Með sautjánda júní í aftursætinu!

Þegar komið var til Vegas í nótt var búið að loka bankanum og þurftu því ferðalangarnir að bíða þar til hann opnaði að nýju klukkan sjö í morgun.

Blanca, Rene og Jose lögðu lausnargjaldið inn á reikning coyotans og fengu uppgefið heimilsfang á móteli nokkru þar sem þeim var sagt að Franklin og Dinora væru. 

 Jón Ármann keyrði þau á áfangastað og hann lýsti því í samtali við mig að þetta væri risastórt mótel með hundruðum herbergja. Hann fylgdist með þeim úr bílglugganumþar sem þau gengu til endurfunda við þau Franklin og Dinoru. Jón hafði af því áhyggjur að þau væru ekki með rétt herbergisnúmer því þau virtust ekki finna herbergið. Þau gengu ráðvillt á milli herbergja og bönkuðu upp á en höfðu ekki erindi sem erfiði.

 Loksins hurfu þau inn í eitt herbergjanna og þá tók við bið hjá Jóni Ármanni á bílaplaninu. Hann sagði mér að  það væru einhverjir kónar þarna á sveimi fyrir utan  og hafði af því áhyggjur hversu lengi þau hefðu verið inni. Við ákváðum að ég skyldi freista þess að hringja í Blöncu til að komast að því hverju sætti. 

Þetta samtal var ótrúlegt! Blanca svaraði fyrstu hringingu og hló og grét í senn. Hún var komin með drenginn sinn í fangið! Dinora í faðm eiginmanns síns!

En þau máttu ekki fara. þau fengu fyrirmæli um það að halda til á herberginu þar til það væri staðfest  að peningarnir hefðu skilað sér með símgreiðslu inn á reikning í Mexíkó. þeim var sumsé haldið í gíslingu á herberginu í rúma þrjá klukkutíma ofaní kaupið.

Það var þungu fargi af mér létt þegar ég fékk loks símtal frá Blöncu og hún sagði mér að þau væru nú öll komin upp í bílinn til  Jóns. Ég spurði Jón hvernig ástandið væri á gíslunum og hann svaraði að bragði:

þetta  er bara eins og sautjándi júní ! Hér er hlegið, sagðar ferðasögur og talar hver í kapp við annan!

Ég bað Jón um að gera mér þann greiða að kaupa allt það ameríska ullabjakk sem barnið gæti í sig látið. 

Hafðu engar áhyggjur...hann situr hérna aftur í og er orðinn grænn af sælgætisáti!

það þóttu mér góðar fréttir.

Ég heyrði aðeins lítillega í Dinoru systur Blöncu og hún sagði mér það að síðustu dagarnir hefðu verið hræðilega erfiðir. þeim var haldið matarlausum síðustu þrjá sólarhringa.

Það stendur allt til bóta. Í þessum orðum skrifuðum er Jón með þeim í amerískri vegasjoppu. þar fá allir að borða og svo verður keyrt í einum grænum hingað til LA.

Loksins er þessi mánaðarlanga martröð á enda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Takk Steinunn mín og guði sé lof að blessað barnið er komið til foreldra sinna.

Vilborg Valgarðsdóttir, 6.6.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mikið skelfing er ég glöð- og hugsa til ykkar.

María Kristjánsdóttir, 6.6.2007 kl. 20:16

3 identicon

Mikið er gleðilegt að þetta fór vel. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Það er hollt að krafla sig stundum upp úr mjúkri baðmullinni og líta yfir þann veruleika sem sumir búa við. 

Hanna Katrín Friðriksson (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 20:39

4 Smámynd: Viðar Eggertsson

Hvílíkur léttir! Þið eruð sannkallaðar hetjur öll - til hamingju með þetta öllsömul!

Já, steina skrifaðu bók um Blöncu, Franklin og alla þá sem eru í þessum sporum.

Viðar Eggertsson, 6.6.2007 kl. 23:36

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff er búin að vera eins og fest upp á þráð.  Mér léttir stórlega að fólkið sé komið heilu og höldnu.  Takk fyrir að leyfa mér að fylgjast með.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2007 kl. 01:22

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Jei jei jibbí ja jei þau eru komin...... til hamingju...... óska þeim góðs gengis í framtíðinni :) :) :)

Eva Þorsteinsdóttir, 7.6.2007 kl. 06:18

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Yndislegt! Megi þeim farnast sem allra best.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.6.2007 kl. 09:08

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hæ hó Jibbí jey!!!!! Yndislegar fréttir...knús til ykkar allra. Þú getur bara sagt þeim þegar þú gefur þeim kramið að það sé frá íslenskri kellu í englandi sem sé búin að vera á bæn fyrir að þetta endi vel fyrir þau.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.6.2007 kl. 09:59

9 identicon

Mikið er yndislegt að heyra þetta. Les bloggið þitt reglulega og er búin að vera eins og fest upp á þráð yfir þessu máli :) Svo situr maður bara með tárin í augunum yfir þessum málalokum :/

Þorgerður (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:48

10 identicon

Gott ad vita! Mer var haett ad litast a blikuna a timabili.

Helga Sverris (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:08

11 identicon

Hjúkkítí!! Til hamingju! Við Jósi höfum fylgst með ferðum Franklíns og örlögum og ekki verið um sel. Gott að hann er komin. Táraðist núna í lokinn...

Kær kveðja á alla, ekki síst móður og barn! 

Sólveig 

Sólveig Arnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 11:25

12 identicon

Elskan mín! Þetta var nú meir tryllirinn.

Jón okkar er perla og ég sakna ykkar allra. Vá hvað ég sakna ykkar Jóns og Stebba.

Nú er svo komið að ég verð að leita til þín tet a tet.(var aldrei góð í frönsku)

Vandamálið mitt er þetta:

Snorri, spámaður á Fossum,( miðill) segir mér að ég sé á síðast lífi.

Semsagt lífi númer 49 eða 59 man það ekki alveg.

Hann sagði mér að ég á ekkert eftir ógert hér á jörðu, að þess vegna yfirgefi ég þetta líf án eigna.

Semsagt gjaldþrota!

En nú gengur bissnesinn  minn vel, einkalífið vel, börnunum vel, vinunum vel,  og ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að tapa öllu núna aftur!

Elsku Rut (Steina) get ég ekki bara gefið þessu fólki allt sem ég er óvart að eignast, aftur?

Snorri mætir með mér í Héraðsdóm og ég finn fyrir honum. Hann sendi mér hulduher sem tók Jón Magnússon á taugum og ég vann málið.

Finn líka þegar hann heltekur mig og vandamenn. Maðurinn er ótrúlegur!

Nú langar mig að leita til þín með þetta vandamál mitt. Það er svo ömurlegt að standa aftur upp þegar þú veist að þú kemur hingað aldrei aftur. Semsagt ég er á síðasta lífi hér á jörðu niðri. Enda segir Snorri að ég sé svo þroskuð að þetta pakk hér hæfi mér ekki. Einmitt elskan!

Elsku Steina mín bloggið þitt er svo fyndið og svo skemmtilegt, eins og þú og þið öll þarna í USA.

Sakna þín fallegust.

Og by the way ég er bara að drekka Kristal Sódavatn. Tilfinningagrein heitir þetta svar mitt. Ég er að lesa góða bók um þessa tilfinningagreind sem sonur minn Matti fékk í studentagjöf. Ég er svo stolt af honum!

Sammála Þorsteini. Fleiri bækur elskan mín! 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband