Franklin í Arizona

Ekki komu þau í nótt Franklin og Dinora móðursystir hans.

Blanca kom til mín í gærkvöldi og sat hjá okkur fram á kvöld. Maðurinn hennar Rene kom með og bað um eitthvað hjartastyrkjandi. Stebbi gaf honum viský og svo var sest niður að spjalla.

Þegar Rene kom til Bandaríkjanna fyrir rúmum sex árum síðan gekk Blanca með Franklin undir belti. þau höfðu samt hvorugt hugmynd um það þá. Hann hefur sumsé aldrei hitt drenginn sinn litla og sagðist vera kvíðinn að hitta hann. 

Ég vona að hann verði sáttur við mig sagði Rene og skellti í sig snafsinum. Rene er líka hræddur um drenginn því hann sjálfur kom þessa sömu leið og Franklin nú. Þá sögu þarf að segja síðar....

Blanca sagði mér að þau Dinora og Franklin sem ferðuðust þrjár nætur gangandi í eyðimörkinni í fylgd tveggja vopnaðra mexíkana hefðu sætt árás þriðju nóttina. Ekki voru þar bandítar á ferð heldur mexíkanska lögreglan!  Komu að þeim í myrkrinu öllum að óvörum og beindu að þeim byssum.

þau voru neydd til að láta af hendi allar föggur sínar fatnað, peninga og vistir og tóku meira að segja leikfang sem Franklin var með í höndunum traustataki! þeim tókst auðvitað að græta barnið og Dinora var alveg miður sín þegar hún talaði við systur sína í síma.

Mexíkanska leikfangalögreglan! Hvað í andskotanum er að fólki! Þetta er geðslegt yfirvald eða hitt þó heldur.

Gripaflutningastjórinn hringdi í morgun og sagði að það hefði ekki verið ráðlegt að keyra síðastliðna nótt en nú eru þau komin langleiðina í gegnum Arizona fylki. Mesta hættan liðin hjá þó landamæralögreglan í Arizona  sé sífellt á höttunum eftir ólöglegum innflytjendum og nýti sér óspart vald sitt til að snúa fólki við.

þau eru í felum í bílnum undir teppum og einhverju dralsi og nú heldur bílstjórinn að þau verði komin til Kalíforníu innan fárra tíma og í friðhelgi að minnsta kosti um sinn. Mér skilst að um leið og þau eru komin fáeinar mílur inn í Kalíforníu megi ekki lengur vísa þeim til baka. Nú bíðum við bara og vonum að þau skili sér í dag eða í nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

við bíðum líka og vonum.

María Kristjánsdóttir, 2.6.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Vona að þessi ferð þeirra fari nú að taka enda...... og verði farsæl að lokum.

En af hverju varð Franklin eftir þegar mamma hans fór yfir?

Eva Þorsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 01:42

3 identicon

Virkilega áhugavert að fylgjast með þessu máli. Allar mínar bestu kveðjur og hugsanir til fjölskyldunnar, með von um að drengurinn komist óhultur heim.

Anna (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:34

4 identicon

Her er linkur a kort sem synir vatnsstodvar vid landamaeri Arizona og Mexico sem er gert af samtokum sem kalla sig Humane Borders. Thessi samtok fylgjast med leidum innflytjenda til ad geta sett vatn a stadi sem their fara um. Vatnstankarnir eru merktir med floeggum og settir nidur i samvinnu vid landamaeragaesluna sem hefur samthykkt ad lata thessa stadi vera (enda myndu innflytjendur ekki na ser i vatn a thessum stodum ef landamaeragaeslan saeti thar og bidi eftir theim). Samvinna samtakanna og landamaeragaeslunnar er reyndar gott daemi um hversu motsagnarkennd bandarisk innflytjenda politik er ad thessu leyti. I eina roendina er gifurleg thoerf a vinnuafli sem togar folkid til Bandarikjanna en a sama tima tharf thad ad haetta lifi sinu til ad komast. I Arizona leitar loegreglan mjog markvisst af folki og sendir thad til baka a sama tima sem thad gerir samkomulag um ad leyfa vatnsstoedvar med floeggum til ad minnka ahaettuna fyrir tha sem eru ad fara yfir svaedid.

Raudu deplarnir a kortinu eru their sem hafa tynt lifi a leidinni. A undanfoernum arum hafa ad minnsta kosti 700 manns farist a thessari leid.

Kort: http://www.humaneborders.org/news/images/migrantdeaths_0004.jpg

Um samtokin sjalf ma fraedast her: http://www.humaneborders.org

Kvedja

Helga Sverris

Helga Sverris (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 15:56

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff... aumingja móðirin. Það er erfitt að hugsa sér hvað hún gengur í gegnum.

En þvílík snilld að finna svona húsmæðrablogg. Sjálf hélt ég úti heimasíðu lengi vel sem hét ylfa.is, húsmóðir gegn kerfinu, en þar sem tyrkir hökkuðu hana og eyðilögðu ákvað ég að firra mig ábyrgð og fara á moggann.

Kveðja úr villta vestrinu, Ylfamist

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.6.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband