15.6.2007 | 08:11
The bold and the beautiful!
því miður höfðu íslendingarnir sem tilnefndir voru ( Máni Svavarsson og Magnús Scheving) ekki erindi sem erfiði á Daytime Emmy verðlaunahátíðinni í kvöld. Sesame Street sópaði til sín verðlaunum eins og undanfarin ár. Sesame Street hafa fram til þessa dags fengið 108 Emmy styttur og finnst nú flestum nóg um.
En gleymum ekki að tilnefning til Emmu er mikill heiður! Og því fer ég fram á að lúðrasveit eða að minnsta kosti barnakór taki á móti Mána þegar hann snýr aftur til gamla landsins.
Svo á hann Máni afmæli í dag 15. júní. Hann er fertugur hann Máni...hann er fertugur í dag!
það sem kannski er markvert frá þessu kvöldi er að James Lipton fékk heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt.
Hann er stórmerkilegur karl og ég bendi fólki bara á að fletta honum upp.
Ég bý ekki yfir tæmandi vitneskju til að gera ævistarfi hans hér skil að gagni.
Ég er dyggur aðdáandi sjónvarpsþátta sem hann stýrir sem heita Inside the Actors Studio.
Oft og tíðum frábærir viðtalsþættir við leikara.
Aðalleikari sjónvarpsþáttanna Bold and the Beautiful bar fyrir innilegar kveðjur til aðdáenda sinna á Íslandi og er þeim hér með komið á framfæri. Hann lyktaði að sögn Stefáns eins og ilmkertaverksmiðja.
matseðill kvöldsins:
Tómatar mozzarella basil.....frekar boring
þrísteiktur kjúklingur....
súkkulaðimús.....hvað er að?
Meðan Stefán blandaði geði við amerískar sápustjörnur horfði ég á frábæra bíómynd heima í stofu.
Notes on a Scandal með Judi Dench og Cate Blanchett. Ótrúlega flottur leikur hjá Judi!
Kvöldið var sérlega vel heppnað því Stefán kom heim með Goodybag í boði Emmy fulla af snyrtivörum og kremum handa mér svo nú get ég opnað snyrtistofu eða líksmurningarþjónustu allt eftir því sem andinn blæs mér í brjóst.
Athugasemdir
Sæl frænka
Ég er sammála þér að það er mikill heiður að vera tilnefndur og það er ekki aðalatriðið að "vinna" EN ÞAÐ ER GAMAN AÐ VINNA. Einu verðurðu að svara :
Hvað er þrísteiktur kjúklingur ??
Er hann ekki orðinn ansi þurrrrrrrrrrr.
kveðja,
Palli frændi
Páll Svavarsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 11:29
Rétt til getið frændi...þrísteiktur kjúklingur er svipaður áferðar og ofeldað lambalæri sem þá gjarnan líkist kæfu...
bestu kveðjur
Steinka frænka
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 15.6.2007 kl. 15:02
Styð þetta með móttökunefndina Mána til handa, eðalmenni og snillingur sem hann er.
Menn hafa hlaupið út á sloppnum af minna tilefni.
bestu kveðjur westur,
Bjarni Bragi
Bjarni Bragi Kjartansson, 15.6.2007 kl. 16:45
Datt inn á þetta skemmtilega blogg skemmtilegrar konu! Nú er það orðið einn fyrsti viðkomustaðurinn á daglegum bloggrúnti lafðinnar. Hjartanlega velkomin
Lafði Lokkaprúð, 15.6.2007 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.