13

17 Smámynd: Þórarinn Eldjárn

Sæl vertu.

Ekki missa vitið. Bíddu amk. þangað til í haust. Þá kemur út ný bók eftir mig sem heitir Gælur, fælur og þvælur. Allt undir rímnaháttum. Myndir eftir Sigrúnu Eldjárn, Bára Grímsdóttir kveður öll ljóðin á diski sem fylgir með. Sendi þér eintak.............

Bestu kveðjur.

Þórarinn Eldjárn.

Þórarinn Eldjárn, 20.6.2007 kl. 19:37

18 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og hér er falleg byrjun á ljóði (þó þú virðist hafa nóg að gera næstu daga ef ekki ár)eftir Jóhannes úr Kötlum- sungið með sínu lagi.

Gaman er að ganga á fund við gleði þína

og láta hana á sálu sína

sumarlangan daginn skína.

Þú ert aðeins ofurlítil yngismeyja,

-en þeir sem tímann hjá þér heyja,

hugsa ekki til að deyja.

Það er líkt og ljósið streymi úr lófa fínum,

þegar þú hvítum höndum þínum

hjúfrar upp að vanga mínum.....

...Þegar ég horfi í þessi augu þýð og fögur,

finnst mér eins og láð og lögur

leysist upp í kvæði og sögur.

María Kristjánsdóttir, 20.6.2007 kl. 19:59

19 identicon

Ég syng alltaf You Are My Sunshine fyrir mínar dömur....þú kannski vilt frekar íslensk lög  En afi söng þetta alltaf fyrir ömmu...þess vegna elska ég að syngja þetta fyrir mínar skvísur

You are my sunshine

My only sunshine

You make me happy

When skies are grey

You never know dear

How much I love u

Please dont take my sunshine away

Algjör rúsina litla Júlia ykkar by the way

Melanie Rose (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 20:26

20 identicon

Eftirfarandi er alveg frábær síða, ég hef fundið nánast alla íslenska barnatexta sem ég hef leitað eftir þarna. http://www.vortex.is/omo/textasafn.htm Er sjálf með eina 10 mánaða og eftir að hafa sungið Like a virgin og Oops I did it again fyrstu 2 mánuðina ákvað ég að kíkja á hvað væri í boði á netinu og fann þessa frábæru síðu  Gangi ykkur vel í söngnum

Arna Guðlaug (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 13:41

21 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Hvað segir þú um að raula "Allt frá hatti ofan í skó, herradeild PÓ" eða "Þessu er hvíslað DÚNA"  - eitthvað frá 196 og eitthvað ..... -

Valgerður Halldórsdóttir, 21.6.2007 kl. 22:52

22 identicon

Doddi litli datt í dý

og meiddi sig í fótnum.

Hann varð aldrei upp frá því

jafngóður í fótnum. 

Már Högnason (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 08:07

23 identicon

Þessi er líka góð. 

Hann litli Jón skaut Gunnu systur sína

á sextán skrefa færi og tókst að hitta;

þá sagði móðir hans, hún stóra Stína:

"Sá stutti verður einhvern tíma skytta." 

Már Högnason (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband