12.6.2007 | 09:06
Ég villtist inn á blogg...
Jóns Vals Jenssonar fyrir helbera slysni og ákvað í kjölfarið að endurbirta grein eftir sjálfa mig sem birtist í Mogganum fyrir einhverju síðan.
Getur einhver frelsað mig úr viðjum gagnkynhneigðar?
Það var býsna kostulegt að hlusta á viðureign þeirra Heimis Más Péturssonar skipuleggjanda Hinsegin daga og Jóns Vals Jenssonar guðfræðings s.l. mánudagskvöld. Umræðuefnið var fjarska óviðfeldin auglýsing sem birtist sl. laugardag á vegum hóps sem kallar sig Samvinnuhópur Kristinna Trúfélaga.
Auglýsing sem átti að varpa skugga á vel skipulagða dagskrá Hinsegin daga sem náðu hámarki sínu í fjölskrúðugri göngu þar sem fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum með jafn ólíkar kynþarfir kom saman og fagnaði frelsi einstaklingsins á eftirminnilegan og litríkan hátt.
Fyrirsögn umræddrar auglýsingarinnar var orðrétt:,,Frjáls úr viðjum samkynhneigðar
Mér er spurn? Var hér á ferðinni auglýsing í umboði allra kristinna trúfélaga í landinu? Ef ekki þá hverra?
Því vítin eru til að varast þau. Það ættu þeir helst að vita sem trúa á himnaríki og helvíti.
Þann 20.01 2006 birtist í Morgunblaðinu yfirlýsing frá tuttugu trúfélögum og nítján einstaklingum sem ,,harma það brotthvarf kristinna siðferðisgilda sem ríkisstjórn Íslands sýni með frumvarpi til laga um réttarstöðu samkynhneigðra.
Greinina má finna í gagnasafni morgunblaðsins á vefnum www.mbl.is.
Þeir einstaklingar sem þar eru nafngreindir eiga það flestir sammerkt að vera háskólamenntað fólk. Eitthvað hefur menntunin farið forgörðum því fáfræðin skín úr yfirlýsingum þeirra sem þar tala.
Það er grunnt á fordómum gagnvart samkynhneigðum einstaklingum á Íslandi því eru birtingar á auglýsingum á borð við þessar eru sérlega varasamar. Og kannski er tvíbent að bjóða upp á umræður á borð við þetta í íslensku sjónvarpi.
Er viðeigandi að fólk fái að koma fram í fjölmiðlum og tjá mannfyrirlitningu sína með þessum hætti?
Helstu rök Jóns Vals voru þau að fjölmörg dæmi þess væru um að fólk hafi jafnvel lifað árum saman í gagnkynhneigðum samböndum, eignast börn en síðan snúist til samkynhneigðar jafnvel árum ef ekki áratugum síðar. Og hvað með það?
Viljum við sökum þrýstings í samfélaginu, fordóma og fáfræði að fólk lifi óhamingjusamt og gegn sinni meðfæddu kynhneigð í gagnkynhneigðum hjónaböndum. Betra er seint en aldrei.
Ekki virðist kirkjan geta bjargað þeim fjölmörgu gagnkynhneigðu hjónaböndum sem fara í vaskinn. Er ekki skilnaðartíðni á Íslandi með þeim hærri í heiminum?
Nú veit ég að það hljómar í eyru þeirra sem eru talsmenn Hommafrelsunnar eins og útúrsnúningur þegar ég spyr hvort þetta ágæta fólk geti ekki að sama skapi aðstoðað mig við að bæla hvatir mínar til hins kynsins og kennt mér að snúa kynhneigð minni alfarið til kvenna.
Margar af mínum ástkæru vinkonum yrðu ágætis makar. Gallinn er bara sá að ég hef aldrei orðið ástfangin af neinni þeirra þó að ég hafi notið samvista við þær með ýmsum hætti. Konur finnast mér til dæmis oftar fallegri en karlmenn. Því er kannski von um að ég geti fengið aðstoð við að frelsast úr viðjum gagnkynhneigðar því heldur vil ég tilheyra þeim stóra hópi samkynhneigðs fólks sem berst fyrir sjálfsögðum mannréttindum öllum til handa burtséð frá kynhneigð.
Því það er hart þurfa að sitja undir því að liggja undir grun um að vera gagnkynhneigð vera sem gengur fram í fáfræði og fordómum með biblíuna að vopni. Amen. Gaymen.
Athugasemdir
Ég man vel eftir þessum pistli þínum, fannst hann góður þá og alls ekki síðri núna. Takk fyrir.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 12.6.2007 kl. 10:46
Góður pistill. Þessi grímulausa heift og löngun til að bæla niður alla sem falla ekki í normið er bæði ógeðfelld og fráhrindandi. Takk fyrir góða pistla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 11:56
Hefði líka áhuga á að fá að vita hvort hægt væri að snúa mér. Ég er gagnkynhneigð en að sama skapi finnst mér margt áhugaverðara í fari kvenna en karla og þær eru tvímælalaust fallegri, að mínu mati. Kannski ég hafi samband við þennan Jón Val og biðji hann að aðstoða mig.
Hrefna (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 14:28
Frábær grein og er sannarlega þess verð að endurbirta aftur og aftur.
Gaymen indeed - yndislegt
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 14:47
Ég villtist líka einu sinni inn á bloggið hans, maðurinn er náttúrulega bara.....................
Eva Þorsteinsdóttir, 12.6.2007 kl. 19:41
góður pistill... og á einstaklega vel við núna þar sem gay pride var hérna í west hollywood á sunnudaginn... ég smellti mér þangað með bobby vini mínum... og mér brá og varð frekar reið þegar ég sá fólk hangandi á hliðarlínunni með gjallhorn og biblíuna á lofti eins og gunnar í krossinum... "you weren't born this way... you'll all go to hell... you damn disgusting sinners...! fucking perverts...!" halló... það er 2007...! ég hefði nú alveg getað öskrað á móti að þessi fæðingarhálfviti var eflaust ekki heldur fæddur feitur og sköllóttur... en mamma kenndi mér að vera kurteis og oft má satt kyrrt liggja... þetta fólk kallar sig kristið...! get ekki séð að það fari mikið fyrir náungakærleikanum og almennum mannréttindum þarna...
bið að heilsa ;)
arna björg (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 19:55
Krossinn sem Jón heldur í hendi sér er ekki kross, það er rýtingur
Brosið á vörum hans er ekki bros, það er grimmdar gretta
Skrif hans eiga ekkert skylt við kærleiksboðskap, þau eru illska og fordómar
Gaylelúja
DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:07
Eins gott að tilheyra engu trúfélagi, sé tekið mið af þessu framtaki kristinna. Tuttugu trúfélög og nítján einstaklingar sem gefa yfirlýsingar, vinsti og hægri um rétta kynhneigð. Ég hélt að svo mörg trúfélög væru ekki til, jæja fólk verður að hafa sýnar skoðanir, ég hef mínar. Takk fyrir bloggvináttuna. Kveðja.....Sóldís
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.6.2007 kl. 20:13
Var alveg viss um að Jón Valur væri kominn hingað inn og búinn að blogga í kommentakerfinu þínu ... ja hérna.
Frábær pistill!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2007 kl. 01:59
Flott grein hjá þér Steinunn Ólína.
Jens Sigurjónsson, 13.6.2007 kl. 03:16
Fr
Áddni, 13.6.2007 kl. 09:15
Góður pistill.
Marta B Helgadóttir, 13.6.2007 kl. 12:03
Hæ sæta mín.
Las þetta hér áður og las þetta aftur núna. Vel skrifað og sýnir fordómaleysi þitt í garð okkar í "hinu liðinu" þó við höfum samt alltaf spilað í sama liði sem vinir ég og þú. Hlakka til að knúsa Bólínu þegar hún kemur heim og bið að heilsa ykkur hinum :)
kv. Kolla mín
Kolla litla (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 21:18
Húrra!
Villtist inn á þetta blogg hjá Jóni ekki fyrir svo löngu og átti ekki orð yfir fáfræðinni, fordómunum og virðingarleysinu sem vellur fram úr fingurgómunum á þessum manni. Kíkti svo inná kommentin og varð beinlínis hrygg...losnaði ekki við það allan daginn...yfir því hversu margir tóku undir með þessari siðferðis-steypu.
Varð yfir mig ánægð að lesa greinina þína og athugasemdirnar þar. Sannar að enn er til fólk gætt heilbrigðri skynsemi í þessum heimi. Áfram við!
Gæfa til þín og þinna og takk fyrir skemmtileg skrif.
kv.
Anna (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.