15.6.2007 | 21:08
Verðlaunakonan
Ég var að koma af skólaslitum í skóla dætra minna. þetta var þriggja tíma dagskrá á sal þar sem börnunum voru veitt verðlaun fyrir ágæta frammistöðu í skólanum.
þetta var óskaplega þreytandi eiginlega því það þurfti að mynda hvert barn hátt og lágt ásamt kennurum sínum og ég viðurkenni að ég hef takmarkaðan áhuga á börnum annarra hvað þá í öðrum bekkjum.
Foreldrarnir kepptust við að taka myndir af öllu sem fram fór og ég hálf skammaðist mín fyrir að taka bara myndir af eigin börnum.
En hjá Ameríkönum gengur allt út á ...Creating Memories!
Börnunum leiddist líka ógurlega sem gerði þessa samkomu afspyrnu erfiða fyrir alla...
þar til að...
veitt voru verðlaun til handa besta foreldrinu.
Þá var sussað niður í börnunum og nístandi keppnisandi sveif yfir vötnum....
verðlaunin féllu í skaut konu nokkurrar og var henni fagnað af viðstöddum.
Þó sá ég nokkrar kvensur stinga saman nefjum sem greinilega voru hreint ekki ánægðar með þessi úrslit.
Besta foreldrið var líka ákaft myndað og svo vildi til að þegar konan var að ganga niður af sviðinu var Stefán eitthvað að eiga við myndavélina og því hélt konan að Stefán vildi ná af henni mynd.
Hún stillti sér upp beint fyrir framan okkur og brosti breitt í allar áttir.
þetta var svolítið pínlegt svo ég hvatti Stefán til að smella af henni...annað hefði verið ótækt...hún var í svo mikilli sigurvímu. Eða hvað hefði ég átt að segja?
Nei! Við viljum ekki taka af þér mynd!
Athugasemdir
Jahérna, vantar bara tárin og "ég vil heimsfrið"
Ragga (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 21:17
Hin fullkomna Ameríska móðir.... eða hvað?
Finnst eins og ég sjái einhvern geðveikislegan glampa í augunum á henni..... gæti verið endurkast frá blómunum..... veit ekki!
Eva Þorsteinsdóttir, 15.6.2007 kl. 21:17
Þetta er ekkert; sjálfur gleymdi ég myndavélinni á skólaslit dóttur minnar; var skammaður eins og hundur; allir voru með vél nema við; sumir teipuðu allt saman, ræðurnar, verðlaunin, annálana, dansana, söngin, enda var þetta stórkostlegt, alveg; ég var hálfklökkur, átti líka erfitt með að finna mig í þessum fallega hópi sem alltaf man eftir vélinni og elskar börnin sín og allra hinna líka; ég er enn með samviskubit; mér líður eiginlega illa yfir þessu; ég er vondur maður; ég gleymdi vélinni ... maður, vélinni ...
Þröstur Helgason, 15.6.2007 kl. 21:28
Æj ohh hvað hún er stolt ! bwahaha....
En já..soldið langur tími fyrir krakka að hanga þarna....nú já og foreldrana
P.S...takk fyrir addið
Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 22:28
Hvað þarf að afreka til að vera kjörin Foreldri ársins? Maður spyr sig ...
Fær fólk blómvendi í blómavösum þar sem þú býrð?
Vilborg Valgarðsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:33
Stefán frekar en Þröstur hefði þá átt að vera á Grímunni og taka myndir af öllum styttunum hans Benna.
Aðeins ein fór næstum að gráta þar og aðeins ein talaði af listrænni ástríðu - Herdís um sauðkindina. Það var annars stíll yfir Erlingi Gísla einsog alltaf -sem las á dönsku þakkarávarp frá Charlottu. Forsetinn komst heldur ekkert illa frá sínu.
María Kristjánsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:34
Það er alveg þræl hentugt að skapa minningar og skella þeim beint á pappírinn. Ekkert svona "togetherness" eitthvað. Konan lítur út fyrir að hafa unnið ÓSKARINN!
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2007 kl. 22:47
Já, helv.. myndavélarnar. Við Ibbi fengum okkur videovél fyrir nokkrum árum og voru dugleg að teipa ómegðina. Og svo einn daginn fékk ég nóg, var hætt að upplifa skemmtileg móment fjölskyldunnar nema í gegnum viewfinderinn. Svo ég bara hætti að taka upp nema einstaka sinnum.
Og ég spyr eins og Vilborg, eftir hverju er dæmt þegar svona viðurkenningar eru veittar?
Ibba Sig., 15.6.2007 kl. 22:48
Jamm, það væri spennandi að vita hvað konan þurfti að afreka til að vera besta foreldrið. Hvort keppnin á milli sé hörð, eitthvað um blóðuga bardaga á milli, óvænt hvarf foreldra, undarleg fótbrot og slíkt ... eða er það kannski bara í fegurðarsamkeppnum barna? :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.6.2007 kl. 22:51
Hún tók sér víst alveg frí frá vinnu þennan veturinn og vann í sjálfboðavinnu sem skólaliði og meðfram því tók hún að sér lögfræðiaðstoð fyrir hönd skólans enda sprenglærður lögfræðingur.
þar að auki bakaði hún mest fyrir basarinn, raðaði oftar en nokkur annar borðum og stólum fyrir allskyns uppákomur og bróderaði nöfn allra barna í skólanum á handklæði svo fátt eitt sé nefnt.
steinunnolina (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 00:02
Guð minn almáttugur, ég verð örþreytt af allri þessari upptalningu.
María Kristjánsdóttir, 16.6.2007 kl. 00:34
Þá átti hún nú verðlaunin skilið...
Sirrý Jónasar (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 01:43
Þetta er alveg eins og íslensk móðir úr Mosfellsbænum, Selfossi, Reykjavík, Fáskrúðsfyrði, Akureyri og frá hinum plássunum. Þetta er metnaðarfull kona sem nær árangri.
Áfram hún.
Helena Hansdottir (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 09:06
Ameríkanar eru léttgeggjað lið.
Marta B Helgadóttir, 16.6.2007 kl. 17:32
Já nú fæ ég betri innsýn í big hair amerískra kvenna
margrét auður (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 16:29
Æ, ég á greinilega engan sjéns í svona titil. Ég er að vísu með lagapróf upp á vasann, en hvers vegna í ósköpunum ætti skóli barnanna að þurfa slíka aðstoð? Ég meina, þyrfti ég virkilega að dusta rykið af verðbréfamarkaðsréttinum fyrir blessaðan barnaskólann? Kröfuréttinum? Samkeppnisréttinum? Eða, Guð hjálpi mér, refsiréttinum??
Og þótt ég eldi þá sér Kata alveg um að baka, kökur falla við það eitt að ég nálgast þær.
Bróderingar gæti ég ekki stundað þótt ég þyrfti að vinna mér það til lífs.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.6.2007 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.