landssöfnun fyrir nýjum hártoppi.


Litla manneskjan var bólusett í morgun. Hún tók því afar illa sem vonlegt er og það snögg fauk í mig.

Læknirinn hennar er með afar lélegan hártopp og langaði mig í augnablik að feykja honum af kolli hans en sá nú sem betur fer að mér og hugsaði að nær væri að fara fram á landssöfnum honum til handa svo að hann geti fjárfest í nýjum toppi.

En kannski er þetta ættargripur. Hver veit.

Sit á sundlaugarbakkanum og skemmti mér við það að fylgjast með tengdamömmu sem berst við svefninn. Hún er nefnilega að lesa nýjan íslenskan krimma sem hún tók með sér í sumarfríið og má bara ekki líta í hann þá sofnar hún. Hún ætlar að skilja hann eftir handa mér ef hún kemst einhvern tímann í gegnum hann.  En með þessu áframhaldi er lítil von til þess.

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Mér er spurn?  Hvaða íslenski krimmi er þetta sem er svona leiðinlegur..........

Gæti kannski hjálpað mér við að festa svefn

Eva Þorsteinsdóttir, 13.6.2007 kl. 22:51

2 identicon

Sakna þín fallegust!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Stundum vantar mig sögur sem svæfa, hvaða bók er þetta? Þú veist að það fer ekki lengra ...

Vilborg Valgarðsdóttir, 13.6.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

Swim with complete confidence.

6 inch Hair Thickeners-- Human Hair

pad6 inch Hair Thickeners-- Human Hair
pad
100% HUMAN HAIR 6" long on a toupee clip. You may trim for a custom fit. Fills in where your hair is thin, or adds some length while waiting for portions of your hair to grow--or use just for a different look.


pad

Kjartan Valdemarsson, 13.6.2007 kl. 23:49

5 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Ég mun ekki upplýsa hvaða krimmi þetta er. En fólk má geta!

Eva mín, þegar ég get ekki sofið læt ég Stefán útskýra fyrir mér veðurfræði. Það klikkar ekki...ég get kannski beðið hann að lesa sottla veðurfræði inn á teip fyrir þig. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 00:30

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Væri kannski möguleiki að brenna á geisladisk....... er orðin svo nýmóðins og á ekki kasettutæki :)

Eva Þorsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 03:51

7 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Þá giska ég á Konungsbók Arnaldar. Mér fannst hún ömurlega leiðinleg. Og hananú!

Vilborg Valgarðsdóttir, 14.6.2007 kl. 09:50

8 identicon

hæ elsku steina

 gaman að sjá að þú ert farin að blogga.  og fröken júlía er glæsileg!  sendi stóran koss yfir hafið og hlakka til að fylgjast með ævintýrum þínum..

xxf

Felix (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 13:27

9 identicon

Einhvernvegin datt mér Arnaldur líka í hug... hefði eiginlega þurft á honum að halda síðustu nótt.

Ragga (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 17:13

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég skellti alltaf staðdeyfiplástri á krakkana fyrir bólusetningar, bara spyrja fyrirfram hvar verði stungið og setja plásturinn á klukkutíma fyrr.  Skotil, engar skælur

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.6.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband