Eyðimörkin kallar.

IMG_0686 Ég er að leggja í ferð inní eyðimörkina. Þar er 40 stiga hiti um hábjartan daginn og vel hlýtt um nætur.

Á morgun 17.júní ætlum við að skrópa í þjóðhátíðarpartýi íslendinga sem haldið er hjá konsúlhjónunum.

Það eru reyndar oft skemmtileg partý og munum við missa af íslenskri pulsuveislu. 

Í stað þess ætlum við að halda Feðradaginn... Dia del Padre hátíðlegan. Ég er að  hugsa um að þéra þá Stefán og tengdapabba í tilefni dagsins. það er vandi!

Til greina kemur líka að hafa hugfast að 17. júní er alþjóðlegur dagur gegn landfoki og þurrkum í veröldinni og því tilvalið að gera það í eyðimerkurlandslagi.

Í framhaldi liggur svo beint við að óska Herdísi Þorvaldsdóttur innilega til hamingju með Grímuverðlaunin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband