Loksins fréttir af Franklin

Blanca fékk loksins símtal áðan frá manninum sem tók að sér að flytja son hennar og systur til LA.

Hann er komin með þau aftur upp í bílinn og því gangan á enda. Hann bjóst við að komast til LA um fjögurleytið í nótt. Ég vona bara að það gangi eftir! Franklin var búinn að fá að drekka og borða og svaf vært.

Karlfuglinn sem er búin að fá ríflega greitt fyrir þessa svaðilför, heimtaði að fá greidda fimmhundruð dollara til viðbótar...afhendingargjald....þvílíkt og annað eins.

Læt vita um framhaldið. Ég sagði Blönku að það væri fullt af fólki að hugsa til hennar á Íslandi...það fannst henni fyndið og þakkar fyrir hlýjar kveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

satt er það!  En það er náttúrlega óhæft að þessir kónar séu að rukka allt að 9000 dollara fyrir þennan gripaflutning! 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, 2.6.2007 kl. 01:26

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Andskotans aumingjabissnes segi ég nú bara. Og ekki einu sinni garantí fyrir því að allir sem þessir kónar taka borgun fyrir komist á leiðarenda - fyrir það fyrsta!

Mikið fjandi er þetta  eitthvað ósanngjarnt allt saman ...

Hef samt enga lausn á vandamálinu, því miður. 

Vilborg Valgarðsdóttir, 2.6.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband