meðan nóttin líður...

Nú er klukkan að ganga fjögur um nótt hérna megin álfunnar. Ég sem er löngu hætt að vaka um nætur get ekki sofið. Kannski kominn tími á smá öppdeit á ferðir Franklins.

Eins og áður sagði var búist við Franklin til LA um kvöldmatarleytið á sunnudag. Það gekk ekki eftir.

Á mánudag um hádegisbilið hringdi Blanca í mig og tjáði mér það skelfingu lostin að systir hennar hefði hringt í sig með þær fregnir að þau Franklin hefðu verið aðskilin kvöldinu áður.

Hún vissi ekkert hvar barnið var eða með hverjum. Systur hennar hafði verið lofað að hún fengi að hitta systurson sinn að kvöldi mánudags. Annað vissi hún ekki. Þetta var víst gert af öryggisástæðum svo auðveldara væri að flytja þau inn til Kalíforníu.

Um tíuleytið á mánudagskvöld hringdi síðan Dinora systir Blöncu og þá  var Franklin kominn í leitirnar.

þau bjuggust þá við að koma til LA um nóttina þ.e. í gærnótt.

Í morgun hringir síðan einhver kóni í Blöncu. Þá er upphaflegi gripaflutningastjórinn horfinn af vettvangi og búin að koma Dinoru og Franklin í hendur annara. 

Viðkomandi tjáir Blöncu að hann sé staddur í Las Vegas og hótar öllu illu nema til komi frekari peningagreiðsla.  Allir fyrri samningar eru sumsé orðnir að engu.

Í kjölfarið upphófust ýmsar vílingar og dílingar. Glæponinn vildi fá greitt inn á reikning en það þótti ekki ráðlegt þar sem að ljóst þótti að ef að samningum yrði strax gengið myndi bara koma önnur fjárkrafa.

því var ákveðið að Blanca og Rene foreldrar Franklins ásamt Jose manni Dinoru myndu keyra til Vegas í þeirri von að leysa út þau Franklin og Dinoru gegn lausnargjaldi.

Jón Ármann Steinsson vinur okkar sem margir þekkja eflaust sem fréttaritara stöðvar tvö bauðst til að keyra þau til Vegas og var það þegið með þökkum. þau hittust hér öll um tíuleytið í kvöld og svo var lagt í hann. Elín dóttir mín kastaði bangsa niður af svölunum og bað Blöncu um að gefa Franklin bangsann þegar hún myndi hitta hann. Ég sá á eftir þeim niður götuna og svo hófst biðin.

Ég er búin að heyra í ferðalöngunum tvisvar sinnum í nótt og ferðin gengur vel. þau eru um það bil að keyra inn til Vegas núna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guð hvað ég vona að allt gangi nú vel.....sendi ljós og englaskara þeim til verndar og hjálpar. Þetta er örugglega erfið aðstaða að vera í. Ojjj hvað þessi veröld getur verið án mikillar mennsku. Græðgin virðist ráða  ríkjum alls staðar. Svei mér þá. Hvar slær mannshjartað í svona gjörningum?

Vonast eftir góðum fréttum næst þegar ég kíki inn hjá þér.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband