Kæru bloggvinir nær og fjær


 

Eins og margir vita hefur Stefán Karl um margra ára skeið verið ötull við að vekja athygli á málefnum þeirra sem verða fyrir einelti. Ég ferðaðist með honum vetrarpart fyrir einhverjum árum síðan og var viðstödd fyrirlestra hans fyrir börn og fullorðna. Það sem mér kom kannski mest á óvart hvað börn voru óhrædd við að opna sig um líðan sína þegar Stefán var búinn að brjóta ísinn. Það þarf kjark til að standa á fætur innan um alla skólafélagana og tala um vanlíðan sína. Mikinn kjark og það gerðu þau hispurslaust.

Að sama skapi var eftirminnilegt að heyra fullorðið fólk standa upp í fullum sal af fólki og segja frá því hvernig það hafði verið útskúfað af vinnufélögum eða af samferðafólki í sínum heimabæ.

Eftir að Latibær náði útbreiðslu erlendis og fólk komst á snoðir um starf Stefáns á Íslandi hafa okkur borist ótal fyrispurnir þess efnis hvenær og hvort hann myndi gefa kost á sér til að tala um þessi mál utan landsteinann. Nýverið fengum við hjónin bæði atvinnuleyfi hér í BNA eftir rúmlega fjögurra ára bið og því gefst okkur loksins tækifæri á því að sinna þessu hugðarefni okkar af einhverju viti.

Stefán hefur hlotið afar lofsamlega umfjöllun fyrir hlutverk sitt sem Grinch eða Trölli sem stal jólunum og við hyggjumst nýta okkur þá athygli til að opna augu fólks enn frekar fyrir því alheimsvandamáli sem einelti er.

Af því tilefni vil ég bjóða ykkur velkomin á nýja heimasíðu www.stefankarlfanclub.com

Markmið okkar er að koma á fót netsamfélagi fyrir þolendur eineltis þar sem börn og fullorðnir geta komið saman og eignast vini ...kannski í fyrsta sinn!

Síðan er á byrjunarstigi og við vonumst til að geta séð hana vaxa og dafna og geta gert hana aðgengilega og skemmtilega fyrir þá sem hana heimsækja.

Við erum opin fyrir öllum hugmyndum og myndum þiggja með þökkum ábendingar og umsagnir.

Einnig væri gaman að koma á samstarfi við aðila á Íslandi sem hefðu hag af því að auglýsa á síðu Stefáns. Rétt er að geta þess að gert er ráð fyrir að tæplega 400 þúsund manns muni sjá sýninguna Grinch í Baltimore og Boston og er vefsíðan auglýst kyrfilega í leikskrá.

Að lokum vil ég senda baráttukveðjur til Íslands!

kveðja

Steinunn Ólína

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Gangi ykkur hjónakornunum æðislega vel ;)

Aprílrós, 21.11.2008 kl. 00:09

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Frábært framtak hjá ykkur og gangi ykkur vel í framtíðinni.  Bestu kveðjur héðan úr henni Evrópu.

Ía Jóhannsdóttir, 21.11.2008 kl. 09:48

3 identicon

Mjög flott framtak, sem þolandi hef ég einmitt saknað þess að ekki sé til stuðningstæki sem er auðveldlega aðgengilegt. Skaðinn sem einelti veldur getur verið varanlegur og hamlað fólki til frambúðar. Gangi ykkur sem best í þessu framtaki.

Guðmundur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:14

4 identicon

Til hamingju með þetta framtak ekki veitir af að hrista upp í fólki um það böl sem einelti veldur. Það er örugglega ótrúlegt hvað svona herferð getur hjálpað fólki þó að það séu ekki allir sem standa upp á því augnabliki sem Stefán er á staðnum þá held ég að það veki fólk til umhugsunar um að brjótast út úr þessum hlekkjum þó síðar verði. Fræin liggja stundum í dvala og spíra síðar eftir smá vinnslu og umhugsun.

Gangi ykkur vel.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:41

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært að lesa góða dóma og sjá hvað gengur vel.  

Gangi ykkur sem allra allra best með ykkar frábæra framtak gegn einelti. Stefán Karl var í miklu uppáhaldi í LH, við elskuðum hann og hans einstöku hæfileika í tætlur og gerum enn með stolti

bestu kveðjur og ljós úr Hafnarfirði

Ragga

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 11:42

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir þetta, gangi ykkur vel.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 20:31

7 identicon

Frábært framtak, en hugsanlega er betra að stofna svona á síðu undir öðru léni en "stefankarlfanclub.com". Það lén er kannski meira til að sameina þá sem vilja að dást að Stefán Karli?

Beggi (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:17

8 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég er afar ánægð að sjá þetta. Ég hlustaði á fyrirlestur hjá Stefáni, ég held þegar hann var að byrja að setja þetta ´gang hér heima, það var í Grunnskóla.  Þetta vakti gífurlega athygli mína, og þessi fyrirlestur hans hafði nefnilega áhrif, þar sem hann var með stefnu, að mér fannst, að krakkar opnuðu þetta.   Það var ekki nóg að vera með fagaðila í skólanum, námsráðgjafa ogfl., krakkarnir fóru ekkert til þeirra nema örfáir, og ég man að krakkarnir í þessum skóla, voru mjög áhugasöm eftir fyrirlestur Stefáns.    Í mínu ungdæmi, sem er orðið langt síðan var einelti töluvert falið, og voru oft þeir fullorðnu sem  lögðu börn í einelti!!!!!!!!!!!!!!!

Sólveig Hannesdóttir, 28.11.2008 kl. 08:24

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er meiriháttar flott hugmynd og vonandi gengur þetta vel.  Eina sem stoppar einelti er fræðsla og aftur fræðsla, eins og Stefán hefur verið t.d. að halda. 

Marinó Már Marinósson, 30.11.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband